Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 1

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 1
IFJ E UMi S BIAB ÍMlFIMJElyMM REYKJAWKfR 2. ARGANGUR 7. TÖLUBLAÐ Ritstjórn: SIGURSTEINN MAGNÚSSON, JÓN KALDAL (ábyrgðarraaður) AGUST 1927 FYRSTA MEISTARAMOT í. S. í. 1927. Hið íyrsta meistaramót fyrir alt ísland í frjálsum íþróttum, fór fram á íþróttavellinum í Reykjavík dag- ana 6., 7. Og 10. ágúst, í. R. StóS fyrir mótimt fyrir hönd 1. S. í. Allsherjarmót í. S. í. hefir alt af veriS haldiö 17. júní, og hefir þá fengist nægileg reynsla fyrir því, aS í])róttamennirnir hafa ekki verið búnir aS fá nógu góSa æfingu. i'ess vegna var meistaramótið haklifi svona seint. Á hinn bóginn verSur því ekki neitaS, að þessi tími er óheppilegur, ]jví utanbæjarmenn munu tæplega geta sótt íþróttamót í Reykjavik um mesta annatíma ársins, ÞaS sjást því miSur alt of sjaldan íþróttamenn utan af landi á Lþróttamótum í Reykja- vík. FerSakostnaSúr er svo mikill og svo fer of lang- ur timi í ferSir fram og aftur. Ef íþróttamóttin eiga því ekki framvegis, sem hingað til, aS ver'Sa a'Sal- lega fyrir Reykjavík og nærsveitir, þyrfti í. S. í. að halda stærri mótin stöku sinnum utan Reykjavlkur, t. d. á Akureyri. Með því móti gætu margir nýir menn tekiÍS þátt í þeim, og þau mundu hafa glæSandi áhrif á íjjróttalífifS, að minsta kosti nærlendis, þar sem þau væru haldin. Þátttakendur í meistaramótinu voru fáir, aöeins 11 menn, þar af io úr Reykjavik og einn utanbæjar- maöur. En 1)ó þátttakendur væru ekki fleiri, má óhætt fullyrða, aS sig.urvegararnir sjeu íslenskir meistarar, hver í sinni íþrótt, því aíS flestir eiga ])eir met þau, sem síðast hafa veriíS sta'Sfest. l'átttakendur voru þessir: GarSar S. Gíslason (í. R.), Geir Gígja (K. R.), Gísli Halldórsson (K. R.), Helgi Eiríksson (1. R.), Magnús GuSbjörnsson (K. R.), Reidar Sörensen (í. R.), Sigursteinn Magnússon (í. R.), Stefán Bjarnason (Á.), Stefán Runólfsson (Á.), Sveinbjörn Ingimundarson (í. R.), Þorgeir Tónsson frá Varmadal (í. K.). Reidar Sörensen er Norömaður, en hefir ekki ööl- ast islenskan ríkisborgararjett, og getur því ekki orö- iiS íslenskur meistari. Mótiö hófst laugardaginn 6. ágúst kl. 8 síðdegis stundvíslega. Hæg norðvestan gola var og tæplega nógu hlýtt til ]>ess að keppendur gætu fyllilega not- ið sín. 100 metra hlaup: Fyrstur varö (iarðar 11,3 sek., ánnar Stefán Bjarnason 11,5, þriíSji Helgi 11,6 og íjórði Sveinbjörn 11,8. Vonast var eftir nýju meti í þessu hlaupi, þar eð búast mátti við harðvítugri keppai milli ]>essara fjögra spretthj.aupara. En tim- inn varð sá sami og met Garöars í fyrra. Langstökk: Sveinl)jörn sigraði í langstökki. Stökk hann 6.30 m. (isl. met 6,37 Páll Scheving Vm.). Svein- björn hefir ágæta hæö í stökkinu, sem mest á ríður Og bætir hann vonandi metiS mjög brárilega. Annar varð Sörensen 6,29, þriöji GaiiSar 5,93 m. 800 metra hlaup: Á alþjóSamóti K. F. U. M. í Kaupmannahöfn setti (jeir Gígja ísl. met i þessu hlaupi 2 mín. 2,2 sek. Var búist viS að hann mundi einnig hláupa þessa vegalengd á góðum tíma hjer. Stefán Bjarnason kepti við hann. Geir er afar þolinn og þrautseigur hlaupari, en viröist hlaupa dálítitS þungt. Stefán hefir ljettan og liðlegan stil og- er vel æfður, en þó var Geir auðsjáanlega sigurinn vís eftir fyrri hringinn. Hann vann á 2 mín. 7 sek. Stefán var 2 mín. 13,3 sek. 5000 metra hlaup: Þar hljóp Geir Gígja aftur á- samt Magnúsi GuÖbjörnssyhi og Stefáni Runólfssyni. Hlaupið var skemtilegt me'ð köflum, því að Magnus Og Stefán keptust um að ráða ferðinni og voru til skiftis á undan, en Geir hljóp rólegur á eftir þeim. Á síðasta hringnum átti Geir mest eftir, rann fram úr hinum l)á'Sum og vann hlaupið á 18 min. 5,5 sek. Magnús var 18 mín. 19,6 sek. og Stefán 18 m'm. 37,4 sek. ísl. met er 15 mín. 23 sek. (Jón Kaldal), svo að tíminn er mjög slæmur.

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.