Morgunblaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009
Þetta er bara æði,
rosalega gaman.
Þeir eru allir æðislegir, það
er skemmtilegur mórall. 32
»
VÍÓLULEIKARINN Bjarni
Frímann Bjarnason kemur
fram á fimmtu tónleikunum í
röð útskriftartónleika tónlist-
ardeildar Listaháskóla Ís-
lands. Tónleikarnir verða
haldnir í kvöld, mánudag, í
Salnum í Kópavogi og hefjast
klukkan 20.
Á efnisskrá Bjarna Frí-
manns eru verk eftir Schu-
mann, Elliott Carter, Sjos-
takóvitsj og Gottfried H. Stölzel. Einnig verða
frumflutt þrjú ný verk eftir þá Högna Egilsson,
Viktor Orra Árnason og Úlf Hansson sem eru allir
skólabræður Bjarna Frímanns í Listaháskól-
anum.
Tónlist
Útskriftartónleikar
í Salnum
Bjarni Frímann
Bjarnason
Á MORGUN, þriðjudag, er
komið að næstu hádegistón-
leikum í Hafnarfjarðarkirkju.
Haukur Guðlaugsson, fyrr-
verandi söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar, leikur þá á hið nýja
orgel kirkjunnar.
Haukur Guðlaugsson skipar
merkan sess í sögu orgelleiks á
Íslandi og í tilkynningu segir
að áhrif hans sem kennara og
áhrifamanns í kirkjutónlist-
armenningu Íslendingaverða verði seint full-
metin.
Á tónleikunum flytur Haukur fjölbreytta efnis-
skrá. Hádegistónleikarnir hefjast klukkan 12.15,
aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Tónlist
Haukur leikur í
Hafnarfjarðarkirkju
Haukur
Guðlaugsson
DANSKI þýðandinn Erik
Skyum-Nielsen varð á sum-
ardaginn fyrsta handhafi Verð-
launa Jóns Sigurðssonar fyrir
árið 2009.
Hátíð Jóns Sigurðssonar var
þá haldin öðru sinni í Jónshúsi í
Kaupmannhöfn.
Verðlaunin eru veitt af Al-
þingi, einstaklingi sem hefur
unnið verk sem tengjast hug-
sjónum og störfum Jóns.
Skyum-Nielsen hefur verið ötull þýðandi ís-
lenskra bókmennta. Hann hefur m.a. þýtt verk
Einars Más Guðmundssonar, Fríðu Á. Sigurð-
ardóttur og Thors Vilhjálmssonar, en þau hafa öll
hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Bókmenntir
Skyum-Nielsen
hlaut verðlaunin
Erik
Skyum-Nielsen
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
LISTAHÁTÍÐIN List án landamæra er hafin um
land allt og mun standa fram í maí. Margrét M.
Norðdahl er framkvæmdastýra hátíðarinnar sem
var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra árið 2003 og
hefur frá þeim tíma fest sig rækilega í sessi og er
árlegur viðburður.
„Markmiðið með hátíðinni er að koma list og
menningu fólks með fötlun á framfæri og leggja
áherslu á að þessi hópur tekur þátt í list-
viðburðum, bæði sem þátttakendur og áhorfendur.
Við höfum líka komið á samstarfi á milli hópa og
einstaklinga úr ólíku umhverfi með ólíkan bak-
grunn sem hefur gengið mjög vel, “ segir Margrét
M. Norðdahl. „Það hefur verið auðvelt að fá fólk í
samstarf við okkur og fleiri stimpla sig inn til þátt-
töku á öllu landinu með hverju árinu.“
Norrænt samstarf í forgrunni
Norrænt samstarf einkennir hátíðina í ár. „Ís-
land er í forsvari fyrir Norrænu ráðherranefndina
sem valdi List án landamæra sem eitt af verkefn-
unum sem hún vill veita brautargengi og kynna
annars staðar á Norðurlöndum. Til þess höfum við
fengið styrki, “ segir Margrét.
