Morgunblaðið - 02.03.2009, Qupperneq 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2009
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Eftir Einar Sigtryggsson
sport@mbl.is
NÚ er heldur farið að lifna yfir körfuboltaunn-
endum á Akureyri því eftir svartnætti mikið og tíu
tapleiki í röð virtist ekkert geta bjargað Þór frá falli
úr úrvalsdeildinni. Með tveimur sigrum um helgina
er staðan orðin nokkuð væn og sigur gegn ÍR á
fimmtudag gæti dugað Akureyringum til að halda
sæti sínu. Í gær mættu Skallagrímsmenn norður
með algjört skrap, aðeins átta menn og höfðu þrír
þeirra ekkert spilað með liðinu í vetur. Ekki var því
von á góðu fyrir þá enda voru Skallarnir hreinlega
kjöldregnir. Þeir spiluðu varla vörn og Þórsarar
áttu náðugan dag í 140:66 sigri.
Leikurinn var aðeins jafn fyrstu mínúturnar en
síðan var bara eitt lið á vellinum. Að vísu reyndi
Landon Quick eitthvað að klóra í bakkann fyrir
Skallagrím með skemmtilegum töktum en hann
mátti ekki við margnum. Það er skemmst frá því að
segja að munurinn jókst nánast til enda en Skalla-
grímur lagaði stöðuna örlítið í lokin og enduðu
Borgfirðingar leikinn á frábærri flaututroðslu frá
húmoristanum Sveini Davíðssyni en hann skemmti
sér greinilega vel þrátt fyrir mótlætið. Þórsarar
buðu upp á mikla skotsýningu og settu þeir samtals
nítján þrista, m.a. fimm í röð í fjórða leikhluta.
Skoraði Baldur Ingi Jónasson átta slíka og Hrafn
Jóhannesson fjóra í jafnmörgum skotum.
Þórsarar voru virkilega hressir í leikslok en þeir
komust allir á blað fyrir utan Bjarka Oddsson.
Bjarki hafði þetta að segja eftir hressandi sturtuna:
„Það var nú hálffúlt að halda ekki haus í restina en
við hefðum viljað fá meiri mótspyrnu í kvöld. Það
var lítið að marka þetta en skytturnar okkar fá
kannski aukið sjálfstraust enda hittu þær vel. Þú
sérð það að Skallagrímur var að vinna Tindastól
fyrir stuttu og það var allt annað lið en við mættum
í dag. Við þurfum okkar undirbúning fyrir ÍR-
leikinn og þar ætlum við að vinna. Ef Baldur Ingi
verður svona heitur áfram þá erum við í góðum
málum,“ sagði stigalaus Bjarki kotroskinn.
Í búningsklefa Skallanna ríkti glaumur og gleði
þrátt fyrir skipbrotið og þar varð Sveinn Davíðsson
fyrir svörum. „Igor Beljanski var ekki með en hann
og nokkrir yngri guttar voru í bikarúrslitum fyrir
sunnan í dag. Við fengum ekki frestun á leiknum og
urðum því að smala í bænum, fengum meðal annars
nýkjörinn formann körfuboltadeildarinnar með
okkur. Þetta var nánast hans fyrsta verk,“ sagði
Sveinn nokkuð brattur.
Skraplið Skallagríms átti aldrei möguleika
vel. Ég tapaði til dæmis boltanum
á mikilvægu augnabliki þegar
Hreggviður skoraði og kom ÍR yf-
ir, 81:78. Ég er samt stoltur af
baráttunni hjá okkur og það vant-
aði bara herslumuninn hjá okkur.
Ég hélt að við myndum hafa þetta
en svo skoraði Eiríkur mjög mik-
ilvæga þriggja stiga körfu og jafn-
aði leikinn 78:78. Leikurinn var að
mestu í járnum í síðasta leikhlut-
anum,“ sagði Sævar.
Breiðhyltingar eru komnir með 18
stig þegar tvær umferðir eru eftir
af deildarkeppninni en FSu er með
14. ÍR situr í sjötta sæti deild-
arinnar en FSu í því áttunda:
,,Við skulum vona að þessi sigur
tryggi okkur inn í úrslitakeppnina.
Þessi deild hefur spilast alveg
ótrúlega jafnt í vetur en ætli við
séum ekki komnir langleiðina með
að tryggja okkur eitt af átta efstu
sætunum. Við stefnum á sjötta
sæti sem er raunhæfur möguleiki
ef við klárum okkar leiki með
sigri. Ég held að með þessum sigri
höfum við stigið stórt skref í átt-
ina að úrslitakeppninni. Leikirnir
sem við eigum eftir eru þó þeir
erfiðustu sem við gátum fengið.
Annars vegar Þór fyrir norðan en
þeir eru að berjast fyrir sæti sínu
í deildinni og hins vegar Grindavík
sem er næstbesta liðið í dag,“
sagði Sveinbjörn Claessen, bak-
vörður ÍR, í samtali við Morg-
unblaðið að leiknum loknum.
