Nýtt kvennablað - 19.06.1940, Side 5

Nýtt kvennablað - 19.06.1940, Side 5
1. árg. - 1. tbl, 19. jiiní 1940, *ÍTT • KVœ^WABLAÐ 'Z/pp/ia/s orð. Eftir því sem aldan vex, árar fjölga á borði. Þeg-ar mest á reynir, þurfa kraftarnir að vaxa að sama skapi. Ivonur og kvenfélög hafa um áraskeið rætt um kvennablað, en framkvæmdirnar, að hrinda því af stokkunum, hafa dregizt, þó að niðurstaðan hafi jafn- an orðið sú, að við þyrftum að eiga blað. Svo til má það ekki lengur ganga. Nú sameinumst við til átakanna. Nú, þegar útlitið sýnist hvað svartast, er þörfin, mest. Þótt kvennablað hafi ekki þrifizt hér á landi, síð- an að konur fóru að gefa sig við stjórnniálum, og skipa sér í ólíka flokka, er ástæðulaust að trúa al- grjörlega á framhald þeirra vanþrifa. Við hverfum ekki frá bjartsýni, þó að grimmd og ofbeldi virðist ráða ríkjum, heldur trúum því, að okkar hugur og liönd megi búa í haginn fyrir betri og réttlátari aðstöðu einstaklingsins. Hin ýrnsu viðfangsefni samtíðarinnar viljum við ræða rólega, svo að þau skýrist og konur sjái, að það eru þeirra eigin mál, og þá verðum við samhentari í öll- um framkvæmdum. Okkur nægir ekki að sitja auðum höndum og lilýða á aðra; við viljuin sjálfar leggja til málnnna og taka beinan þátt í starfi, sem til gagns má verða. Á 25 ára afmælisdegi jafnréttisins leyfum við okk- ur að bjóða ykkur NÝTT KVENNABLAÐ. Hver kaupandi styður okkar góða vilja til sigurs. Við snúum okkur til allra góðra manna, og sér- •staklega þó til íslenzku kvcnnanna, og heitum á ykk- ur að vinna að útbreiðslu blaðsins og styðja það á allan hátt, fylgjast með umræðum frá byrjun og láta í Ijós huga ykkar til hvers máls. Sendið okkur línu. Sendið blaðinu greinar. Það vill vera málflytjandi áhugamála ykkar. Við hlökkum til samstarfsins við ykkur, íslenzku konur um land allt. Greinar til skemmtunar og fróðleiks mun blaðið flytja eftir því, sem rúm leyfir. En vegna dýrtíðar höfum við blaðið lítið, svo að verðið sé ekki þrösk- uldur í vegi þess að almenningur geti cignazt það. Það er ætlun okkar, að láta NÝTT KVENNA- BLAÐ koma út mánaðarlega frá okt.—maí. Næsta blað kemur því í október í haust. Þetta fyrsta blað flytur kveðju okkar og óskir um sumararð og yndi til hvers lesanda. GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR. MARÍA .1. KNUDSEN. JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR. Kvenréttinda- hreyfingin. Það eru Bandaríki Norður-Ameriku er telja sig eiga með réttu heitið „vagga kvenfrelsis- hreyfingarinnar“, og telja þau að fyrsta túlkun þessarar jafnréttishugsjónar komi fram í sjálf- stæðisvfirlýsingu þeirra, er þau slitu tengslum við Bretland og gerðust óháð riki. í grein þeirri í sjálfstæðisyfirlýsingunni, sem til er vitnað, er farið fögrum orðum um það, að allir séu bornir til liins sama réttar. Þar var enginn greinarmunur gerður á karli og konu. Þetta var nú í hrifningarvimu nýfengins sjálf- stæðis; en hún leið hjá, og er fulltrúar þeirra 13 ríkja, sem í fyrstu mynduðu samband það, er nú er orðið að hinu mikla stórveldi, Bandarílcj- um Norður-Ameriku, árið 1787, komu saman til þess að semja stjórnarskrá sambandsríkisins, var ákveðið að livert ríki skyldi setja sér sín sér- stöku l(jg, er meðal annars kvæðu á um kosn- ingarétt og kjörgengi, og þá fór svo, að livar- vetna var orði þvi í sjálfstæðisyfirlýsingunni, er náði yfir bæði hugtölcin, karl og kona, breytt í annað þrengra, er talið var að táknaði aðeins annað þessara hugtaka, og þá vitanlega liið fyrra. í einstaka riki höfðu konur fengið að neyta kosningarréttar, og vildu þær nú að hið sama skyldi gilda i öllum ríkjunum. En þessu var ekki að eins neitað, heldur var sá kosningarétt- ur, er þær höfðu haft, af þeim tekinn. Þar með var kvenfrelsisbaráttan liafin í Yest- urheimi, og var henni haldið áfram þar til hvert einasta ríki liafði samþykkt lög um jafnan kosningarétt. En sú barátta varð löng, því að 82 ár liðu þar lil fyrsta ríkið, Wyoming, árið 1869, veitti konum pólitískt jafnrétti, og enn liðu margir áratugir, unz öll liin rikin höfðu farið að dærni þess. iBOKASAiNj 1 *?v7s j ■vMHn

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.