„Við bjóðum á hátíðina spennandi listahópi frá
Árósum sem kallar sig Karavana. Hópurinn verð-
ur með stóra listsýningu í Norræna húsinu. Hing-
að kemur líka grænlenskur trommudansari sem
treður upp í Reykjavík, á Akureyri og á Egils-
stöðum. Í haust stefnum við að norrænni ráðstefnu
um listir og menningu, með áherslu á að kynna há-
tíðina á Norðurlöndunum og þá kemur hingað
leikhópur frá Noregi sem nýlega sýndi verk í Óp-
eruhúsinu í Ósló.“
Ólíkir hópar
Margrét segir hátíðina hafa mikið gildi. „Það er
mjög mikilvægt að ólíkir hópar í þjóðfélaginu séu
sýnilegir þannig að þeir geti skapað sér vægi og
orðið eðlilegur þáttur af samfélaginu. Þessi hátíð
kemur ólíkum hópum á framfæri. Við erum gjörn á
að flokka fólk í hópa innan samfélagsins og gerum
það niður í smæstu einingar og lokum kannski á
áhugaverðar tengingar fyrir vikið. Þarna er kross-
að yfir öll landamæri. Fólk kynnist því að við erum
ekki svo ólík eftir allt saman. Þessu áttar fólk sig
oft ekki á nema það kynnist og vinni saman.“
Nú standa meðal annars yfir sýningar á Mokka,
í Listasal Mosfellsbæjar, í Landnámssetrinu í
Borgarnesi og um næstu helgi verður mikið um að
vera á Norðurlandi og á Egilsstöðum. Frítt er inn
á alla listviðburði Listar án landamæra um allt
land.
Krossað yfir landamæri
Listahátíðin List án landamæra er í fullum gangi Markmiðið með hátíðinni
er að koma list og menningu fólks með fötlun á framfæri Sífellt fleiri taka þátt
Morgunblaðið/Kristinn
Fatlaðir taka þátt „Þessi hópur tekur þátt í listviðburðum, bæði sem þátttakendur og áhorfendur,“
segir Margrét M. Norðdahl sem er framkvæmdastýra Listar án landamæra.
ÞEGAR sýning á
verkum hins
kunna japanska
samtímalista-
manns Takashi
Murakami var
sett upp í Sam-
tímalistasafninu í
Los Angeles fyrir
tveimur árum,
var hluti af sýn-
ingarrýminu lagður undir verslun
undir nafni hönnuðarins Louis Vuit-
ton. Þar voru meðal annars seld inn-
römmuð prent merkt Murakami í
takmörkuðu upplagi, hvert prent
fyrir allt að 6.000 dali. Samtals voru
seld slík prent fyrir fjórar milljónir
dala. Nú eru margir kaupendanna
ekki sáttir og hafa kært Vuitton fyr-
ir svik, eftir að hafa komist að því að
prentin voru einfaldlega innramm-
aðar handtöskur með prentuðum
myndverkum eftir listamanninn.
Samkvæmt The Los Angeles Tim-
es verjast lögmenn Vuitton ákær-
unum og segja að sýningunni, sem
hét „Copyright Murakami“, hafi ver-
ið ætlað að eyða mörkum milli listar
og viðskipta.
Rándýrar
handtöskur
Kaupendur „mynd-
verka“ höfða mál
Takashi Murakami
„LEIKURINN hefur breyst,“ segir
fyrrverandi yfirmaður hjá uppboðs-
húsinu Christie’s í grein í The New
York Times, þar sem fullyrt er að
vegna niðursveiflunnar í efnahagslíf-
inu kjósi margir seljendur listaverka
frekar að selja þau beinni sölu en á
uppboði. Þegar efnahagslífið er í
uppsveiflu er sagt að uppboð geti
tryggt betra verð, en í niðursveifl-
unni séu uppboðin áhættusamari.
Þessvegna hafi sífellt fleiri seljendur
kosið á síðustu mánuðum að selja
verk fyrir fyrirfram ákveðið verð, en
engu að síður með milligöngu upp-
boðshúsanna.
Verð á uppboðum hefur oftast
nær verið undir matsverði upp á síð-
kastið, þótt á því séu undantekn-
ingar og skartgripir seljist til að
mynda fyrir gott verð.
Jafnvel stofnanir á borð við Mus-
eum of Modern Art í New York forð-
ast uppboð þessa dagana. Safnið
hefur ákveðið að selja tvö málverk
eftir Wayne Thiebaud frá sjöunda
áratugnum, og hefur gengið til sam-
starfs við gallerí í eigu Christie’s.
