Morgunblaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HEILBRIGÐISYFIRVÖLD víða um heim gerðu í gær ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu nýs afbrigð- is af svínaflensuveiru sem talið er að hafi kostað allt að 81 mann lífið í Mexíkó. A.m.k. tuttugu manns hafa greinst með veiruna í Bandaríkjun- um og stjórn landsins lýsti yfir hættuástandi vegna útbreiðslu veir- unnar. Yfirvöld í Kanada staðfestu í gær að sex manns hefðu fengið svínaflensuveiruna þar í landi. Grun- ur leikur á að hún hafi breiðst út til fleiri landa, m.a. Frakklands, Spán- ar, Ísraels og Nýja-Sjálands. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hvatti yfirvöld í ríkjum heims til að vera á varðbergi og fylgjast grannt með því hvort upp kæmu óvenjuleg veikindi sem líktust inflúensu. „Það er augljóslega mögu- leiki á því að veiran valdi heimsfar- aldri,“ sagði Margaret Chan, fram- kvæmdastjóri WHO. Talsmaður stofnunarinnar sagði að veiran kynni að stökkbreytast í hættulegra af- brigði. Yfir 1.300 manns hafa fengið læknismeðferð vegna flensuein- kenna í Mexíkó og margir íbúanna nota andlitshlífar til að forðast smit. Skólum hefur verið lokað í höfuð- borginni og nálægum byggðarlögum og fjöldasamkomur hafa verið bann- aðar í að minnsta kosti tíu daga. Lyf hafa reynst vel Felipe Calderon, forseti Mexíkó, gaf út tilskipun þar sem hann veitti yfirvöldum víðtæka heimild til var- úðarráðstafana, m.a. til að setja menn í sóttkví ef grunur leikur á að þeir hafi smitast af sjúkdómnum. Talsmaður WHO sagði að svo virt- ist sem nýja svínaflensuafbrigðið smitaðist milli manna. Talið er að það smitist á sama hátt og venjuleg flensa – með snertingu, hósta og hnerra. Einkennin eru einnig svipuð og þegar fólk fær venjulega flensu, meðal annars sótthiti, þreyta, lyst- arleysi, hósti og hálssærindi. Stærsta hættan er sú að svína- flensuveiran blandist veiru, sem smitast milli manna, og stökkbreyt- ist í nýtt og enn skæðara veiruaf- brigði sem geti valdið heimsfaraldri. Fregnir herma þó að lyfin tamiflu og relenza hafi reynst vel gegn svína- flensuafbrigðinu í Mexíkó. Reuters Smithætta Lögreglumaður með andlitshlíf í Mexíkóborg. Óttast að mannskæð svínaflensa breiðist út Stjórnvöld í Bandaríkjunum lýsa yfir hættuástandi Í HNOTSKURN » Átta námsmenn frá NewYork hafa greinst með svínaflensuafbrigðið, sjö menn í Kaliforníu, tveir í Texas, tveir í Kansas og einn í Ohio. » Stjórnvöld í Rússlandibönnuðu í gær innflutning á kjöti frá Mexíkó, nokkrum sambandsríkjum Bandaríkj- anna og níu löndum Róm- önsku Ameríku vegna svína- flensunnar. STJÓRN Srí Lanka hafnaði í gær tilboði Tamíl-tígranna, uppreisnar- manna úr röðum Tamíla, og krafðist þess að þeir gæfust upp þegar í stað. Tamíl-tígrarnir höfðu um þriðjung eyjunnar á valdi sínu á árinu 2006 en eru nú innikróaðir á um tólf ferkíló- metra strandsvæði á norðaustan- verðri eyjunni. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna telja að allt að 50.000 óbreyttir borgarar séu innlyksa á átakasvæð- inu en stjórnarher Srí Lanka segir að þeir séu aðeins um 15.000. John Holmes, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, ræddi í gær við embættismenn á Srí Lanka og hvatti til þess að hlé yrði gert á árásunum og starfsmönn- um hjálparstofnana yrði leyft að fara á átakasvæðið. Hann vill einnig að hjálparstofnanir fái aðgang að flótta- mannabúðum sem stjórnvöld hafa komið upp fyrir Tamíla sem hafa flú- ið heimkynni sín vegna átakanna. Um 100.000 manns hafa flúið af átakasvæðinu síðustu daga. Erlend ríki hafa lagt fast að stjórn Srí Lanka að gera hlé á árásunum. Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Svíþjóðar hyggjast ræða málið við stjórnvöld í Colombo í dag. bogi@mbl.is Tilboði tígra um vopnahlé hafnað Reynt að bjarga tugum þúsunda Tamíla SUÐUR-KÓRESK kona dansar á lótusljóskeri á árlegri ljóskerahátíð búddatrúarmanna í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í gær. Tugir þúsunda manna tóku þátt í hátíðinni sem stóð í þrjá daga og var liður í undirbún- ingi hátíðarhalda 2. maí næstkomandi í tilefni af fæð- ingu Búdda. Reuters Dansað á ljóskerahátíð í Seoul AUÐUR þúsund ríkustu manna Bretlands hefur minnkað um 155 milljarða punda á einu ári, ef marka má lista sem Sunday Times birtir árlega. Blaðið áætlar að eignir auðkýf- inganna hafi rýrnað úr 413 millj- örðum punda í 258 milljarða. Er það mesta eignarýrnun frá því að listinn var birtur í fyrsta skipti fyr- ir 21 ári. Milljarðamæringum fækkaði úr 75 í 43 og 100 auðugustu mennirnir töpuðu alls 92 milljörðum punda. Aðeins þremur þeirra tókst að auka eignir sínar. Efstur á listanum er indverski stáljöfurinn Lakshmi Mittal. Eignir hans eru áætlaðar um 10,9 millj- arðar punda og taldar hafa rýrnað um 61%. Eignir auð- jöfra rýrna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.