Nýtt kvennablað - 19.06.1940, Side 11

Nýtt kvennablað - 19.06.1940, Side 11
NÝTT KVENNABLAÐ 7 Frá alþjóðakvenréttindaþinginu 1939- SíðastliðiÖ suraar sótti ég ásamt 6 öðrum kon- um úr Kenrétlindafélagi íslands alþjóðakven- réttindaþing, sem haldið var i Kaupmannahöfn í júlímánuði það ár. Til fararinnar nutum við nokkurs styrks úr ríkissjóði, sem gerði ok'kur ferðina fjárhagslega mögulega. Vil eg hér með, þótt seint sé, tjá ríkisstjórninni, fyrir iiönd okk- ar allra, þakkir fyrir þá góðvild, er við nutum. Meðan við dvöldumst í Kaupmannahöfn vorum, við gestir danska kvenréttindafélagsins, sem gerði allt til að gera okkur dvölina ánægju- iega. Á þinginu mættu fulltrúar 22ja þjóða, úr öll- um álfum heims, af ólíkum kynstofnum, trúar- hrögðum og siðvenjum. Þar voru indverskar furstafrúr í skikkjum sinunr, með höfuðdjásn og gullsaumaða ilskó. Þar voru konur í’rá Egiptalandi, Pa'estínu, Ástralíu, Ameriku —- jafnvel alla lcið austan úr Kína. Flest lýðræðisríki Norðurálfunnar munu og hafa :átt þar fulltrúa. Alls var talið að um 200 hefðu sótt fundinn. Þessar konur höfðu lagt á sig allt að mán- aðar ferðalag, sumar hverjar, til að liittast viku tíma og ræða um ýms þau nauðsynjamál og erfiðleika. sem konur allra landa eiga við að stríða, og til þess sameiginlega að reyna að finna einhver ráð til að hæta ástandið. Mér er ógleymanlegur sá andi réttsýnis og einingar, sem alltaf rikti, þrátt fyrir skoðana- mun og árekstra þar af leiðandi, og ég tel þessa júlídaga í Kaupmannaliöfn eitt af því, sem ég vildi ekki hafa farið á mis við. Enga okkar grunaði þá, að eftir einn mánuð yrði það ófriðarhál kveikt, sem nú geysar, og að ári liðnu væru flestar þær þjóðir, sem þarna áttu fulltrúa, orðnar þátttakendur í þeim ægi- lega liildarleik, sem nú er háður með öllum þeim ólýsanlegu hörmungum, sem striði fylgir. Forseti Alþjóða kvenréttindasambandsins er Mrs. Margaret Corbett Ashby, ensk kona, stór- gáfuð og vel menntuð; hefur hún mcðal annars stundað háskólanám í norrænu. Vann hún óðar lijörtu okkar fslendinganna, með sinni yndis- legu framkonm og mannkostum, sem alltaf komu í ljós. Meðal merkra kvenna, sem þarna fluttu er- indi, var hin fræga enska mælskukona, lady Astor, sem átt hefir sæti i enska þinginu yfir 20 ára skeið. Þar var og nafnkunn kona frá Tékkoslóvakíu, Madame Plaminkova. Var hún þingmaður þegar Þjóðverjar innlimuðu föður- land hennar í þýzka ríkið, og var ein af þeim fáu fulltrúum þjóðarinnar, sem þá mótmællu því ofheldi. Það yrði oflangt mál að telja hér nöfn þeirra kvenna, sem þarna voru, og sem voru frægar, margar liverjar, fyrir störf sín, ýmist lieima i föðurlandi sínu eða i alþjóðamálum. Ég var stundum að Iiugsa um það, livernig stæði á því, að við, sem komum frá olckar fá- menna og fátæka íslandi og að minnsta kosti flestar töldum okkur úr hópi íslenzkra alþýðu- kvenna, skyldum ekki finna meira iil smæðar okkar en við gerðum i þessum heimsborgara- hóp. Líklega hefir það verið vegna þess, að hér voru allir með svipuð áhugamál og svo mun það einkenni sannmenntaðra manna, að öllum líður vel i návist þeirra. Flestar íslenzku konurnar voru á peysuföt- um eða upphlut; ég var þó ekki ein af þeim. Islenzki þjóðbúningurinn þótti mjög fallegur, enda sagði eilt af dönsku blöðunum, að ind- versku og íslenzku konurnar kepptu hverjar við aðra i skrautklæðnaði. Eins og gefur að skilja, tók fundurinn til meðferðar öll kvennamál, svo sem: Konan í framleiðslunni, á atvinnusviðinu, í félagsmál- um, sem húsmóðir, sem neytandi, sömu siðferð- iskröfur lil beggja kynja, jöfn vinnuskilyrði, sömu reglur fyrir ríkisborgararétti og kröfur einstæðra mæðra. Hvernig konurnar ættu að ná meiri áhrifum i þjóðmálum. Þá voru haldnir þrír æskulýðsfundir í sam- handi við þingið. Einn fundur var fvrir Norðurlöndin sérstalc- lega og fjallaði hann um hvað kosningaréttur- inn hefði fært konunum og hvað væri ófengið. Eg ætla ekki hér að skýra nánar frá með- ferð málanna eða hverjar samþykktir þingið gerði. Atburðir þeir, sem síðan liafa gerzt, liafa kollvarpað öllu, sem á var byggt, svo ekki stend- ur steinn yfir steini. Við vitum ekki einu sinni hver örlög lcunna að hafa beðið þessara kvenna, sem þarna voru glaðar og vongóðar um áfram- lialdandi starf. Þvi síður vitum við livaða ör- lög bíða þeirra nú eða eða olckar sjálfra. Þó getum við elcki annað en spurt? Hvað er orðið um konurnar frá Póllandi, Finnlandi, Iíollandi,

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.