Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 4

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 4
40 FJELAGSBLAÐ IÞRÓTTAFJELAGS REYKJAVIKUR ]iær vel geröar. Stökkin virtust þó lakari en dýnan, sem var ágæt, sjerstaklega flugstökk og flik-flakk. Að lokum sýndu báöir flokkarnir nokkra hring- dansa og sungu með. Var söngurinn fjörlítill, enda verða slíkir dansar ætíö fjörminni, þegar þeir eru sýn- ingaratriði, heldur en meðan þeir eru iðkaSir af al- þýðu manna. Ef gera ætti samanburð á flokkum í. R. og Bukhs, sjest strax, aö milli kvenflokkanna er varla um sam- anburð aö ræða. Æfingakerfin eru gagnólík. Samtök í gólfæfingunum munu vera svipuð, en áhaldaæfing- arnar setja í. R. flokkinn svo langt fram fyrir hinn, því kvenflokkur Bukhs sýndi svo að segja engar áhaldaæfingar, að eins nokkur stökk yfir kassa, sem voru harla ómerkileg, en vel gerö. Hjá karlflokkunum er kerfiö aftur á móti það sama. í gólfæfingunum er flokkur Bukhs miklu betur sam- taka og sýnir fleiri og sumar vandasantari æfingar en fyrsti flokkur í. R. í stökkunum mun í. R. flokkurinn betri, en á dýnu er Bukhs-flokkurinn Itetri, sjerstak- lega í flugstökki og flik-flakki. Minni stökkin á dýnu muntt ekki vera betri ett hjá fyrsta flokk í. R. Svifslá notar Bukli ekki. En eitt er það sjerstaklega, sem athygli hlaut aö vekja, og ]taö er hvað fimleikamenn Bukhs eru jafn- ir. Ennfremur eru hin ágætu samtök þeirra sjerstak- lega athyglisverð og til eftirbreytni fyrir okkur. Þar getum viö lært mikið af flokkum Bukhs. Bukh stjórnaði flokkunum af miklum dugnaöi og röggsemi, enda benda þessi ágætu samtök i öllum æf- ingununt til þess aö hann hafi lag á aö láta hlýöa fyrirskipunum sínum. KensluaSferö Bukhs mun vera talsvert ööruvísi en alment tiSkast, enda var sýning hans þaö. Oftast ertt gólfæíingar nokkrar Itæöi á undan og eftir áhaldaæf- ingunum, en taka þó stuttan tíma. Bukh notar aftur á móti mjög lítinn tíma viö áhöldin, en mestan hluta sýningartímas til gólfæfinga. Þær voru í tvennu lagi: tmdirlDÚningsæfingar, til aö sýna þjálfunaraöferö hans, og sýningaræfingar. Flestir fimleikakennarar rnunu ekki skifta gólfæfingunum ])annig við kensluna og eyöa miklu minni tíma til Jteirra. Enda viröist ekki attösjeö hvaS unniö er viö ]tessa skiftingu. En flestir þeir sem fimleika iöka munu hafa meiri ánægju af áhaldaæfingunum og leggja stund á þær þess vegna, en skoöa gólfæfingarnar sem nauðsynlegar til aS mýkja líkamann og búa hann undir áhaldaæfingarn- ar. Þess vegna munu margir hafa óskaS eftir nteiri áhaldaæfingum, þó dregiö hefSi verið af staöæfing- unum. Flestir í. R. fjelagar munu hafa veriö á þessari sýningu Bukhs. Þeir sem fimieika iöka munu og hafa haft mikla ánægju af því, og margt af því, sem þeir sáu, munu þeir geta fært sjer í nyt og lært af því. Og feröin til íslands ætti ekki síöur aö verSa Bukh og fimleikaflokkum hans til ánægju. F J E L A G 1 Ð \ I________________ __________________________________í Silfurbikar gaf í. R. íþróttamönnum Akureyrar og sendi norSur. Á aö keppa um hann árlega í frjálsunt íþróttum, og vinnur sá í])róttairiaSur bikarinn, sem ílest stig fær. MeS bikarnum, færum viö Akureyring- um þakklæti fyrir ágætar móttökur fimleikaflokkanna 1925. Um bikarinn var kept í fyrsta sinn 17. júní sl. Ófrjett enn hver hlaut hann. Björn Jakobsson, fimleikakennari, kom heim aftur úr utanför sinni 21. þ. m. Meistarastigsmót fjelagsins fer fram á í])róttavell- in'urn sunnudáginn 18. se])t. Kept verður i 100 m., 200 m. og 400- m. hlaupum, spjótkasti, kúluvarpi, lang- stökki, hástökki og þrístökki. — Sama dag fer drengja- mótiS fram og veröur þar ke])t í 80 m., 400 m. og 1500 m. hlaupunt, langstökki og ])rístökki. — Þátttakend- ur gefi sig fram við Jón Kaldal fyrir 12. sept. Einmenningsk.epni í Tennis byrjar sunnud. 11. sej)t. og fer fram á völlum fjelagsins. Kept verSur um bik- ara þá, er þau hjónin Þorsteinn Scheving Thorsteins- son lyfsali og frú hans gáfu fjelaginu. — Keppendur gefi sig fram viS stjórn fjelagsins fyrir 6. sept. ----------------------1 INNANLANDS OG UTAN I Norska meistarastigið í langstökki án atrennu var unniS af Per Oscar Andersen meö 3-335 m. Nýtt NorSurlandámet. Met í hástökki án atrennu setti Sverre Helgesen meS 1,575 m- Fj elagsprentsmiSj an.

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.