Elding - 01.03.1934, Blaðsíða 2

Elding - 01.03.1934, Blaðsíða 2
þýðunnar, en halda henni í raun réttri niðri í eymd og volæði. Sendisveinar voru fyrstir til að sjá, að alþýðuforingjarnir eru ekki til orðnir fyrir alþýðuna, heldur alþýðan fyrir þá, til að sjúga úr henni merg og blóð. Sendisveinar aðhyllast ekki slíka foringja. Sendisveinar eru yngstu verkamenn landsins, og jafnframt fremstir í flokki gegn alþýðu- broddunum, sem lifa á sult og seyru verkalýðsins. Fagurgali og hræsni broddanna dugir ekki lengur, sendisveinar vita og hafa sýnt hvað þeir geta og berjast gegn blóðsugunum á þjóðarb'kamanum, sem eru hinir svokölluðu kratabroddar. S. Til starfa. Sendisveinadeild Merkúr, hefir ekki starfað í nokkurn tíma, eftir að Marxistarnir höfðu klofið hana, en nú er félagsskapurinn myndaður aftur og nú verðum við að standa þétt saman og beita okkur fyrir velferð sendisveina og bættum kjörum fyrir þá. En það er nú samt ekki einhlítt. Við verðum að gera það líka að okk- ar áhugamálum, að hver standi vel í sinni stöðu og læri að vera ábyggilegur og stundvís. Nú befir verið ákveðið, að gefa út blað innan félags okkar og við skrifum í það og ræðum okkar má\ efni. Æskilegt væri það, að blaðið gæti verið laust við pólitík, en ég get 'nú samt ekki fyllilega bú- ist við því, það er ekki hægt að takmarka skoðanafrelsi hjá nein- um. En eitt er hægt að gera, að rugla ekki saman mönnumogmál- efnum og forðast persónulegar á- rásir. Og að endingu, kæru félagar! Þá vil ég minna ykkur á, að ef við erum trúir og dyggir sendi- sveinar, meðan við erum ungir, þá verður okkur trúað fyrir á- byrgðarmeiri störfum þegar við verðum eldri. ? J- Ó. Þar hitti fjandinn ömmu sína. Pétur Pétursson og Svavar Guðjónsson. Einn ógeðslegasti og ruddaleg- asti unglingur, í olíudeild Héðins V., sem hann hefir skýrt S. F. R. (sjúkrafélag Reykjavíkur), er Pétur Pétursson, bróðir Jóns Axels P. lóðs. Eins og þessi náungi á ætt til að rekja, er hann montinn með sfg og rausgefinn mjög. Kann þóttist heldur hafa dott- ið í lukkupottinn, þegar hann með hjálp annara sér álíkra þokkapilta gat sprengt að nokkru stéttarfélag sendisveina, S. D. M. í vor (1933). Hann ætlaði sér að verða mikill maður á meðal stétt- arsvikaranna og ganga næst Héðni. En Pétur greyið misreikn- aði sig, hann hélt sig fyrirfram ákveðinn aðalmann sjúkradeildar- innar, S. F. R., vegna hæfileika í lymsku og glamri, en hitti þá fyrir sér annan ennþá færari og æfðari í þessum efnum báðum, sem sé, Svavar Guðjónsson, sem aldrei hefir verið sendisveinn nema viku og viku í einu, af sérstökum ástæðum; Hann á vel við gamli málshátturinn, þegar talað er um kynni Péturs og Svavars, að þar hafi fjandinn hitt ömmu sína. Svavar varð liðhlaupi urri líkt leyti og Pétur. Síðan hafa þeir barizt um völdin í liðhlaupadeiJd- inni, S. F. R., og þá sérstaklega um það, að láta Héðinn keyra sig heim í luxusbílnum, á kvöldin. Mælt er að Svavar hafi oftar fengið að sitja í, og þar af dreg- ið, að honum hafi géngið skár í •valdabaráttunni. Enda grunnt á því góða milli Japls bróður Pét- iirs og Héðins. S. D. M. getur hrósað happi yf- ir að hafa ekkert með slíka ná- unga að gera, sem Pétur og Svavar, þeir eru öllum góðum drengjum hvimleiðir, og eiga því ekki heima annarsstaðar en í svikaradeildinni, SFR. SendiII. Frá Merkúrfundinum Merkúrfundur var í gær. Þar voru allmargir sendisveinar, og heyrðu hljóðið í málpípum krata og kommúnista, sem þar urðu sér náttúrlega til stórrar skammar. Frk. Laufey kvakaði þar sinn sorgarsöng yfir sínu eigin dug- leysi og aumingjaskap. Frk. Guð- ný var heldur gleiðari, en þó ámátleg mjög og lá við að flestir sofnuðu í salnum meðan á mál- flutningi hennar stóð. Lakastur var þó litli kratabroddurinn Pét- ur Halldórsson, sveitamaður að austan, sem m'eð offorsi réðist að S. D. M. og þeim mönnum, sem fyrir sendisveina hafa starfað. En iítið varð úr vindbelgingi Pét- uíí þegar á átti að herða, og gafsi hann algj >rlega upp við sví- v'iroingariðju sína, legar send; sveinninn Gunnar Gunnarssou iia.-'ði staðið upp og tekið duglega í iurginn á honum. Fundarstió:-i var Sigurður Jónannsson, og tókst mjög sæmilega að sitja á rétti allra fundarmanna annara en kommúnista. Sendisveinar! Bráðlega verður aðalfundur í Merkúr að nýju. Mætið þar og látið engum líðast að traðka á rétti ykkar. En það mun kommúnistasamfylkingin, íhalds-, krata- og Framsóknar- liðið reyna að gera á framhalds- aðalfundi Merkúrs, eri það hindrið þið og mætið allir. 15. marz. H. R. -!i 1 t, • ». 1 • ¦ f ,' L''-SAv'ARrilft -__ , ____ i:i r. ? Kaupi fslenzk frfmerki hæsfa verði. Gísli Sigurbjörnsson, Uœkjapforgi 1. — Sími 4292.

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/762

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.