Ömurleg vörn
Hann tekur undir það að
skemmtanagildi leiksins hafi verið
talsvert: ,,Áhorfendur hafa vissu-
lega skemmt sér á þessum leik í
kvöld en það er engan veginn
ásættanlegt að fá á sig körfu í
hverju einustu sókn í nánast heil-
an leikhluta. Þetta var líklega öm-
urlegasta vörn sem ÍR-ingar hafa
spilað í áraraðir. Ég tel þó að
betra liðið hafi unnið í dag en FSu
er vissulega með áhugavert og
gott lið.“
,,Kláruðum ekki sóknirnar“
Sævar Sigurmundsson fór fyrir
liði FSu í sókninni og skoraði 26
stig í leiknum. Hann var ánægður
með baráttuna í sínu liði og fannst
einungis vanta herslumuninn til
þess að sigra. ,,Maður fær nú yf-
irleitt það sem maður á skilið í
þessu. Baráttan var góð þegar
okkur tókst að komast aftur inn í
leikinn. Við náðum ekki að klára
þetta undir lok leiksins. Þá klár-
uðum við sóknirnar ekki nægilega
Morgunblaðið/Ómar
Átök Eiríkur Önundarson fór fyrir liði ÍR í gær gegn FSu í Seljaskólanum.
,,Stigum stórt skref
að úrslitakeppninni“
ÍR-ingar í góðum málum eftir sigur á FSu í spennuleik
ÍR-INGAR eru komnir með annan fót-
inn inn í úrslitakeppnina í Iceland Ex-
press-deild karla í körfuknattleik,
eftir sigur á FSu, 83:80, þegar liðin
mættust í Seljaskóla í gærkvöldi.
Leikurinn var mjög skemmtilegur á
að horfa, þá sérstaklega í síðasta
leikhlutanum þar sem liðin skiptust á
að hafa forystuna og þriggja stiga
körfurnar gengu á víxl.
Í HNOTSKURN
»Með sigrinum eru ÍR-ingarlíklega með öruggt sæti í
úrslitakeppninni.
»Eiríkur Önundarson skor-aði 26 stig fyrir ÍR. Sævar
Sigurmundsson skoraði 26
fyrir FSu.
Eftir Kristján Jónsson
sport@mbl.is
KR 19 18 1 1855:1428 36
Grindavík 20 17 3 1959:1601 34
Snæfell 20 14 6 1650:1468 28
Keflavík 19 12 7 1643:1469 24
Njarðvík 19 10 9 1564:1642 20
ÍR 20 9 11 1640:1647 18
Stjarnan 19 8 11 1625:1659 16
FSu 20 7 13 1625:1650 14
Tindastóll 19 7 12 1572:1644 14
Breiðablik 19 7 12 1464:1685 14
Þór A. 20 6 14 1693:1777 12
Skallagrímur 20 2 18 1265:1885 4
Þrír leikir fara fram í kvöld kl. 19.15.
KR - Tindastóll.
Keflavík - Njarðvík.
Breiðablik - Stjarnan.
Staðan
Þór Ak. – Skallagrímur 140:66
Akureyri, úrvalsdeild karla, Iceland Ex-
press-deildin, sunnudaginn 1. mars 2009.
Gangur leiksins: 6:4, 16:7, 28:12, 35:14
35:24, 47:26, 58:32, 66:38, 78:42, 94:42,
100:46, 113:50, 120:54, 135:54, 140:66.
Stig Þórs: Konrad Tota 27, Baldur Ingi
Jónasson 24, Daniel Bandy 20, Óðinn Ás-
geirsson 18, Guðmundur Jónsson 13, Hrafn
Jóhannesson 12, Sigurður Sigurðsson 8,
Jón Orri Kristjánsson 8, Baldur Már Stef-
ánsson 6, Sigmundur Eiríksson 2, Björgvin
Jóhannesson 2.
Fráköst: 38 í vörn – 20 í sókn.
Stig Skallagríms: Landon Quick 36, Sveinn
A. Davíðsson 15, Þráinn Ásbjörnsson 11,
Hörður Unnsteinsson 2, Sigurður Sigurðs-
son 2.
Fráköst: 23 í vörn – 5 í sókn.
Villur: Þór Ak. 25 – Skallagrímur 14.
Dómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson
og Hákon Hjartarson, stóðu sig vel.
Áhorfendur: 150.
ÍR – FSu 83:80
Seljaskóli, úrvalsdeild karla, Iceland Ex-
press-deildin, sunnudaginn 1. mars 2009.
Gangur leiksins: 5:0, 7:2, 7:9, 12:16, 17:17,
22:19, 22:21, 27:21, 27:25, 35:25, 40:33,
45:35, 50:43, 53:51, 58:51, 58:54, 58:56,
62:60, 64:65, 68:68, 72:73, 75:74, 75:78,
78:78, 81:78, 83:80.
Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 26, Hregg-
viður Magnússon 22, Sveinbjörn Claesson
20, Ómar Örn Sævarsson 9, Ólafur Þór-
isson 2, Ólafur Ingvason 2, Ásgeir Hlöð-
versson 2.
Fráköst: 20 í vörn – 14 í sókn.
