Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 3

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.08.1927, Blaðsíða 3
FJELAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFJELAGS REYKJAVÍKUR 39 Garðar Helgi Þorgeir 200 m. hlaup: 1. Garðar 23,9 sek 932,5 2. Helgi 24,5 sek 784,1 3. Þorgeir 27,7 sek 473,3 Kringlukast, betri hendi: 1. Þorgeir 33,30 m 545,42 2. Garðar 25,92 m 263,72 3. Helgi 21,64 m 91,42 1500 m. hlaup: 1. Helgi 5 mín. 8 sek 572,8 2. Garðar 5 mín. 20,5 sek. . . 504,3 3. Þorgeir 5 mín. 29,4 sek. . 449,6 1. Garðar stig 2729,92 2. Helgi — 2554,52 3. Þorgeir — 2239,92 1 aukastökki i langstökki, þ. e. a. s. eftir að hver képpandi hafði stokkið þrjú stökk samkv. leikreglum, setti Garðar ísl. met í langstökki 6,39 m. Helgi stökk lengst 6,20 m. Gamla metið var 6,37, og mun því láta nærri a’ð ])að hafi lengst urn hænufet. Garðar ætti að geta 1)ætt metið enn. Hann er okkar Lesti spretthlaup- ari og hefir ])ar aí leiðandi mestan hraðan í tilhlaup- inu. Takist honum að ná góðri hæð í stökkinu, hlýt- ur hann' að geta lengt ])að. Að mótinu loknu afhenti forseti í. S. í. verðlaun sigurvegurum mótsins og mintist jafnframt með nokk- urum vel völdum orðum helstu íþróttaafreka ársins. Þakkaði hann því næst keppendunum fyrir þátttök- una og í. R. fyrir framkvæmd mótsins. Áhorfendur voru alla dagana heldur fáir, flest íþróttamenn og sjerstakir áhugamenn. Mótið fór vel fram', að öðru leyti en ])ví, sem kom fyrir í 10.000 metra hlaupinu og hjer hefir verið skýrt frá. HEIMSÓKN NIELS BUKH. Sunnudaginn 21. ágúst kom hinn þekti fimleika- kennari Niels Bukh frá Ollerup á Fjóni, með tvo fim- leikaflokka, 13 stúlkur og 13 pilta, til Reykjavíkur. Sýndu flokkarnir fimleika hjer í Reykjavík, fóru svo norður til Akureyrar og sýna þar og sömuleiðis á Siglufirði og ísafirði. Á heimleiðinni er ráðgert að sýna aftur i Reykjavík og svo í Vestmannaeyjum. Mánudaginn 22. ágúst var sýningin á íþróttavellin- um í Reykjavík, Veður var gott, Iogn en of svalt. Sýningin byrjaöi kl. 7J/2 og stóö yfir í röska tvo tírna. Var talsvert farið að skyggja, þegar henni lauk. Sýn- ingin var ágætlega undirbúin, mjög vel auglýst og áhugi almennings yakin fyrir henni; enda varð hún vel sótt. Munu áhorfendur liafa verið um 3000. Fyrst gengu báðir flokkarnir saman inn á völlinn, í ljósbláum fötum, með danska fánann á undan. Lúðra- sveitin spilaði þjóðsöng Dana, en flokkarnir heils- uðu. Áhorfendurnir tóku flokkunum ágætlega vel. Því næst hófst sýningin á byrjunarleikfimi kvenflokks- ins. Æfingarnar voru rnargar góðar, en gerðar nokk- uð fljótt og dálitið stífar, sumar, sérstaklega ýrnsar armæfingarnar, sem voru gerðar með þráðbeinum handleggjum. Samtök voru ágæt. Voru æfingarnar mjög svipaðar þeirri kvenleikfimi, sem alment er kend, að undanteknu kerfi Björns Jakobssonar. Því næst komu piltarnir ínn á pallinn aftur og voru nú ]>ví sem næst berir, aöeins með mittisskýlur. En solbrendir og hraustlegir voru þeir. Sýndu þeir nú undirbúningsæfingar sínar. Þær voru röslcar og sterk legar, gerðar með mjklum þrótti og góðum samtökum. Þessar æfingar stóðu lengi yfir og voru með pörtum geysi-erfiðar, svo flokkurinn hefir þurft langa og góða þjálfun, til að geta leyst þær svo vel af hendi. En mistök voru svo að segja engin; sama vissan og krafturinn frá upphafi til enda. Að ])essu loknu kom kvenflokkurinn aftur með sýn- ingarleikfimi sína. Voru þaö ýmsar fallegar uppstill- ingar, fáeinir dansar, og nokkur stökk á kassa. Að öðru leyti engar áhaldaæfingar. Stúlkurnar sungu sntálög meðan þær gerðu surnar æfingarnar, en söng- urinn var fjörlaus, enda er erfitt að syngja rneðan líkamsæfingar eru gerðar. Þá kom karlflokkurinn með sýningarleikfimi sína. Aftur löng röð af gólfæfingum, en nú voru ])ær hæg- ari og ,,Lingskari“. Þar voru ýrnsar fallegar og vanda- samar æfingar, en sjerstaka athygli vakti hliðarhallið með vindu i jafnvægi á öörum fæti, sent allur flokk- urinn gerði því sem næst án þess að nokkrum skeik- aði og svo handstaða. í jafnvægi í handstöðu var flokkurinn framúrskarandi góður. Samtök voru nú enn betri en áður, og að mínu áliti var jtessi þáttur sýningarinnar glæsilegastur. Áhaldaæfingar flokksins voru: Lóðrjett stökk á hesti, rnilli handa yfir hest þveran og kassa langsum, „sýningarstökk“ á tveimur hestum og kassa, og hásveifla á hesti og kassa. Á dýnu: höfuðstökk, kaststökk, velta, arabastökk og flik-flakk, flugstökk og einstöku heljarstökk aftur á bak. Flest voru þessi stökk gerð í straum og virtust fimleikamennirnir mjög jafnir. Önnur áhöld voru ekki notuð. Mjög lítil mistök voru í áhaldaæfingunum og

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.