Morgunblaðið - 02.03.2009, Side 7

Morgunblaðið - 02.03.2009, Side 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2009 SKAUTAFÉLAG Akureyrar vann stórsigur á Birninum í fyrrakvöld, 7:1, þegar liðin mættust á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri. SA fylgdi því vel eftir 3:0 sigri í leik lið- anna á sama stað á föstudagskvöldið. Staðan var þó aðeins 1:0 eftir fyrstu lotu en síðan hlóðust mörkin upp. Jón B. Gíslason, fyrirliði SA sem hefur verið frá vegna meiðsla, fór mikinn í sókn- arleik norðanmanna en hann skoraði 2 mörk og átti 3 stoðsendingar. Josh Gribben gerði einnig 2 mörk og þeir Björn Már Jakobsson, Orri Blöndal og Steinar Grettisson gerðu eitt mark hver. Úlfar Jón Andrésson skoraði mark Bjarnarins eftir sendingu Einars Sveins Guðnasonar. SA er með 48 stig, SR 29 og Björninn 10. Einn leikur er eftir í deilda- keppninni en Björninn og SR mætast á þriðjudags- kvöldið. Síðan er hlé til 23. mars þegar úrslitakeppni SA og SR um Íslands- meistaratitilinn hefst en það lið sem nær að vinna þrjá leiki í þeirri rimmu verður meist- ari. SA skellti Birninum á heimavelli Björn Már Jakobsson ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsen- al, viðurkenndi í fyrsta skipti í vetur að lið sitt ætti á hættu að komast ekki í Meist- aradeildina í fyrsta skipti í 11 ár. Arsenal varð að láta sér lynda markalaust jafntefli á heimavelli gegn Fulham. Þetta var fjórða markalausa jafntefli Ars- enal í röð í deildinni og er liðið sex stigum á eftir Aston Villa en fjögur efstu liðin tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að það verð- ur erfitt að ná meistaradeildarsæti. Við eig- um í vandræðum með að skora og sjálfs- traust leikmanna fer þverrandi. Þetta er farið að fara í skapið á þeim en við verðum bara að þjappa okkur saman og berjast til þrautar. Það er nóg af leikjum eftir en við verð- um svo sannarlega að vakna til lífsins í deild- inni. Við fengum fullt af færum en sem fyrr náðum við ekki að nýta þau og það er áhyggjuefni,“ sagði Wenger. Stuðningsmenn Arsenal bauluðu á Wenger og leikmenn hans þegar þeir gengu af leikvelli á Emirates Stadium. gummih@mbl.is Wenger orðinn áhyggjufullur Arsene Wenger 4:1 urðu úrslitin í vítaspyrnu- keppninni en United nýtti þær fjórar spyrnur sem liðið tók - Ryan Giggs, Carlos Tevez, Cris- tiano Ronaldo og Anderson. Ve- dran Corluka var sá eini sem tókst að skora fyrir Tottenham. Ben Foster varði spyrnu Jamie O’Hara og David Bentley skaut framhjá. Manchester United heldur þar með enn í vonina um að hampa fimm titlum á tímabilinu. Liðið hefur nú unnið heimsbikarinn og deildabikarinn og er með í barátt- unni á þrennum öðrum víg- stöðvum. United hefur sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar, er komið í átta liða úrslit í bikarkeppninni og er í 16 liða úr- slitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn á Wembley í gær fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildið en þó sáust á köflum ágæt tilþrif. Tottenham, sem stefndi að því að vinna deilda- bikarinn annað árið í röð, veitti Englandsmeisturunum harða keppni og var síst lakari aðilinn nema þá kannski fyrstu 20 mín- útur leiksins. Wayne Rooney gat ekki verið með United en hann nældi sér í smá veiru og Totten- ham saknaði Jonathans Woodgate sem gat ekki spilað vegna meiðsla í hásin en Woodgate skoraði sig- urmarkið gegn Chelsea í úrslitum í fyrra. ,,Strákarnir tóku vítaspyrnurnar af miklu sjálfsöryggi. Ben Foster varði fyrstu spyrnu Tottenham glæsilega og það gaf okkur byr undir báða vængi,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Unit- ed, eftir leikinn. ,,Við hefðum get- að gert út um leikinn í venjuleg- umleiktíma en ég býst við að Tottenham segi það sama. Menn eru örþreyttir en ég verð að vera fljótur að að hrista þreytuna úr þeim,“ sagði Ferguson en hans menn mæta Newcastle á útivelli í úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. Stóðu sig frábærlega ,,Mér fannst liðið standa sig frá- bærlega. Leikmenn mínir stóðu sig mjög vel en það var bara happ- drætti þegar að vítakeppninni kom. Við verðskulduðum ekki að tapa en menn virtust ekki hafa nægilegt sjálfstraust í vítakeppn- inni,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham sem getur nú einbeitt sér að fallbaráttunni. gummih@mbl.is United stefnir á fimmuna  Manchester United vann deildabikarinn eftir sigur á Tottenham í vítakeppni  United hefur unnið tvo titla á tímabilinu og er í baráttunni um þrjá aðra Reuters Glaður Cristiano Ronaldo heldur glaður á bikarnum sem Manchester United