Morgunblaðið - 08.03.2009, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARS 2009 B 5
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda»
Stjórnunarreynsla í heilbrigðisþjónustu»
Leiðtogahæfileikar»
Samskiptahæfni»
Almennar kröfur til stjórnenda
Vera leiðtogar við framkvæmd á stefnu spítalans»
Helga sig sýn og markmiðum spítalans til framtíðar»
Hæfni og vilji til að líta á starfsemi spítalans sem eina heild»
Vinna kerfisbundið að þróun og einföldun verkferla»
Vinna að stöðugum umbótum í starfsemi spítalans»
Styrkja kennslu- og vísindastarf á spítalanum»
Ábyrgð
Framkvæmdastjórar heyra beint undir forstjóra og eiga sæti í»
framkvæmdastjórn
Fjárhagsleg ábyrgð»
Ábyrgð á starfsmönnum»
Fagleg ábyrgð með þeím takmörkunum sem greinir í lögum»
um heilbrigðisþjónustu 2007 nr. 40 27. mars
Nánari upplýsingar
Ráðið er í stöðurnar frá 1. maí 2009, til 5 ára»
Umsóknum skal skila í tvíriti í síðasta lagi 23. mars 2009 á»
skrifstofu forstjóra, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík. Umsækjendur
geta sótt um fleiri en eitt starf. Fram komi í umsókn um hvaða
framangreint starf eða störf er sótt
Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu»
af stjórnunarstörfum og kennslu og vísindavinnu eftir því sem
við á
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um»
ráðningu í störfin á þeim og innsendum gögnum
Nánari upplýsingar um störfin veitir Hulda Gunnlaugsdóttir»
forstjóri í síma 543 1101 eða í tölvupósti
huldgunn@landspitali.is
Ábyrgðarsvið stjórnenda og frekari upplýsingar um störfin eru»
á vef Landspítala, www.landspitali.is
Starfskjör byggjast á kjarasamningum og lögum um starfsmenn ríkisins. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
„Landspítali er helsta sjúkrahús landsins og
háskólasjúkrahús. Þar starfar öflugt fagfólk sem
hefur sótt menntun sína og reynslu innan-
lands og utan. Samstillt átak starfsfólks og
landsmanna hefur styrkt spítalann í áranna
rás þannig að hann stenst að mörgu leyti
samanburð við bestu sjúkrahús erlendis. Nú
stendur Landspítali á tímamótum. TIl að verða
enn betra háskólasjúkrahús sem stöðugt eflir
þjónustu við sjúklinga, kennslu og vísinda-
starf þarf hann að geta tekið breytingum.
Mestu máli skiptir að bæta innra skipulag og
verkferla en til að ná þeim markmiðum hefur
nýtt skipurit verið gert í náinni samvinnu
við starfsmenn. Helstu einkenni skipurits-
ins eru aukið vægi þjónustu við sjúklinga,
stuttar boðleiðir og skýr ábyrgð. Gert er ráð
fyrir meiri dreifingu ábyrgðar og áhersla lögð
á að ábyrgð og völd fari saman. Klínísk svið
verða 6 talsins og einn framkvæmdastjóri yfir
hverju þeirra. Nýrra framkvæmdastjóra bíða
krefjandi og spennandi verkefni enda eiga
störf þeirra að leiða til skilvirkrar þjónustu við
sjúklinga, eflingar kennslu og vísindastarfs
og bestu nýtingar fjármagns, sjúklingum og
öllum almenningi til hagsbóta.“
Framkvæmdastjóri bráðasviðs
Bráðasvið annast þjónustu við bráðveika og slasaða. Meginverkefni sviðsins á næstunni verður
sameining slysa- og bráðadeildar í Fossvogi og bráðamóttöku við Hringbraut. Önnur starfsemi á
bráðasviði verður neyðarmóttaka, áfallahjálp, viðbragðsáætlun við hópslysum og miðstöð um skil-
virkt flæði. Á sviðinu verða um 350 starfsmenn og áætluð velta þess er um 1,9 milljarðar króna.
Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs
Á kvenna- og barnasviði verður veitt þjónusta vegna kvensjúkdóma, meðgönguvandamála og fæð-
inga-, nýbura- og barnalækninga. Barna- og unglingageðdeild verður einnig starfrækt á sviðinu. Að
auki mun sviðið þjóna langveikum börnum með rekstri Rjóðursins. Á því verða um 600 starfsmenn
og áætluð velta þess er um 3,3 milljarðar króna.
Framkvæmdastjóri lyflækningasviðs
Á lyflækningasviði verður veitt þjónusta í öllum helstu greinum lyflækninga. Sviðið er umfangs-
mikið og nær einnig til þjónustu blóð- og krabbameinslækninga auk öldrunarlækninga og endur-
hæfingar. Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar tilheyra sviðinu en veita einnig þjónustu á öðrum klínískum
sviðum spítalans. Á lyflækningasviði verða um 1.490 starfsmenn og áætluð velta þess er um 8,8
milljarðar króna.
Framkvæmdastjóri geðsviðs
Geðsvið annast þjónustu vegna geðrænna vandamála fullorðinna og hæfingar. Þjónustan mun færast
í æ ríkari mæli í dag- og göngudeildir og vinnu við búsetuúrræði fyrir fjölfatlaða og langveika geð-
fatlaða. Sálfræðingar og félagsráðgjafar tilheyra sviðinu en veita þjónustu á öðrum klínískum sviðum
spítalans. Á sviðinu verða um 670 starfsmenn og áætluð velta þess er um 3,3 milljarðar króna.
Framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs
Á skurðlækningasviði verður veitt þjónusta í öllum helstu greinum skurðlækninga á legu-, dag- og
göngudeildum. Öll þjónusta er varðar svæfingar og gjörgæslu tilheyrir sviðinu auk reksturs skurðstofa
og Blóðbankans. Sviðið er umfangsmikið en á því verða um 1.060 starfsmenn. Áætluð velta þess er
um 7,9 milljarðar króna.
Framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs
Á rannsóknarsviði eru m.a. rannsóknarstofur í blóðmeinafræði, erfðalæknisfræði, litningarannsóknum,
meinafræði, ónæmisfræði, sýklafræði og veirufræði. Öll myndgreiningarþjónusta spítalans tilheyrir
þessu sviði. Þar verða um 420 starfsmenn og áætluð velta þess er um 3,8 milljarðar króna.
Framkvæmdastjórar á Landspítala
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar
Hulda Gunnlaugsdóttir
forstjóri Landspítala
Fagmennska Jafnræði Virðing Öryggi Þekking
Lykiltölur um Landspítala
Fjárlög: Um 34 milljarðar
Starfsmenn eru um 5.000»
Einstaklingar sem leita þjónustu á ári eru um 107.000»
Komur á dag- og göngudeildir eru um 435.000»
Komur á slysa- og bráðamóttökur eru rúmlega 95.000»
Innlagnir eru um 29.000»
Skurðaðgerðir eru um 15.000»
Fæðingar eru um 3.400»
Nemendur á ári eru um 1.100»
Vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum á ári eru um 200»