Stig FSu: Sævar Sigurmundsson 26, Cri-
stopher Caird 18, Tyler Dunaway 14, Árni
Ragnarsson 11, Vésteinn Sveinsson 10,
Björgvin Valentínusson 1.
Fráköst: 26 í vörn – 10 í sókn.
Villur: ÍR 20 – FSu 21.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og
Einar Þór Skarphéðinsson.
Áhorfendur: Tæplega 200.
Snæfell – Grindavík 89:88
Stykkishólmur, úrvalsdeild karla, Iceland
Express-deildin, sunnudaginn 1. mars
2009.
Gangur leiksins: 5:2, 13:13, 22:16, 30:20,
32:25, 39:35, 42:38, 50:45, 56:49, 60:53,
65:59, 70:65, 72:70, 75:76, 80:81, 85:82,
87:85, 89:88.
Stig Snæfells: Lucious Wagner 22, Sigurð-
ur Á. Þorvaldsson 20, Jón Ólafur Jónsson
17, Hlynur Bæringsson 15, Slobodan Suba-
sic 6, Atli Rafn Hreinsson 5, Ingvaldur
Magni Hafsteinsson 4.
Fráköst: 25 í vörn – 9 í sókn.
Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham
48, Þorleifur Ólafsson 11, Arnar Freyr
Jónsson 10, Páll Axel Vilbergsson 10, Nick
Bradford 4, Helgi Jónas Guðfinnsson 3,
Páll Kristinsson 2.
Fráköst: 15 í vörn – 4 í sókn.
Villur: Snæfell 18 – Grindavík 24.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og
Rögnvaldur Hreiðarsson komust vel frá
erfiðum leik.
Áhorfendur: 215.
Helena Sverr-isdóttir var
stigahæst í liði
TCU sem tapaði
gegn San Diego
State á útivelli,
68:63, í banda-
rísku há-
skóladeildinni í
körfuknattleik á
laugardag. Íslenski landsliðsmað-
urinn skoraði 19 stig og tók 12 frá-
köst en hún tapaði boltanum 8 sinn-
um í leiknum. TCU hefur unnið 19
leiki en tapað 9 á keppnistímabilinu.
GIUF, sem Kristján Andréssonþjálfar, sigraði Ystad, 35:28, í
sænsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik í gærkvöld. GUIF er í öðru sæti
deildarinnar, er stigi á eftir Hreiðari
Guðmundssyni og félögum hans í
Sävehof.
Andri Steindórsson, Íslands-meistari í
skíðagöngu, varð
fyrstur íslensku
þátttakendanna í
Vasagöngunni í
Svíþjóð sem fram
fór um helgina.
Andri gekk 90 km
vegalengdina á
tímanum 5:02:45
og var nr. 501 af
fimmtán þúsund sem þátt tóku
göngunni. Með þessum góða árangri
bætti Andri sig um þrjár mínútur
frá Vasagöngunni í fyrra. Hann varð
nr. 492 í Vasagöngunni í þá.
Carlo Ancelotti þjálfari AC Milanþykir orðinn valtur í sessi eftir
tap liðsins gegn Sampdoria, 2:1, í
ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í
gær, þremur dögum eftir að liðið féll
úr leik í UEFA-bikarnum. Pato
minnkaði muninn fyrir Mílanóliðið
þegar 10 mínútur voru til leiksloka
en þrátt fyrir nokkra pressu að
marki Sampdoria á lokamínútunum
tókst AC Milan ekki að jafna metin.
Inter hefur sjö stiga forskot á Ju-ventus í efsta sæti ítölsku A-
deildarinnar en liðið komst í hann
krappan gegn Roma á útivelli í gær-
kvöld. Liðin skildu jöfn, 3:3, eftir að
Roma hafði komist í 2:0 og 3:1. Arg-
entínumaðurinn Hernan Crespo
jafnaði metin fyrir Inter 10 mínútum
fyrir leikslok. Hin tvö mörk Inter
gerði Mario Balotelli.
Fólk sport@mbl.is
ÓlAFUR Stefánsson og félagar hans
í Evrópumeistaraliði Ciudad Real
tryggðu sér í gærkvöld farseðilinn í
átta liða úrslit Meistaradeildarinnar
með því að bera sigurorð af Barce-
lona, 32:29, í fimmtu umferð í milli-
riðli keppninnar. Leikurinn var jafn
og spennandi allan tímann en staðan
í leikhléi var jöfn, 14:14.
Ólafur var öflugur og var marka-
hæstur í liði Ciudad Real með 6
mörk og þeir Alberto Entrerríos og
Luc Abalo skoruðu 5 mörk hvor.
Sterbik, markvörður Ciudad Real,
átti mjög góðan leik og varði 20 skot.
Hjá Börsungum var ungverski
landsliðsmaðurinn Lazlo Nagy
markahæstur með 7 mörk en tapið
gerði það að verkum að Barcelona
situr eftir ásamt GOG. Þegar ein
umferð er eftir hefur Kiel 10 stig,
Ciudad Real 8, Barcelona 2 og GOG
rekur lestina með ekkert stig.
gummih@mbl.is
Ólafur öfl-
ugur með
Ciudad Real