Morgunblaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
ÚrslitAlþingis-kosning-
anna á laugardag
eru að ýmsu leyti
söguleg. Aldrei áð-
ur hafa vinstriflokkar náð
meirihluta á Alþingi. Samfylk-
ingin nær reyndar ekki sínum
bezta árangri og VG fær
minna fylgi en skoðanakann-
anir spáðu, þótt flokkurinn
vinni góðan sigur.
Meirihluti Samfylkingar-
innar og Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs er
vissulega naumur, aðeins um
51,5%, en skilar 34 þingmönn-
um, sem er vel starfhæfur
þingmeirihluti. Áður hafa
vinstriflokkar mest fengið
44,9% í kosningunum 1978.
Nú stefnir því í hreinrækt-
aða vinstristjórn á Íslandi,
miðað við yfirlýsingar stjórn-
arflokkanna fyrir kosningar
um að þeir hygðust áfram
starfa saman. Ganga verður út
frá því að kjósendur, sem
veittu þeim brautargengi, átti
sig á hvað það þýðir. Það þýðir
skattahækkanir, fremur en
lækkun ríkisútgjalda. Það
þýðir meiri áherzlu á ríkis-
forsjá og eignarhald ríkisins í
bankakerfinu og atvinnulífinu
yfirleitt. Vinstristjórnin mun
leggja meiri áherzlu á að ná
peningum af fjölskyldum og
fyrirtækjum til að geta haldið
áfram að reka ríkiskerfið, en
að einkageirinn noti sjálfur
þessa peninga til að ýta hjól-
um atvinnulífsins af stað.
Vinstristjórn þýðir líka að
hætta er á að stoðunum verði
kippt undan einni mikilvæg-
ustu atvinnugrein þjóðar-
innar, sjávarútveginum, með
því að fara fyrningarleiðina
svokölluðu, sem stjórnar-
flokkarnir hafa boðað.
Þetta hafa kjósendur kosið
með augun opin og enginn
deilir við þann dómara.
Hitt er svo annað mál hvort
stjórnarflokkarnir ná saman
um stóra deilumálið þeirra í
millum, sem er hvort sækja
skuli um aðild að Evrópusam-
bandinu eður ei. Yfirlýsingar
formanna stjórnarflokkanna í
umræðuþætti í Ríkissjónvarp-
inu í gærkvöldi bentu ekki til
þess að neitt miðaði í sam-
komulagsátt í því efni.
Hins vegar er staða Sam-
fylkingarinnar til að knýja
fram sinn vilja í málinu betri
en ætla mátti fyrir kosningar.
Aflsmunur flokkanna er meiri
en síðustu skoðanakannanir
gáfu til kynna. Aukinheldur
hefur það sögulega gerzt –
hvort sem það er til marks um
mikinn vilja kjósenda til að
sækja um aðild að ESB eða
ekki – að á Alþingi er nú vænt-
anlega meirihluti fyrir því að
láta reyna á aðildarumsókn,
og þá ekki endi-
lega að undan-
genginni þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Vegna þess að
stjórnin fékk
meirihluta í kosningunum og
þarf ekki að biðjast lausnar,
hefur Jóhanna Sigurðardóttir
forsætisráðherra mikið svig-
rúm. Hún getur gengið til
stjórnarmyndunarviðræðna
við Framsóknarflokkinn og
Borgarahreyfinguna ef VG
spilar ekki með í ESB-málinu.
Þetta sáu forystumenn VG
ekki fyrir. Í umræðuþætti í
sjónvarpi kvöldið fyrir kosn-
ingar sagði Steingrímur J. að
það væri sama hvaða stjórn
yrði mynduð að kosningum
loknum, stjórnarflokkarnir
yrðu alltaf ósammála um ESB.
Nú er hins vegar möguleiki á
stjórn, sem væri sammála um
þetta stóra og mikilvæga
hagsmunamál íslenzku þjóð-
arinnar. Það segir ekkert um
það hvort hún næði saman um
önnur mál, en breytir ekki því
að þrýstingurinn á VG hefur
aukizt, ekki sízt í ljósi afdrátt-
arlausrar kröfu Samfylking-
arinnar um að gengið verði
hratt til verks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær
mikið högg í kosningunum,
sem kemur flokksmönnum
ekki á óvart eftir þau áföll,
sem yfir flokkinn hafa dunið.
Margir kjósendur kenna
flokknum um efnahagshrunið
eftir 18 ára stjórnarsetu.
Styrkjamálin, sem komu upp
skömmu fyrir kosningar, hafa
ekki hjálpað flokknum og ekki
heldur Evrópustefnan, sem
olli því að einhverjir rótgrónir
kjósendur hans kusu fremur
Samfylkinguna eða Fram-
sóknarflokkinn.
