Nýtt kvennablað - 19.06.1940, Page 7

Nýtt kvennablað - 19.06.1940, Page 7
NÝTT IÍVENNABLAÐ 3 (--------------------------------------------' Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi : Þú veizt ekki til hvers ég vakna, vakan hún lokkar mig. í draumnum ég dagsins sakna, þá dreymir mig bara þig. Við stjarnanna leiftur löngum létum við tvö í haf, með fagnandi farmannssöngum en fólkið í landi svaf. Og ég ætla að vaka og vaka Vil ekki af bátnum sjá. Við sólris við siglum til baka, og syngjandi eins og þá. Nú brimfaldinn kjölurinn klýfur, kætir hinn fríski blær, um sælöðrið báturinn svífur, en sveitin við augum hlær. Og örsmái fuglinn fleygi flögrar við bátsins hlið. Hann gleðst yfir glóbjörtum degi og golunni eins og við. Er líkastur fuglinum fleygum, farmannsbáturinn þinn. Við saman sólskinið eigum og svefnlétta morguninn. Nú ferðin er óðum á enda, aldan mér vaggar þó. Og árgeislar ylblíðu senda. Ó hvað er gaman á sjö. Þú veizt ekki til hvers ég vakna, vakan hún lokkar mig. [ draumnum ég dagsins sakna, þá dreymir mig bara þig. V_________________________________________ Fyrir heiíl kvenþjóðarinnar viljum vér allar vinna. Það er af, sem áður var, þegar Þorgeir Ljós- vetningagoði lag'öist undir liúöfatið til að liugsa einn fyrir alla. Nú eigum við öll að liugsa. Við liöfum skift hans hlutverki á milli okkar. Við eigum öll, konur sem karlar, að liugsa og vinna að velferðarmálum þjóðarinnar. Ef til vill væri æskilegt að sá eða sú, sem ætlar á ráð að leggja, liefði víðtæka lífsþekk- ingu, liefði t. d. gengið ævispor livers manns og liverrar konu, en meðan slikan göngugarp vantar, eigum við þá ekki að hætta á að segja það, sem okkur býr í brjósti? Mér finnst að konurnar, hver einstök, ætti að kveða upp úr með sínar skoðanir og sjá hvort þær þola dagsljósið. Sú, sem þegir altaf, veit kannske beina braut til farsældar, en lætur hjá líða að starfa til mannheilla. Hvað vildum við liver i sínu lagi hafa stuðst við i lífinu, og hvers vegna? Ekki til stundarþæginda. Við myndum allar láta þau af hendi fyrir aukna lífshamingju. — Eða er það það sama? Eg skal í örfáum orðum lýsa að nokkru minni afstöðu. Sá stuðningur, sem við allar konur ættum að fá á æskuárunum, ætti að stefna meðal annars að því, að við gætum orðið skjól nýgræðingn- um á næsta vori. Eg hefi það sjónarmið, að þægindi og lífs- hamingja sé ólíkara en dagur og nótt, og tel það skakkt að ala fólk upp til að verða dýrlc- endur þægindanna, að hugsa mest um að hafa lítið að gera, margt hjálparfóllc og bíla, ef út úr húsum er farið. Það er í andstöðu við lífs- liamingjuna. — Þess vegna eigum við ekki að forðast erfiðið, ekki heldur fyrir hönd dætr- anna. En að eitthvað verði úr starfi þeirra, þess óska ég. Að þær geli sætt sig við afköslin, þeg- ar degi liallar. Til þess að unga fólkið geti það með þvi meiri ánægju en við, tel ég muni beinlínis þurfa ósérhlífna aðstoð og leiðbciningar þeirra eldri. Fólk lítur misjafnlega á ávinninginn í að koma upp börnum. En það sýnist mér áþreif- anlegasta starf æfinnar. Aðeins hraust fólk hlýtur þá hamingju. Sé það i lcærleika innt af hendi, ber ég lotningu fyrir því.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.