Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 2

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 2
38 FJ ELAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFJELAGS REYKJAVÍKUR Kúluvarp: Þorgeir Jónsson vann kúluvarpiiS. Kast- a5i hann 19,37 m- (h. h. 9,89 m., v. h. 9,48 m.), en Sigursteinn Magnússon 17,41 m. (b. h. 9,54 m., v. h. 7,87- m.). Þorgeir er því sem næst jafnvígur á liáöar hendur, enda bætti hann beggja handa metið siöastl. sumar (20,02 m.) án þess þó að geta bætt betri hand- ar met Fr. Friðriksson, 10,81 m. 200 metra hlaup: Þetta hlaup var ágætt. Golau, þó lítil væri, var í fangi'ö fyrstu hundraö metrana, og átti hún aö líkindum sök á því, að nýtt met var ekki sett aö þessu sinni. Garöar var fyrstur alla lei'ð og hljóp ágætlega. Tíminn var 24 sek. Annar varö Sveinbjörn 24, 7 sek. Þriöji Stefán Bjarnason 25,3 sek. (ísl. met Garöar: 23,4 sek.). Kringlukast: Þorgeir Jónsson vann. Kastaöi 66,51 m. (b. li. 37,78 m., v. h. 28,73 m-)- Garðar kastaöi 46,32 m. ísl. met: Þorgeir Jónsson 67,88 m. I fleiri iþróttum var ekki kept um kvöldiö, (;nda var klukkan oröin 10. Daginn eftir hófust kappleikar aftur kl. 2 síöd. stundvíslega. Veöur var ágætt, logn og blíöviöri. 400 metra hlaup: Spretthlaupin eru óneitanlega skemtilegust af einmenningsíþróttunum. 400 mtr. eru lang-erfiðastir. Spretturinn er langur, og þýðingarlaust fyrir aðra en vel æföa hlaupara að taka þátt í því hlaupi. Sveinbjörn setti ísl. met í 400 mtr. sl. sumar. Töldu flestir honuin nú sigurinn vísan. Hann hljóp líka fyrstur mestan hluta leiðarinnar með ágæturn hraða, en á síðustu 50 m. náði Stefán Bjarnason hon- um og fór fram úr. Stefán vann hlaupið og setti nýtt met 54,6 sek. Sveinbjörn var 55 sek., Geir 55,2 og Garðar 58,5. Stefán sýndi jiarna hve vel hann hefir æft, en óneitanlega er þessi góöi tími mikið Sveinbirni að Jiakka, því aö hann rjeði ferðinni mestan hluta hlaups- ins. i : 10000 metra hlaup varð ekki útkljáð. Þátttakendur voru tveir: Magnús Guðbjörnsson og Stefán Runólfs- son. Magnús hljóp fyrir, en þegar hlaupið var um þaö bil hálfnað, ætlaöi Stefán fram fyrir. Hljóp hann út fyrir Magnús og fram fyrir hann, en þá sló Magnús til hans svo að hann svimaði og varð aö hætta hlaup- inu. Dómarar i þessu lilaupi voru: Jens Guðbjörns- son, Jón Kaldal og Kristján Gestsson. Jens og Jón vildu reka Magnús þegar í stað út af vellinum, en Kristján vildi lofa honum að hlaupa, ]ió hann íengi ekki verölaun! Þó fór svo, sem sjálfsagt var, að Magnúsi var vísað út. Er það í fyrsta skifti sem þess hefir þurft á íþróttamóti hjer, og er óskandi, að það komi ekki íyrir oftar. Þarf að taka rækilega í taum- ana til aö fyrirbyggja framvegis svo ódrengilega fram- komu. Kemur þar til kasta stjórnar I. S. í. og forseta. Hástökk: Flelgi Eiríksson setti ísl. met í Kaup- mannahöfn svo sem kunnugt er, 1,80 m. Stökk hann þá hæð tvisvar þar. Vonuðust nú allir eftir þvi, að fá að sjá Helga stökkva að minsta kosti 1,80 m. á jiessu móti. Svo varð ]>ó ekki. Hann var ekki sem best upplagður, og stökk ekki nema 1,72 m. Annar varð Þorgeir 1,52 m., þriöji Reidar 1,42 m. Helgi hefir ágætt stökklag og meö góðri æfingu á hann vonandi eftir að liæta metið enn. Danskt met i há- stökki er 1,82 m. Er ekki óliklegt aö hástökksmetið verði fyrsta ísl. metiö sem kemst upp fyrir tilsvarandi danskt met. 1500 metra hlaup: ísl. met i þessu hlaupi setti Geir Gígja í Kaupmannahöfn 4 mín. 11 sek. í þetta skifti þurfti hann 4 min. 32,5 sek. til aö hlaupa söntu vega- lengd. Ef til vill hefir Geir verið illa fyrir kallaður eftir 400 metra sprettinn og þar að auki hljóp hann 5000 metra kvöldið áður. Stefán Bjarnason var líka tæplega nógu harðsnúinn keþþinautur á þessari vega- lengd. Hann varð annar'á 4 mín. 40 sek. Stefán Run- ólfsson jiriðji. Þrístökk: Þar kom metið hjá Sveinbirni! Hann stökk 12,73 m- Gamla rnetið var 12,40, sett 1924, svo ]>aö var mál til komið að fara aö hrófla viö jiví. í einni tilraun stökk Sveinbjörn 12,92 m., en fór örlítið fram af stökkplankanum svo að stökkið var ónýtt. En jiað gefur von um að rnetið verði fljótlega skrifaf, með 13... m. í Þessu stökki nær Sveinbjörri eins og i langstökki ágætri hæð í síöasta stökkinu. Reidar Sörensen stökk lengst og með ágætum stíl 13,37 m-» Garöar 12,01 m. Þá var kappleikjum lokið jiann dag og hófust aftur miðvikudag 10. ágúst kl. 9 síöd. Veður var gott. Keppa átti í spjótkasti og fimtarþraut. I sjijótkasti mætti aö eins 1 keppandi, svo að ekkert varö úr því. í fimtarþraut keptu jirír, jieir Garðar S. Gíslason, Helgi Eiriksson og Þofgeir Jónsson. Eftirfarandi tafla sýnir úrslitin : Langstökk: 1. Garöar 6,22 m Garðar . 661,2 Helgi Þorgeir 2. Helgi 6,19 m 654,9 3. Þorgeir 5,82 m Spjótkast, betri hendi: 563.2 1. Flelgi 4r,io m 2. Garðar 38,05 m . 368,2 45L3 3. Þorgeir 32,44 m 208,4

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.