Það er hins vegar allsendis
óvíst að þetta sé varanlegt
fylgistap hjá Sjálfstæðis-
flokknum og að búið sé að
breyta flokkakerfinu til fram-
búðar, eins og ýmsir fylgis-
menn vinstriflokkanna hafa
viljað halda fram undanfarinn
sólarhring. Það er dálítið
þverstæðukennt, en það að
stjórnarflokkarnir skyldu ekki
vilja fallast á málamiðlun
sjálfstæðismanna um breyt-
ingar á stjórnarskránni fyrir
kosningar, þýðir að tækifæri
flokksins til að endurheimta
fylgi sitt getur komið mun fyrr
en að fjórum árum liðnum.
Verði samið um aðild að ESB
verður að rjúfa þing og ganga
til kosninga til að koma fram
nauðsynlegum stjórnar-
skrárbreytingum vegna að-
ildar. Og það er líka ögn þver-
stæðukennt, en af þeirri
ástæðu er það orðið hags-
munamál Sjálfstæðisflokksins
að samið verði um aðild að
Evrópusambandinu sem fyrst.
Kjósendur vita
væntanlega hvað
þeir kusu yfir sig}
Söguleg úrslit
S
jálfstæðisflokkurinn er kominn aftur
á upphafsreit. Fylgishrunið í kosn-
ingunum í fyrradag á ekki að koma
neinum á óvart. Fólk var að gera
Sjálfstæðisflokkinn ábyrgan fyrir af-
leiðingum efnahagshrunsins. Þetta var uppgjör
við gamla forystu flokksins, Sjálfstæðisflokk
Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde.
Reyndar var svolítið skrítið að Samfylkingin
naut ekki meiri stuðnings í þessum kosningum
eftir allt sem á undan er gengið. VG hljóta líka
að vera pínu svekktir yfir að hafa fælt frá mörg
atkvæði á endasprettinum.
Vinstri sveiflan er samt staðreynd. Spurn-
ingin er hvort hún gangi til baka eða festi sig í
sessi til frambúðar. Vinsældir ríkisstjórnarinnar
munu samt minnka á næstu mánuðum þegar
hún hefst handa við að leysa úr erfiðum verkefnum.
Nú hvílir uppbyggingarstarf Sjálfstæðisflokksins á herð-
um Bjarna Benediktssonar, nýs formanns. Verkefnið verður
ekki auðvelt en það felast ákveðin sóknarfæri á næstu reit-
um.
Það veitir Bjarna og félögum hans í Sjálfstæðisflokknum
ákveðið svigrúm að vera í stjórnarandstöðu. Skynsamlegt er
að nýta það svigrúm til að hugsa stefnu flokksins uppá nýtt.
Það er gagnlegt að setja mál í betra samhengi eftir alþjóð-
legt efnahagshrun, sem hefur komið hart niður á íslenskum
fjölskyldum.
Auðvitað þarf að horfa aftur til að undirbúa það sem fram-
undan er. Það uppgjör var hafið á vettvangi Sjálfstæðis-
flokksins. Margir urðu samt líklega fyrir von-
brigðum á landsfundi flokksins þegar Davíð
Oddssyni var hleypt upp á svið með ómálefna-
lega gagnrýni á Vilhjálm Egilsson, sem stýrði
störfum endurreisnarnefndar.
Endurskoðun á stefnu Sjálfstæðisflokksins
verður til þess fallin að færa sjálfstæðismönnum
vopnin aftur í hendur. Með skýrari framtíðarsýn
verður málflutningurinn trúverðugri. Aðeins
þannig ávinnur flokkurinn sér aftur traustið,
sem hvarf fyrir þessar kosningar.
Fólk skilur að erfiðar ákvarðanir eru fram-
undan, sem varða hag fjölskyldna í landinu.
Flestir eru undir það búnir að búa við verri lífs-
kjör en áður. Þess vegna hefði verið skyn-
samlegt að tala skýrar um efnahagsmál, at-
vinnulífið og ríkisfjármálin fyrir þessar
kosningar. Tíminn hefði unnið með þeim sem þannig hefði
talað, þegar sannleikurinn kemur í ljós.
Skoðanakannanir víða í Evrópu sýna að ríkjandi stjórn-
málaflokkum er refsað fyrir efnahagshrunið. Í raun skiptir
ekki máli hvort þar eru vinstri eða hægri flokkar í stjórn. Það
er eðlilegt að einhverjir séu látnir gjalda fyrir það sem gerð-
ist.
Hér á landi var Sjálfstæðisflokkurinn kallaður til ábyrgð-
ar. Það kemur í hlut nýs formanns flokksins að útskýra fyrir
fólki hvað fór úrskeiðis. Það kemur einnig í hlut nýs for-
manns að stilla upp nýju og öflugu liði innan þingflokks og ut-
an. Hlutverk þess verður svo að sækja fram. Svo Sjálfstæðis-
flokkurinn komist fljótt af upphafsreitnum. bjorgvin@mbl.is
Björgvin
Guðmundsson
Pistill
Aftur á upphafsreit
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Þ
ær eru sögulegar kosn-
ingarnar sem nú eru ný-
afstaðnar í mörgu tilliti,
ekki síst fyrir þær sakir
að aldrei fyrr hefur hlut-
ur kvenna á þingi verið jafnmikill.
