Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 bílar Ökumenn BMW-bifreiða eru taldir hegða sér einna verst í umferðinni og vera ögrandi í aksturslagi 4 Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is S tutt er síðan þátttaskil urðu í sólarhringskapp- akstrinum í Le Mans í Frakklandi. Byltingar- kennt þótti er Audi og síðar Peugeot tefldu fram bílum knúnum dísilmótorum. Og gangi áætlanir svissneska fyrirtækisins GreenGT upp er þess ekki langt að bíða að rafmagnsbílar keppi í kapp- akstrinum sögufræga. Nýr hugsunarháttur Audi hefur gjörbreytt hugsunar- hætti í keppnisgeiranum gagnvart dísilvélum með R10-bílnum. Hefur hann verið ósigrandi í Le Mans und- anfarin þrjú ár en dísilbíll Peugeot hefur ógnað veldi Audi og unnið mörg mót í ár og fyrra í Le Mans- mótaröðinni svonefndu austan hafs og vestan. Og nú hyggst GreenGT verða álíka múrbrjótur með bíla sem knúnir eru raforku og hefur það smíðað hugmyndabílinn Twenty-4 2011. Bíllinn er hannaður af nem- endum hönnunarskólans í Val- enciennes í Frakklandi og byggist á undirvagni frumgerðar keppnisbíls sem GT smíðaði til prófunar í ár. Straumfræði Twenty-4 2011 bíls- ins byggjast á því að hann verði sem hraðskreiðastur og dragi sem lengst. Ráðgert er að hann verði knúinn tveimur 100 kílóvatta raf- mótorum er skili 2000 Nm togi og allt að 450 hestöflum. Ásækið útlit Aðalhönnuður bílsins er Frakkinn Thomas Clavet en hann segir bílinn eiga að geta náð 10 km hraða á innan við fjórum sekúndum og 275 km/klst hámarkshraða. Útlitið er ásækið, beinlínis óeirið, með ýktum uggum hér og þar út úr yfirbyggingunni. Og þetta er ekki einvörðungu ímynd- unarbíll, því GreenGT heitir því að koma með bíl er byggir á hug- myndabílnum til keppni í Le Mans eftir tvö ár, 2011. Efasemdarmenn hafa ekki setið á sér – ekki frekar en er Audi undirbjó komu dísilbílsins. Þeir segja að bíl- inn muni skorta drægni til að geta haft roð við bensín- og dísilbílunum. Það fer eftir þróun rafgeyma- tækninnar hvenær þaggað verður niður í þessum röddum, en GreentGT treystir á að henni hafi fleygt mjög fram að tveimur árum liðnum frá því sem nú er. Keppnisbíll Bílnum góða verður teflt fram í Le Mans 2011, fyrstum rafbíla. Hraðskreiður rafbíll GreenGT Twenty-4 hugmyndabíllinn er trúr ímyndinni um hraðskreiða og langdrægra Le Mans-bíla. Ætla að keppa á rafbíl í Le Mans 2011 Norski bílaframleiðandinn Think braut blað í sögunni í vikunni er hann hlaut fyrstur bílsmiða vottun er gildir samtímis í öllum aðildar- ríkjum Evrópusambandsins (ESB). Í vottuninni er skrifað upp á að Think City EV-bíllinn sé öruggur til aksturs á hraðbrautum og öðrum þjóðvegum. Til þess að hljóta viður- kenninguna gekkst bíllinn undir próf þar sem rúmlega 40 þættir í honum voru reyndir. Þar á meðal var árekstrarpróf, prófanir á bremsuvirkni, ljósabún- aði, útblæstri og ýmsum verk- fræðilegum atriðum. Þar sem um rafbíl er að ræða losar Think City EV ekkert gróðurhúsaloft í út- blæstri sínum. Umrædd vottun er sögð munu greiða fyrir mun fljótari innleið- ingu Think City EV-bílsins á Evrópumarkaði en ella. Öruggur bíll Gefin var út vottun upp á að Think City EV bíllinn sé öruggur til aksturs á hraðbrautum. Think fær vottun fyrir hraðbrautir Sjö ára stúlka settist undir stýri fjölskyldubílsins og ók eftir hjálp, eftir að faðir hennar beið bana í umferðaróhappi. Varðstjóri í bænum Clovis segir að stúlkan hafi áttað sig á hvern- ig komið var fyrir föður hennar eftir að bíllinn valt. Stúlkunni tókst að koma bílnum af stað og hafði ekið um 5 km er bílstjóri tók eftir henni. Hún og fjögurra ára bróðir hennar meiddust aðeins lítilsháttar í at- vikinu. Stúlkan sagði að faðir hennar hefði ætlað til Clovis að kaupa bjór en talið er að hann hafi verið undir áhrifum áfengis undir stýri. Bílvelta Sjö ára stúlka ók eftir hjálp eftir að faðir hennar velti bílnum sem þau voru í. 7 ára stúlka ók eftir hjálp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.