Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.03.1931, Blaðsíða 8

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.03.1931, Blaðsíða 8
8 FÉLAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður gaman að sjá, hvort ekki eru þar á með- al mörg góð efni, sem, þegar stundir líða fram, gætu gert garðinn frægan. Kurt Weiss. 1 tímaritinu ,,Stefnir“, sem kom út í janúar er grein um Kurt Weiss, sem er talinn mesti í- þróttamaður Þjóðverja, ásamt samanburði á af- rekum hans og afrekum beztu íþróttamanna hér, svo hljóðandi: Kúluvarp K.W. 14 metra Þorst. Einarsson 11.85 m. lOOm.hlaup— 11 sek. Garðar Gíslason Í.R. 11.3 sek. 400 — — — 50 — Svb. Ingimundars. Í.R. 54.4 — 1500 — — — 4.45 mín. Geir Gígja K.R. 4.11 mín. Hástökk — l.75metr. Helgi Eiriksson Í.R. l.75l/2 m. Kringlukast — 45 — Þorg. Jónsson 38.58 m. Langstökk — 7 — Sveinb. Ingimundars. 6.55 m. Þess ber að geta, að öll met Weiss eru sett á einna besta íþróttavelli heimsins, en þau ís- lenzku öll, nema 1500 m. Geirs Gígju, eru sett á versta íþróttavelli heimsins — fþróttavellin- um í Reykjavík. All-Bran á erindi á hvert heimili. Kaupið einn pakka strax í dag Fæst í öllum lyfja- búðum og verslunum landsins- tjJ 5 ' REUEVES CONSTIPATION allbran readyto eat Hdp Helgi Eiríksson, í. R. stökk 1,80 í hástökki á alheimsmóti K. F. U. M. í Kaupmannahöfn, en metið hefir ekki verið staðfest vegna þess, að enn vantar yfirlýsingu frá forstöðumönnum mótsins. — Félagsblað í. R. Félagsmenn og konur! Þetta blað verður sent yður endurgjaldslaust annanhvern mánuð. Það er ekki farið fram á neitt annað við yður en að þér lesið það og fáið aðra til að gera hið sama. Látið oss heyra frá yður við og við. Sendið oss greinar í blaðið. f. S. I. hefir falið I. R. að standa íyrir einmennings- keppni í fimleikum. Að líkindum fer keppnin fram í lok aprílmánaðar. íslandsmeistari frá síðasta ári er okkar góði félagi Tryggvi Magnús- son. Nánar auglýst síðar. Glímukeppni, innanfélags, fer fram síðustu dagana í apríl. Keppt verður í fegurðarglímu og um glímumeist- aratign innan félagsins. Æfingar í hlaupum, stökkum og köstum. Þeir félagar, sem ætla sér að taka þátt í þeim, gefi sig fram við Kaldal. Þeir, sem hafa fengið happdrættismiða til sölu, geri skil til gjald- kerans sem fyrst. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.