Morgunblaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2009 Hjalti Gylfa-son gat ekki tekið þátt í úrslitaleik bik- arkeppninnar með félögum sín- um í Val á laug- ardaginn eins og til stóð. Um há- degið á laugardag fór hann í skyndingu með eiginkonu sinni á fæðingardeildina. Kristján Þór Karlsson var þar með kallaður inn í hópinn hjá Val á elleftu stundu.    Ingvar Árnason tók út leikbann íbikarúrslitaleiknum og mátti því ekki leika með Valsliðinu. Hann lét sig hins vegar ekki vanta í Höllina og studdi við bakið á félögum sínum.    Hlynur Morthens, hinn reyndimarkvörður Gróttu, ætlar að leika áfram með liðinu á næstu leik- tíð takist því að vinna sér sæti í N1- deildinni eins og góðar líkur eru fyr- ir um þessar mundir.    Snorri Steinn Guðjónsson og Ás-geir Örn Hallgrímsson gerðu 5 mörk hver fyrir GOG sem tapaði á heimavelli fyrir Kolding, 36:35, í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik á laugardaginn.    Arnór Atlasonskoraði 2 mörk fyrir FCK Håndbold þegar liðið sigraði Nordsjælland, 32:23, og komst þar með í efsta sæti. Guðlaugur Arnarsson komst ekki á blað fyrir FCK.    Þorri Björn Gunnarsson skoraði2 af mörkum Ringsted sem hafði betur gegn Ajax, 28:25, í sann- kölluðum botnslag. Ringsted er í næstneðsta sæti deildarinnar með 6 stig en Ajax á botninum með 5.    Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði8 mörk fyrir Sönderjyske í sigri liðsins á Odder, 37:30, í dönsku 1. deildinni. Sönderjyske er í þriðja sæti deildarinnar.    Auður Jónsdóttir skoraði 6 afmörkum Ringköbing þegar lið- ið sigraði Hjörrring, 35:24, í dönsku 1. deildinni. Rut, systir Auðar, skor- aði 1 mark fyrir Tvis Holstebro í sigri liðsins á Nordköbenhavn, 36:22.    Ragnar Ósk-arsson skoraði 2 mörk fyrir Dunkerque þegar liðið sigraði Aurillac, 28:24, í frönsku úrvals- deildinni í hand- knattleik í gær. Dunkerque er í fimmta sæti deildarinnar.    Björgvin Páll Gústavsson lands-liðsmarkvörður og félagar hans í Bittenfeld biðu lægri hlut fyrir Bergischer, 33:31, í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handbolta.    Þórir Ólafsson skoraði 3 mörkfyrir TuS N-Lübbecke þegar liðið sigraði Hannover-Burgdorf, 28:24, á útivelli í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handbolta. Hannes Jón Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Hannover og Heiðmar Felixson 2.    Sturla Ásgeirsson skoraði 3 mörkfyrir Düsseldorf í stórsigri liðs- ins á Bietigheim á útivelli, 37:25, í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar. Fólk sport@mbl.is Gull Axel Kvaran, Guðmundur Gíslason og Guðmundur Harðarson fengu gullmerki SSÍ. Hörður Oddfríðarson formaður óskar þeim til hamingju. Þrír fengu gullmerki SSÍ GUÐMUNDUR Gíslason, Guðmundur Harðarson og Axel Kvaran fengu gullmerki Sundsambands Íslands á 57. ársþingi SSÍ sem fram fór um helgina í Reykjavík. Fjór- ir aðilar fengu silfurmerki SSÍ: Örn Ólafsson, Hrafnkell Marinósson, Kristbjörn Óli Guðmundsson, Svanhvít G. Jóhannsdóttur. Að auki fékk íþróttadeild Morgunblaðsins silfurmerki SSÍ fyrir vand- aða umfjöllun um sundíþrótt- ina. Morgunblaðið/hag Morgunblaðið/hag Góður Konrad Tota lék vel í liði Þórs. Í GÆR fóru fram úrslitaleikirnir í bikarkeppni yngri flokka í hand- bolta og var leikið við glæsilegar aðstæður í Laugardalshöllinni. Gríðarleg spenna var í leik HK og Akureyrar í 2. flokki karla. Ak- ureyringar virtust vera með pálm- ann í höndunum þegar langt var liðið á síðari hálfleik og HK var 7 mörkum undir, 24:17. Barátta HK á lokakaflanum skilaði árangri því liðið náði að jafna metin einni sek- úndu fyrir leikslok, 26:26. Leik- urinn var því framlengdur og enn var jafnt í lok framlengingarinnar, 30:30. Í annarri framlengingu náði Kópavogsliðið að tryggja sér sigur, 38:35. Sveinbjörn Pétursson, mark- vörður HK, var valinn maður leiks- ins af dómnefnd en hann gerði sér lítið fyrir og varði 30 skot. Fylkir og Grótta áttust við í úr- slitum í 4. flokki kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi og aðeins eitt mark skildi liðin að í hálfleik, 11:10 fyrir Fylki. Árbæjarliðið náði síðan yfirhöndinni í síðari hálfleik og landaði 22:19-sigri. Sara Sigurð- ardóttir, úr Fylki, var valin maður leiksins.  Úrslit | 6 HK fagnaði sigri í rafmögnuðum leik Morgunblaðið/Ómar Dauðafæri Það var ekkert gefið eftir í leik ÍR og Þórs í 3. fl. karla. Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is ÞAÐ var mikið um að vera hjá yngri flokkum í körfuknattleik um helgina þar sem leikið var til úrslita í bik- arkeppni KKÍ. Í 9. flokki kvenna voru það erki- fjendurnir Keflavík og Njarðvík sem mættust. Keflavíkurliðið hóf leik með mikilli grimmd og komst fljótlega í forystu. Pressuvörn þeirra sló lið Njarðvíkur algerlega út af laginu og voru yfirburðir Keflavíkur strax í fyrri hálfleik algerir. 43:14 var staðan í hálfleik. Svo fór að lið Keflavíkur sem leitt var af Evu Rós Guðmunds- dóttur sigraði örugglega, 75:41. Eva skoraði 23 stig og tók 18 fráköst og var valin maður leiksins. Lovísa Fals- dóttir, fyrirliði Keflavíkur, var að vonum gríðarlega sátt við sitt. „Vörnin hjá okkur skilaði þessum bikar í hús. Við vorum mættar frá fyrstu mínútu og ætluðum okkur að vinna þennan bikar. Þjálfarar okkar undirbjuggu okkur líka mjög vel fyrir þennan leik og eiga þeir hrós skilið. Annars var það auðvitað liðsheildin gamla góða þar sem engin í liðinu var að hugsa um sjálfa sig heldur allar að spila hver fyrir aðra,“ sagði Lovísa kampakát við Morgunblaðið. Eva Rós Guðmundsdóttir var mað- ur úrslitaleiksins í 9. flokki en hún var einnig valin maður leiksins í stúlkna- flokki þar sem Keflavík lagði Njarð- vík. Keflavík fagnaði fjórum bik- artitlum í kvennaflokki en KR sigraði í unglingaflokki kvenna þar sem meistaraflokksleikmaðurinn Margrét Kara Sturludóttir fór fyrir liði KR.  Úrslit | 6 Keflavík með fjóra bikartitla Ljósmynd/Skúli Sigurðsson Örugg Lovísa Falsdóttir skorar hér af öryggi fyrir Keflavík gegn Njarðvík.  Spenna í bikarkeppni yngri flokka KKÍ Eftir Ríkharð Hrafnkelsson sport@mbl.is Með þessum ósigri Grindavíkur hefur KR nánast tryggt sér deildarmeist- aratitilinn. Í öðrum leikhluta fór Brenton Birmingham hreint á kost- um, hann hafði reyndar leikið vel frá upphafi en þarna hófst stórsýning hjá honum sem stóð þar til hann varð að yfirgefa leikvöllinn með 5 villur er 30 sekúndur lifðu leiks. Hann var sjóð- andi heitur allan leikinn og áttu Hólmarar í hinu mesta basli með hann. Þegar leiknum lauk hafði Bren- ton skorað fjörutíu og átta stig og var með 70% skotnýtingu bæði í þriggja og tveggja stiga skotum. Brenton hélt gestunum hreinlega á floti og ef ekki hefði komið til þessi stórleikur er eins víst að tap Grindavíkur hefði orð- ið mun stærra. Í seinni hálfleik komu Arnar Freyr Jónsson og Þorleifur Ólafsson með ágæta spretti í leik Grindavíkur. Leikur Snæfells var að mestu leyti afar góður og einn þeirra besti leikur í vetur. Snæfellsliðið hef- ur verið að sækja mjög í sig veðrið nú síðla vetrar. Frá því að Snæfell tapaði fyrir Grindavík 1. desember hefur lið- ið einungis tapað einum leik, þ.e. fyrir KR. Flestir leikmenn Snæfells léku vel, Sigurður Á. Þorvaldsson átti fínan leik og var með fjóra af fjórum þrist- um ofan í og með fjögur skot af fimm í tveggja stiga skotum ofan í. Lucious Wagner, Jón Ólafur Jónsson, Hlynur Bæringsson stóðu sig allir vel og svo kom Ingvaldur Magni Hafsteinsson inn með sterkan varnarleik þegar á leikinn leið. „Ég var afar sáttur við leik liðsins í kvöld, heildin var góð nema það komu smákaflar þar sem við hættum að hreyfa boltann. Ég var mjög ánægð- ur með síðustu sóknina þar sem við náðum klára hana með sniðskoti. Varnarleikur var í heildina mjög góð- ur nema það að við réðum ekkert við Brenton. Það er ótrúlegt hvað þessi 36 ára gamli leikmaður átti frábæran leik. Það var mjög mikilvægt hjá okk- ur að ná þessum fyrsta sigri í vetur á móti toppliðunum tveimur, Grindavík eða KR, áður en úrslitakeppnin hefst. Þessi sigur eflir sjálfstraustið hjá okkur fyrir komandi átök,“ sagði Hlynur Bæringsson þjálfari og leik- maður Snæfells að leik loknum Stórleikur Bren- tons dugði ekki  Jón Ólafur Jónsson tryggði Snæfelli sigur gegn Grindavík á lokasekúndunum SNÆFELL sigraði Grindavík með 89 stigum gegn 88, í tuttugustu umferð Iceland Express-deildarinnar, í Stykk- ishólmi í gærkvöldi. Stórleikur um- ferðarinnar var þegar liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar, Grindavík og Snæfell mættust í Stykkishólmi. Leikur liðanna bauð upp á allt sem góður körfubolti á að bjóða upp á, hraðan leik, öflugar varnir og mikla skotsýningu á köflum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.