Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.09.1926, Qupperneq 4
4
FJELAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFJELAGS RBYKJAVIKUR
hefir stokkiS 4,íi st.). Vogarkast Hagemeisler 9,30
st. Kúluvarp Fritz Rasmussen 24,23 st. (nýtt danskt
met) ; betri hendi 12,63 st- Spjótkast Fritz Rasmussen
99,805 st. (nýtt danskt met) ; betri hendi 58,80. Svend
Gjörling kastaSi meS betri hendi 59,22 st. — Braut-
irnar voru þungar, vegna undanfarinna rigninga, og
eru því afrekin Uetri en tölurnar sýna.
Fjelagið.
Björn Jakobsson, fimleikakennari fór utan í júlí-
mánuöi, en kom heim aftur 8. þ. m. Hann feröaöist
víöa um í Noregi og Danmörku, og mun síöar hjer í
blaðinu skýra frá því helsta úr þessu feröalagi.
Fimleikaæfingar hefjast í byrjun næsta mánaöar.
Verið reiðubúin að mæta þegar á fyrstu æfingu.
Miðstöövarhitun er nú i ráði að setja í fimleikahús
Mentaskólans. Er það öllum hinum mörgu, sem nota
fimleikahús þetta, hið mesta gleðiefni.
Keppni í frjálsum íþróttum fyrir yngri fjelaga og
innanfjelags meistarastigsmót verður háð á íþrótta-
vellinum 25. og 26. þ. m. Stjórnin hafði áöur auglýst
að mótin færu fram sinn hvorn sunnudaginn, en nú
hefir því veriö breytt þannig, að þau fara fram sömu
dagana.
Skemtifundur verður haldinn laugardaginn 2. októ-
ber í Iðnó, og þar afhent verðlaun frá mótunum.
Aðalfundur í. R. verður haldinn mánudaginn 18.
október kl. 8)4 í Iðnó.
Dansleik heldur fjelagiö laugardaginn 18. þ. m. í
Iðnó. Er eigandi Iðnó’s nú að láta setja nýtt tiglagólf
í húsiö, og verður það vígt með dansleik þessum.
Þórarinn Arnórsson, gjaldkeri fjelagsins, verður
fyrst um sinn afgreiöslumaður blaðsins. Gerið honum.
því aðvart, ef vanskil verða á blaðinu. Einnig ber að
tilkynna honum bústaðaskifti.
Meistarastigsorður fyrir I. R. eru nú i smíðum,
Verða þær mikið myndarlegri og fegurri, en orður
fyrir íþróttir hingað til hafa verið. Meistarastigiö
gildir fyrir eitt ár í senn. Verður því kept árlega um
innanfjelags meistaranafnbótina i hverri íþrótt.
Skrifstofu opnar fjelagið mánud. 20. þ. m. í Kirkju-
stræti 10, niðri, þar sem er biðstofa Matth. læknis
Einarssonar. Verður hún opin fyrst um sinn mánu-
dags-, miðvikudags- og föstudagskvöld frá kl. 8)4—
10 í september og október. Þar geta fjelagarnir hitt
stjórnina að máli. Sími 139.
Fjelagar í. R. eru ámintir um að greiða ársgjöld
sín til gjaldkera hið allra fyrsta.
Næsta blað kemur út um miðjan október.
Meistarastigfsmót
innanfjelags, i frjálsumi íþróttum, fer fram á Iþrótta-
vellinum laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. þ. m.
Kept veröur í þessum íþróttum:
Hlaup: 100 m., 200, 400, 800, 1500, 4 X 100 boðhlaup
og 110 m. grindahlaup.
Stökk: Langstökk, hástökk, þrístökk.
Köst: Spjótkast, kringlukast, kúluvarp.
Sund: 50 og 100 st., frjáls aðferö, (verður auglýst
siðar hvenær það fer fram).
Sömu daga fer fram keppni í írjálsum iþróttum fyr-
ir yngri fjelaga.
Kept veröur i þessum iþróttum:
Hlauj): 80 m., 400 og 1500 m.
Stökk: Langstökk, hástökk, stangarstökk.
Köst: Spjótkast, kringlukast.
Sund: 50 og 100 st., frjáls aðferö.
Þátttakendur gefi sig fram sem allra fyrst við Jón
Kaldal, og taki fram í hvaða iþróttum þeir ætla aö
keppa.
(stofnaö II. mars 1907).
Innan íþróttasambands íslands.
Ifthar limleika. frjálsstr íþróttir og teimis.
Formaður: Haraldur Johannessen, Kirkjustræti 10,
Sími 35.
Varaformaður: Sigurliði Kristjánsson, Laugaveg 95.
Sími 1861.
Gjaldkeri: Þórarinn Arnórsson, Lokastíg 22. Sínii 251
og 1142.
Ritari: Sigursteinn Magnússon, V'onarstræti 2.
Jón Kaldal, Laugaveg n. Sími 811.
Utanáskrift fjélagsins er: Pósthólf 3 5.
• Aflið í. R nýrra fjelaga. ZIZZZI
Fjelagsprenlsmiðjun.