Treysta ekki
uppboðum
Þriðjudaginn 28. apríl klukkan 19.30 sýnir
hópurinn Karavana frá Árósum í Danmörku
leikverkið Wonderful Copenhagen í Norræna
húsinu. Verkið er ferðalag þar sem ævintýri
H.C. Andersen blandast draumum, þrá og
sannri ást í nútímanum. Hópurinn Karavana
hefur starfað í 15 ár og samanstendur af at-
vinnuleikhúsi, hljómsveit og hópi myndlist-
arfólks. Leikararnir, tónlistarfólkið og mynd-
listarmennirnir eru öll fatlað fullorðið fólk.
Frá stofnun hefur Karavana verið virkur þátt-
takandi í menningarlífinu í Danmörku og
skapað fjölmörg leikrit, tónverk og listaverk.
Félagar úr Sólheimakórnum halda stutta
tónleika á undan sýningunni. Á efnisskránni
eru meðal annars lög úr leikritinu Skógarlíf
sem Leikfélag Sólheima sýnir um þessar
mundir.
Karavana í Norræna húsinu
www.listanlandamaera.blog.is
Ég var í Kína fyrir um árisíðan og notaði tækifæriðtil að fara á kínverska óp-eru. Það var óskemmtileg
upplifun. Raddirnar voru svo skærar
að það var beinlínis sársaukafullt.
Útkoman var því miður ekkert
ósvipuð á sunnudagskvöldið. Þá
söng stúlknakórinn Graduale Nobili
undir stjórn Jóns Stefánssonar ís-
lenska þjóðsönginn. Stúlknakór er í
eðli sínu með bjarta rödd, en hér var
röddin svo björt – og hvöss – að það
skar í eyru.
Allt hitt á efnisskránni var miklu
betra. Að vísu var tónlistin sem flutt
var í heildina dálítið þung, og sumt
hefði að ósekju mátt vera litríkara
og fjölbreyttara í túlkun. Þar má
nefna verk eftir baskneska tón-
skáldið Javier Busto, sem voru frem-
ur tilbreytingarlaus, þótt söngurinn
væri ávallt hreinn og áferðarfagur.
Djörf, áleitin tónlist eftir Rauta-
vaara (úr Lorca svítunni) var hins-
vegar glettilega sannfærandi í með-
förum kórsins, sem og hrífandi fögur
Ave María eftir Holst. Og íslenskar
tónsmíðar eftir Hildigunni Rúnars-
dóttur, Hjálmar Ragnarsson og
Báru Grímsdóttur voru magnaðar í
útfærslu kórsins.
Reyndar kom það nokkuð ein-
kennilega út að heyra kórinn syngja
hið þekkta karlakórslag Brennið þið
vitar eftir Pál Ísólfsson. Píanóleikur
stjórnandans var líka eilítið óná-
kvæmur, en sjálfur söngurinn var
a.m.k. tær, þéttur og kraftmikill,
þótt túlkunin hafi ekki alveg náð að
grípa mann.
Hápunktur tónleikanna var senni-
lega Litanie á la Virge Noire eftir
Poulenc. Þar bættist mergjaður org-
elleikur Jóns við kórsönginn, sem
var í senn hátíðlegur, tilfinn-
ingaþrunginn og fullur af blæbrigð-
um.
Graduale Nobili er frábær kór –
eins og ég hef margoft sagt. Kórinn
er á leiðinni í harða keppni í Wales í
júlí og hann hefur alla burði til að
sigra. Megi honum vegna sem best á
erlendri grund.
Bjartur kór og hreinn
Graduale Nobili Kórinn ásamt Jóni Stefánssyni. „Hápunktur tónleikanna
var sennilega Litanie á la Virge Noire eftir Poulenc,“ segir í dómnum.
Langholtskirkja
Kórtónleikarbbbmn
Graduale Nobili söng tónlist eftir Busto,
Rautavaara, Poulenc og fleiri. Stjórn-
andi: Jón Stefánsson. Sunnudagur 19.
apríl.
JÓNAS SEN
TÓNLIST