43% þingmanna sem náðu kjöri eru
konur. Hlutfallið var 31,2% eftir síð-
ustu kosningar og ekki er lengra síð-
an en árið 1983 að hlutfallið var að-
eins 15%. Þessi niðurstaða skýtur
Íslendingum upp í fjórða sætið úr
því fimmtánda á alþjóðlegum lista
yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum
heimsins. Aðeins Rúanda, Svíþjóð
og Kúba standa sig betur.
Hjá þremur flokkum sem náðu
kjöri til Alþingis er kynjahlutfall
þingmanna jafnt, þ.e. hjá Samfylk-
ingu, Vinstri grænum og Borg-
arahreyfingunni. Hjá VG og Sam-
fylkingu er það í takt við
kynjahlutföll á framboðslistum fyrir
kosningarnar. Báðir flokkarnir
lögðu áherslu á jafnt hlutfall við upp-
röðun á lista sína, m.a. með kynja-
kvótum og fléttulistum. Myndin er
hins vegar allt önnur hjá Sjálfstæð-
isflokki og Framsóknarflokki. Þar
voru hlutföll kynjanna nokkuð jöfn á
framboðslistum en það skilaði sér
ekki upp úr kjörkössunum: Aðeins 5
af 16 þingmönnum Sjálfstæð-
isflokksins eru konur eða 31,25% og
3 af 9 þingmönnum Framsókn-
arflokksins eða 33,3%.
Skýringin felst m.a. í gengi
kvenna á landsbyggðinni. Í Norð-
vestur- og Norðausturkjördæmi fá
konur mjög slæma kosningu, aðeins
fjórir af 19 þingmönnum þessara
tveggja kjördæma eru konur, eða
21%. Allt annað er uppi á teningnum
í Suður- og Suðvesturkjördæmi, þar
eru kynjahlutföllin hnífjöfn. En hvað
veldur því að konur eiga erfiðara
uppdráttar á landsbyggðinni? Krist-
ín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu, telur skýringuna fel-
ast í hörðum slag um fá þingsæti –
gömlu jaxlarnir, sem yfirleitt eru
karlar, nái betur að fóta sig. Þetta er
að mati Kristínar sérstaklega slæmt
þar sem konur eigi almennt erfiðara
uppdráttar á landsbyggðinni, t.a.m.
sýni ný rannsókn að launamunur
kynjanna þar sé 38%.
En góðu fréttirnar felast m.a. í
endurnýjun á þinginu. Sé litið til
nýrra þingmanna eru kynjahlutföllin
eins jöfn og mögulegt getur orðið: 14
karlar og 13 konur.
Kynjakúrsinn leiðréttur
Það eru augljóslega stjórnarflokk-
arnir, VG og Samfylking, sem rétta
kynjakúrsinn. Og það má raunar
einnig leiða líkum að því að konur
hafi haft úrslitaáhrif á gott gengi
vinstri flokkanna tveggja í kosning-
unum. Konur hafi kosið konur til
valda. Þetta má lesa út úr nið-
urstöðum skoðanakannana Capa-
cent Gallup síðustu daga fyrir kosn-
ingar en samkvæmt þeim nutu
Samfylking og Vinstri græn stuðn-
ings tæplega 62% kvenna.
En hvaða máli skiptir að jafna
kynjahlutföll á Alþingi? Sú einfalda
staðreynd að konur eru helmingur
þjóðarinnar ættu að vera næg rök út
af fyrir sig en einnig er oft talað um
að konur standi fyrir gildi sem nú
eiga upp á pallborðið í þjóðfélaginu:
Náttúruvernd og velferð. Þá nefnir
Kristín Ástgeirsdóttir að fyr-
irtækjarannsóknir sanni að jafnt
kynjahlutfall í stjórnun leiði til far-
sælli lausna og betri afkomu.
-! 4( !7!%
84!
!
7
(
9
-! !7!%
84!
!
(
!7!%
"
!
(
,($4 7!%
-! !
"
!
(
,($4 7!%
!
7
!
(
4( !7!%
(:
!
(
; !
4(
Konur kusu konur
til valda á Alþingi
Alþingi Íslendinga verður skipað 27
konum á næsta kjörtímabili. Þar hafa
þær aldrei verið fleiri eða 43% allra
þingmanna. Aðeins á þjóðþingum Rú-
anda, Kúbu og Svíþjóðar er staðan
betri. Hjá stjórnarflokkunum tveimur
sem og Borgarahreyfingunni eru
kynjahlutföllin hnífjöfn.