Elding - 01.03.1934, Blaðsíða 4

Elding - 01.03.1934, Blaðsíða 4
Hagsmunamál sendisveina. Eins og þið vitið, þá er stétt hér í bæ og öðrum bæjum, er nefnist sendisveinastétt. Þessi stétt hefir lægsta kaup af öllum stéttum landsins. Sendisveinar eru látnir vinna langt fram á nætur og sagt að koma með fyrstu mönnum í búðirnar á morgnana. Sendisveinar hafa lágt kaup, þeir hafa 50—75 kr. á mánuði. Ef sendisveinar hefðu ekki foreldra sína á bak við sig, þá gætu þeir ekki lifað á kaupi sínu. Sumir sendisveinar hafa varla nóg til að borða, þeir eru í slitnum klæðnaði og er alltaf kalt. Og kaupmenn þeir, sem þeir vinna hjá, banna sendisveinum að ganga í nokkurt sendisveinafélag. Það gera þeir vegna þess, að þeir vita, að- sendisveinafélög starfa að því að reyna að koma á kauphækkun meðal sendisveina. Þessir maura- púkar fylla heldur pyngjuna, en að borga sendisveinum 1Q0 krón- ur á mánuði. Ég get gefið eitt dæmi, það er ein fjölskylda hér í bæ, faðirinn er atvinnulaus, konan liggur fyrir dauðanum ög sonurinn þrælkar hjá einum mesta maurapúka bæj- arins. Þessi drengur hefir ekki nema 40—50 kr. á mánuði, og vinnur frá kl. 8 á morgnana til kl. 8V2 á kvöldin, verður að skúra gólfin og sendast með allar pant- anirnar á slæmu hjóli. Svona hafa kaupmenn það. Þeir kúga þessa stétt undir sig. En vonandi verður þessi stétt ofan á. Eflið samtökin og gangið í Sendisveinadeild Merkúrs, sem berst fyrir hagsmunamálum ykk- ar. Gunnar Gunnarsson. Pugflafræ Nýkomið fyrir canarifugla, sel- skapspáagauka og páagauka. Laugavegs Apotek. Verzlui&in. Visix* Matvöruverzlun Vaxandi viðskifti sanna, að þeir, sem kaupa nauðsynjar sínar í \ erzhminni „Vísir", fá beztar vörur fyrir lægst verð. Gerið innkaup þar. Sendisveinar Vísis eins og Elding um a 11 a borgina. FJÖLNISVEG 2. LAUGAVEG 1. Sími 2555. , Sími 3555. Hjálparsjóður sendísveína. Nýlega var á fundi í S. D. M. stofnaður hjálparsjóður sendi- sveina að tilhlutun Jóns Ólafs- sonar. Enn hefir ekki verið sam- in reglugerð fyrir sjóðinn, en það mun bráðlega gert. Tilgangur sjóðsins á að vera sá, að útvega fátækum sendisveinum skjól og hlífðarfatnað í hinu erfiða og vos- búðasama starfi þeirra, og skal þeirh annaðhvort lánað úr sjóðn- um til slíkra kaupa til einhvers ákveðins tíma eða þá veittur styrkur úr honum. Sjóðurinn hyggst að fá starfsfé sitt með frjálsum samskotum sendisv'eina sjálfra og þeim velviljuðum bæj- arbúum. Gjaldkeri S. D. M., Ein- ar Bjarnason, er jafnframt gjald- keri sjóðsins og veitir móttöku gjöfum í hann. Styrkið sjóðinn og eflið samtökin. K. Þ. Skráning atvinnulausra sendisveina. Atvinnulausir sendisveinar! S. D. M. hefir opna skrifstofu, sém oft getur útvegað ykkur pláss og þess er vænst, að þið notfærið ykkur skrifstofuna, sem opin er allan daginn á Lækjar- torgi 1 og hefir síma 4292. Sendisveinum daglega útveguð atvinna. Ábyrgðarmaður: Friðrik Sigurbjörnsson. Prentsmiðjan Acta. - Kaupið og notið Álafoss-föt. -Á-l a. f o s s Þingholtsstræti 2. esmmmmammmmmmammmmmmmmmmm Krisfján Guðmundsson er einn þeirra manna, sem stétt sína hefir svikið, og gengið á mála hjá olíuauðvaldi bæjarins. Það mun sannast hið fornkveðna, „að \ sér grefur gröf þó grafi", um þenna ungling, sem gekk úr Sendisveinadeild Merkúr og vóg þar með af tan að samtökum stétt- ar sinnar á svívirðilegan hátt. Annars mega þessir ungu menn, sem undir fölsku flaggi sigla nú og þykjast vinna að samtökum stéttar sinnar í S. F. R:; en eru sem afturgengnir dráugár með rýting í hendi, að læðast að baki Sendisveinadeildar Merkúr, eina stéttarfélags sendi- sveina í Reykjavík, vita það, að S. D. M. lifir og eflist, en S. F. R'; er andvana fætt. A. wfmmmmm.....—— wmmmmmmmÉmmm Maðiirinn með 19 atkvæðin er Sigurður Jóhannsson fra Brautarholti almennt kallaður síð- an hann var „kosinn" formaður í Heimdalli á fjölmennum aðal- fundi í félaginu, þar sem! mættir voru 22 „meðlimir" af þeim 800, sem skráðir eru í bækur félags- ins.- Mun eiga að taka þessa ráð- stöfun þannig, að Heimdallur eigi að deyja, eins og öll önnur félög, sem Sigurður hefir komið nálægt, samanber „Mjöll" í Borgarnesi og „Merkúr". Blástakkur.

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/762

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.