Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.03.1931, Blaðsíða 5

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.03.1931, Blaðsíða 5
FÉLAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR 5 vera í I. R., það sýnir hegðun hans, hvar sem hann kemur fram? Félagi I. R., reyndu að kappkosta að því, sem að framan er sagt. Að vera góður félagi styrkir sjálfan þig og félag þitt, og þeim tíma og öðru, sem þú leggur af mörkum, er ekki á glæ kastað. Víðavangshlaup. I. R. hefir auglýst víðavangshlaup, sem fara á fram 1. sumardag eins og vant er. Er það í fimmtánda sinn, sem hlaupið verður, og er von- andi, að félagsmenn sjái sóma sinn í því, að verða með, en þátttaka í.-R.-inga hefir verið mjög léleg síðustu árin, og er það meira en meðal-skömm. Allir vita, að hlaup er mjög skemmtileg í- þrótt, og víðavangshlaup sérstaklega, enda eins- konar undirbúningsskóli undir öll önnur hlaup. Hlauparinn lærir það, að temja sér vissar og ör- uggar hreyfingar, og það þroskar hjá honum bæði úthald og snarræði. Félagsmenn ættu því sem flestir að vera með til æfinga, jafnvel þótt þeir hugsi sér ekki að taka þátt í keppni. Þegar hlaupið var fyrsta sinni 1916, urðu þessir í.-R.-ingar fyrstir: Nr. 1. Jón Jónsson Kaldal. — 2. Ólafur Sveinsson. — 3. Otto B. Arnar. Kaldal hlaut hér sín fyrstu verðlaun, og var það byrjun á langri og glæsilegri íþróttaþátt- töku. Hefir enginn Islendingur (,,amatör“) hlotið aðra eins frægð í íþróttum og Kaldal, enda var hann, og er ef til vill enn, einna glæsilegasti hlaupari, sem verið hefir á Norðurlöndum á þessari öld. Hlaupalagi hans — stíl — er við- brugðið, enda eru myndir af honum á hlaupum hafðar sem fyrirmyndir í kennslubókum í í- þróttum. — Kaldal sér nú um æfingar félagsins í hlaup- um, svo að þeir, sem taka þátt í þeim, eru í góðum höndum. — Félagar í. R. geta ekki gefið félaginu betri sumargjöf, en að vinna hlaupið að þessu sinni.

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.