Nýtt kvennablað - 19.06.1940, Side 8

Nýtt kvennablað - 19.06.1940, Side 8
4 NÝTT KVENNABLAÐ Þess vegna finnst mér fyrst og fremst eiga að búa konuna undir að bera ábyrgð á viðgangi barnsins síns. Við, sem viljum dætrunum til handa, að þær gangi i æðri skóla til þess siðan að vinna finni vinnu en liússtörf, verðum að gæta þess, að þær líði ekki tjón á lieilsu sinni eða hamingju. Óðinn lét Jjurt sinn augastein, af því hann fræðast vildi. Við getum, gert sem hann, en báða augasteinana megum við ekki láta. Við verðum að sjá sálinni farborða í hraustum líkama. Kyrrsetur og innivera liægu starfanna eru honum ekki hollar. Stórri sál og hraustum líkama þarf næsta kjmslóð að skarta, og svo hver af annari. Ástina þarf næsta kynslóð að bera í brjósti, sem verður með aldrinum lyftistöng i dagsins önn og þakklæti til Guðs. Og getuna þarf hún að hafa til að fórna sér fyrir lífshamingjuna, berist hún ekki án fórna upp í hendurnar. Konur á ýmsum aldri og í ýmsum stöðum eiga ólíkar óskir og langanir. Það er stór og fallegur hópur. Heitasta óskin allra þessara óska, er þó ósk ungu móðurinnar, að gela verið unga barninu sínu allt sem það þarfnast. Þess vegna á að búa hverja konu þeirri heil- brigði og kunnáttu, að sú ósk rætist. Eg óska eftir verklegu nárni til íianda öllum íslenzkum konum í barnameðferð. Nii höfum við fengið jafnrétti. Nú eru það lög, að við konurnar megum ráða og ríkja ut- an húss sem innan til jafns við karlmenn. En samt drögum við okkur í hlé, svo að jafnvel gaddasvipu þarf á fjöldann af konum, til þess * að fá þær til að leggja orð i belg, eða fylgjast að einhverju með þjóðmálum. Þær hafa naum- ast komið auga á nema eina hlið jafnréttis, sem sé þá, sem snýr að stjórnmálum og embættis- rekstri, og hafa enga trú á henni fyrir sig. En þrár þeirra og hæfileikar eru eftir fengin rétt- indi þær sömu og áður, og aðrar en karlmanns- ins. Og það ber frá minu sjónarmiði ekki að keppa að þvi, að breyta þeim í karlmannsþrár og karhnannshæfileika. Það væri heldur ekki jafnrétti. Það hlýtur að vera marlcmiðið, að meta þeirra þrár og þeirra hæfileika til jafns, eins mikils eins og karlmannsins, og glæða og styðja lilutfallslega. Ríkið krefst þekkingar til ýmissa starfa. Kon- um sem körlum standa þau til boða. Viljið þið verða læknar, prestar, þið megið það; það er víst jafn heimilt konum að verða skipstjórar, vélstjórar, búnaðarráðunautar o. s. frv. En þetta hafa verið mcira karlmannsstörf. Karlmönnum þykir þurfa fjögra til finun ára nám og þar yfir lil að rækja þessi störf. Þeir mela þau mikils og vilja leysa þau vel af hendi. Ríkið hefir frískóla fyrir nemendurna allan þennan tíma. — Hafa konur sambærilega að- stöðu til undirbúnings sinna starfa? Nei — og því ekki? Er það af því, að meðferð barna þessara manna sé alveg vandalaus, og uppeldið, sem konunum er svo mjög falið? Eða finnum við konurnar svona mikið til okkar? Erum viö fæddar þeim kostum búnar, að undirbúnings- menntun til ævistarfsins sé óþörf, eða bæti litlu við eðlisgáfu okkar? Jafnréttið höfum við illa fært okkur í nyt meðan ríkið sér konum ekki fyrir hlutfallslega jafngóðriundirbúningsmenntun i barnameðferð og ýmsurn kvennastörfum, sem karlmönnum í vélgæzlu og embættisrekstri, og hliðrar sér hjá að reka jafn fullkomna skóla handa kven- fólkinu. Starfsgleði fæst því aðeins, að verkin séu vel af hendi leyst. ÖIl fákunnátta dregur úr lienni. Það er því óréttur, sem rikið fremur á kvenþjóðinni, að búa það ekki undir lífsstörfin til jafns við karhnenn. Hjónabandið' átti að fella alt i Ijúfa löð. Það færir hjónunum sameiginlega vinnuarð beggja. Það hefir verið verndarveggur og fært lconunni heimili, og móðurinni er sunginn ástaróður; þetta er alltsaman gotl. En fákunnátta konunn- ar er henni farartálmi; lienni verður alt erfið- ara, þegar barnið fæðist, heldur en þyrfti að vera, ef hún hefði áður með börn farið. En það versta er þó, að barnið liður kannske æfilangt fyrir fum og fákunnáttu móðurinnár. Það er erfið byrði móðurinni sjálfri, sem ann þvi lieit- ar en sínu eigin lífi. En samtimis því, að gifta konan nýtur ástar og umhyggju, hafa líka aði’- ar konur fai'ið alls á mis, og sumar mæðurnar, ógiftu mæðurnai*, verið lieimilislausar. Þegar við konurnar erum farnar að ráða þjóðmálum með karlmönnunum, kröfðumst þess meðal annars til að hrinda órétti og bæta aðstöðu og aðbúð kvenna, og lítum yfir farinn veg, þá er saga ógiftu mæðranna átakanlegust. Sorgai-leikii-nir eru margir og stórir, sem þær bei-a uppi. Þetta hefir Kvenréttindafélag íslands látið sig

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.