Morgunblaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 8
ÍSLANDSMÓT barna og unglinga í listhlaupi á skautum fór fram í Egilshöll um helgina. Alls voru 111 keppendur skráðir til leiks, þar af 110 stúlkur. Margir þeirra voru að stíga sín fyrstu spor á svellinu í keppni. Keppendur voru á aldrinum 8-22 ára og úr þremur félögum; Skautafélagi Reykjavíkur, Birninum og Skautafélagi Akureyrar. Úrslit úr mótinu má nálgast á vef Skauta- sambands Íslands, www.skauta- samband.is. Ómar Óskarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók þessar myndir sem segja meira en þús- und orð. Flott Elizabeth Tinna Arnarsdóttir úr Birninum sýndi fína takta.Liðug Hildur Emilía Svavarsdóttir keppti í flokki 10 ára og yngri fyrir Skautafélag Akureyrar. Morgunblaðið/Ómar Jafnvægi Þórdís Rögn Jónsdóttir úr Birninum var einbeitt á svellinu. Flott tilþrif á svellinu 8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2009 MEISTARAMÓT Íslands í frjáls- íþróttum í flokki 11-14 ára fór fram í Laugardalshöll um helgina. Lið ÍR sigraði örugglega í heildarstigakeppninni en ÍR fékk 506,3 stig en UMSE kom þar á eftir með 296,5 stig og HSK fékk 286 stig. Tvö met voru bætt á mótinu, bæði í 4 x 200 m boðhlaupi. Telpnasveit ÍR bætti metið um 3,35 sek. Sveitina skipuðu þær Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Elísa Pálmadóttir, Kristín Lív Jónsdóttir og Margrét Lilja Arn- arsdóttir. A-sveit ÍR bætti metið í aldursflokknum um 89/100 úr sek. Sveitina skipuðu þeir Benedikt Guðmundsson, Gunnar Guð- mundsson, Sæmundur Ólafsson og Pétur Gunnarsson. Góð stemning var á mótinu um helgina, en alls tóku 376 kepp- endur frá 19 félögum þátt. ÍR-ingar með mikla yfirburði Morgunblaðið/Ómar Taktar Það voru fínir taktar sem sáust á bikarmótinu í Laugardalshöll og hér svífur ein stúlkan í keppni 13 ára í langstökki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.