fékk eftir sigurinn á Tottenham. Í HNOTSKURN »Manchester United vanndeildabikarinn í þriðja sinn á Wembley í gær en liðið hafði áður hampað titlinum 1992 og 2006. »Tottenham hefur hins veg-ar unnið deildabikarinn fjórum sinnum, 1971, 1973, 1999 og 2008. MANCHESTER United bætti enn ein- um titlinum í safn sitt í gær þegar liðið fagnaði sigri í ensku deildabik- arkeppninni. United og Tottenham áttust við á Wembley fyrir framan 88.000 áhorfendur og réðust úrslit- in í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var jöfn, 0:0, en í vítakeppninni sýndu liðsmenn United mikið ör- yggi. Manchester-liðið hefur þar með unnið deildabikarinn þrisvar, en það hrósaði sigri 1992, 2006 og nú 2009. Enski kylfing-urinn Luke Donald dró sig úr keppni á heimsmótinu í holukeppni vegna úlnliðsmeiðsla. Donald fór í upp- skurð á síðasta ári en tjáði fjöl- miðlamönnum í gær að meiðslin væru annars eðlis. Hann segir meiðslin minniháttar og reiknar ekki með frekari fjarveru frá PGA- mótaröðinni.    Dwyane Wade, leikstjórnandiMiami Heat, fer mikinn í bandaríska NBA-körfuboltanum þessa dagana. Wade skoraði 46 stig í sigurleik gegn New York Knicks aðfaranótt sunnudags. Wade sýndi úr hverju hann er gerður í síðasta leikhlutanum og skoraði þá 24 af stigum sínum. Wade hefur verið at- kvæðamikill í stigaskorun að und- anförnu því hann skoraði 50 stig fyrir viku gegn Orlando Magic.    Grétar RafnSteinsson og félagar hans í Bolton komust upp í 10. sætið í ensku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu með 1:0 sigri á New- castle í gær. Grétar lék allan leikinn fyrir Bolton en sigurmarkið skoraði varmaður- inn Ricardo Gardner með sinni fyrstu snertingu á 47. mínútu.    Íslendingaliðið West Ham vannsætan sigur á Manchester City á heimavelli sínum. Jack Collison skoraði sigurmarkið á 70. mínútu og með sigrinum komst West Ham upp í 7. sætið en City er í 11. sæti.    Blackburnkomst úr fallsæti með því að leggja Hull að velli á KC- vellinum í Hull, 2:1. Stephen Warnock og Keith Andrews skoruðu með þriggja mínútna millibili í fyrri hálf- leik en gamli ÍR-ingurinn Ian Ash- bee minnkaði muninn fyrir Hull stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hull hefur nú spilað 11 leiki í röð án sigurs í deildinni.    Aston Villa tapaði tveimur mik-ilvægum stigum í toppbarátt- unni í gær þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Stoke á heimavelli sín- um, Villa Park. Það leit allt út fyrir sigur heimamanna. Stiliyan Petrov og John Carew komu Aston Villa í 2:0 og þannig var staðan allt fram á 86. mínútu. Ryan Shawcross minnkaði muninn á 86. mínútu og í uppbótartíma jafnaði Glenn Whel- an metin við mikinn fögnuð stuðn- ingsmanna. Fólk sport@mbl.is Leikmenn Middlesbrough fögnuðu vel og innilega þegar flautað var til leiksloka á Riverside enda var þetta fyrsti sigur liðsins í 15 leikjum í deild- inni. Fyrra markið var sjálfsmark Xabi Alonso en Tyrkinn Tuncay Sanli innsiglaði sigur heima- manna. ,,Ég gerði mér grein fyrir því fyrir leikinn að það yrði erfitt fyrir okkur að vinna deildina og eft- ir tapið á móti Middlesbrough verður það enn erfiðara. Þetta var ekki okkar dagur. Á fyrsta hálftímanum taldi ég fimm góð færi sem við fengum en því miður nýttum við ekkert þeirra,“ sagði Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool. ,,Við höfum sýnt í síðustu þremur leikjum þar sem við höfum fengið fjögur stig hvern- ig við getum spilað. Okkur hefur tekist að halda hreinu í fjórum af síðustu sex leikjum okkar og sjálfstraustið er að koma í mannskapinn. Þessi sigur gefur okkur byr undir báða vængi,“ sagði Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middles- brough. Frank Lampard var enn einn ganginn hetja Chelsea en miðjumaðurinn snjalli skoraði sig- urmarkið með skalla gegn Wigan á lokamínútum leiksins. John Terry kom Chelsea yfir með glæsi- marki þegar hann ,,klippti“ boltann skemmtilega og þrumufleygur hans söng í netinu með smávið- komu í Titusi Bramble. Wigan tókst að jafna á 82. mínútu þegar Oliver Kapo skoraði gott mark en Lampard reyndist hetja Lundúnaliðsins þegar hann skallaði laglega yfir Chris Kirkland af stuttu færi. gummih@mbl.is Eru titilvonir Liverpool á enda?  Liverpool lá fyrir Middlesbrough á Riverside  Lampard hetja Chelsea VONIR Liverpool um að landa enska meistaratitl- inum í fyrsta sinn í 19 ár dvínuðu til mikilla muna þegar liðið tapaði fyrir Middlesbrough, 2:0, á River- side en á sama tíma marði Chelsea lið Wigan, 2:1, á Stamford Bridge. Frank Lampard

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.