Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 1

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 1
 ’FJElLAIiSBlLAÐ jp Hr t? IMOTMFJELMi IREYKJWIMl BB ^Vv_. ) 2. ÁRGANGUR ) 7. TÖLUBLAÐ Ritstjúrn: SIGURSTEINN MAGNÚSSON, ÁGÚST JON KALDAL (ábyrgðarmaður) 1927 FYRSTA MEISTARAMÓT í. S. í. 1927. Hið fyrsta nieistaramót fyrir alt ísland í frjálsum íþróttum, fór fram á íþróttavellinum í Reykjavík dag'- ana 6., 7. og- 10. ágúst. í. R. stófi fyrir mótinu fyrir hönd 1. S. 1. Allsherjarmót í. S. í. hefir alt af verið haldiS 17. júní, og hefir þá fengist nægileg reynsla fyrir því, að íþróttamennirnir hafa ekki verið búnir aö fá nógu góða æfingu. Þess vegna var meistaramóti'ð lialdið svona seint. Á hinn bóginn veröur því ekki neitað, að þessi tími er óheppilegur, því utanbæjarmenn munu tæplega geta sótt íþróttamót í Reykjavík um mesta annatíma ársins. Það sjást því miður alt of sjaldan iþróttamenn utan af landi á ijiróttamótum i Reykja- vík. Ferðakostnaður er svo mikill og svo fer of lang- ur tími i ferðir fram og aftur. Ef íþróttamóttin eiga því ekki framvegis, sem hingað til, aö verða aðal- lega fyrir Reykjavík og nærsveitir, ]ayrfti í. S. í. að halda stærri mótin stöku sinnum utan Reykjavikur, t. d. á Akureyri. Með ])vi móti gætu margir nýir menn tekið ])átt í þeim, og þau rnundu hafa glæöandi áhrif á íþróttalííið, að rninsta kosti nærlendis, ]>ar sem þau væru haldin. Þátttakendur i meistaramótinu voru fáir, aðeins 11 menn, ])ar af io úr Reykjavik og einn utanbæjar- maður. En ])ó þátttakendur væru ekki fleiri, má óhætt fullyrða, að sig.urvegararnir sjeu íslenskir meistarar, hver í sinni íþrótt, því að flestir eiga ])eir met þau, sem síðast hafa veriö staðfest. Þátttakendur voru þessir: Garðar S. Gíslason (í. R.), Cíeir Ciígja (K. R.), Gísli Halldórsson (K. R.), Helgi Eiríksson (f. R.), Magnús Guöbjörnsson (K. R.), Reidar Sörensen (í. R.), Sigursteinn Magnússon (í. R.), Stefán Bjarnason (Á.), Stefán Runólfsson (Á.), Sveinbjörn Ingimundarson (í. R.), Þorgeir Jónsson frá Varmadal (í. K.). Reidar Sörensen er Norðmaður, en hefir ekki öðl- ast islenskan ríkisborgararjett, og getur því ekki orö- ið íslenskur meistari. Mótið hófst laugardaginn 6. ágúst kl. 8 síðdegis stundvislega. Hæg norðvestan gola var og tæplega nógu hlýtt til þess að keppendur gætu fyllilega not- ið sín. 100 metra hlaup: Fyrstur varð Garðar 11,3 sek., annar Stefán Bjarnason 11,5, þriðji Helgi 11,6 og fjórði Sveinbjörn 11,8. Vonast var eftir nýju meti í þessu hlaupi, ])ar eö búast mátti við harðvítugri keppni milli þessara fjögra spretthlaupara. En tím- inn varð sá sami og met Garðars í fyrra. Langstökk: Sveinbjörn sigraði í langstökki. Stökk hann 6,30 m. (isl. met 6,37 Páll Scheving Vm.). Svein- björn hefir ágæta hæð í stökkinu, sem mest á ríður og bætir hann vonandi metið mjög bráðlega. Annar varð Sörensen 6,29, þriðji Garðar 5,93 m. 800 metra hlaup: Á alþjóðamóti K. F. U. M. í Kaupmannahöfn setti Geir Gígja ísl. met í ])essu hlaupi 2 min. 2,2 sek. Var búist við að hann mundi einnig hlau])a ]>essa vegalengd á góðum tíma hjer. Stefán Bjarnason kepti við hann. Geir er afar þolinn og þrautseigur hlaupari, en viröist hlaupa dálitið ])ungt. Stefán hefir ljettan og liðlegan stil og' er vel æfður, en þó var Geir auðsjáanlega sigurinn vis eftir fyrri hringinn. Hann vann á 2 mín. 7 sek. Stefán var 2 mín. 13,3 sek. 5000 metra hlaup: Þar hljóp Geir Gígja aftur á- samt Magnúsi Guðbjörnssyni og' Stefáni Runólfssyni. Hlaupið var skemtilegt meö köflum, því að Magnús og Stefán keptust urn að ráöa ferðinni og voru til skiftis á undan, en Cdeir hljóp rólegur á eftir þeim. Á siöasta hringnum átti Geir mest eftir, rann fram úr hinum báðum og vann hlaupið á 18 mín. 5,5 sek. Magnús var 18 mín. 19,6 sek. og Stefán iS mín. 37,4 sek. ísl. met er 15 mín. 23 sek. (Jón Kaldal), svo aö timinn er mjög slæmur.

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.