Nýtt kvennablað - 19.06.1940, Qupperneq 12
8
NÝTT KVENNABLAÐ
Belgíu? Hafa þær eins og þúsundir kvenna í
þessum löndum séð heimili sín lögð í rústir og
ástvini sína drepna, eða horft á eftir þeim, út í
vitfyrring stríðsins? Lifa þær einhversstaðar
sem heimihslausar flóttakonur, fjarri öllu, sem
þeim er kært. Eða hvert verður iilutslcipti ensku
og frönsku kvennanna?
Þannig getum við haldið áfram að spyrja
um flestar þær, sem þarna voru samankomnar.
En við vitum, elckert, ekki einu sinni hvernig
dönsku konunum liður, sem sýndu okkur ó-
gleymanlegan vináttuhug og vinsemd. Við höf-
um ekki einu sinni fengið fundargerð frá þing-
inu, því að áður en hún liefir verið fullgerð,
var ófriðarblikan orðin það uggvænleg, að allt
annað en nauðsynlegustn varnarriáðstafanirvarð
að bíða. Við fréttum síðast, að danska Kven-
réttindafélagið hefði lánað skrifstofur sínar og
allt starfsfólk í þjónustu loftvarnanna.
Það er kunnara en svo, að hér þurfi um það
að tala, livað gerðist í Danmörku 9. apríl s.l.
Það þarf því ekkert sérstaklega lifandi ímynd-
unarafl til að geta sér til hvernig umhorfs er i
huga dönsku lcvennanna.
Þannig er þá ástandið nú og við verðum, að
horfast í augu við þann hitra sannleika, að
konurnar hera sinn lduta af sökinni. Því jafn-
vel þó öll okkar samúð sé með þeim, sem nú
berjast fyrir frelsi og lýðræði og orðið liafa
fyrir villimannlegum árásum, ])á finnum við,
að rót alls þessa hlýtur að liggja dýpra en svo,
að það sé grimmd og droltnunarstefna tveggja
eða þriggja manna. Það hlýtur að vera mein-
semd, sem fyrst þarf að lækna, áður en liægt
er að gera sér vonir um betra lif fyrir mann-
kynið.
Það er ekki nóg að tala fögur orð um jafn-
rétti og frið, og umbætur á öllum sviðum. Það
hefir ekki skort á alþjóðafúndi, friðarþing og
afvopnunarráðstefnur, en það hefir skort á
heilindi.
Einhverjar veigameslu röksemdir lcarlmann-
anna fyrir því, að þeir séu til þess fæddir að
stjórna heiminum eru þær, að þeir séu í mjög
mildu ríkara mæli gæddir rökréttri hugsun og
rólegri dómgreind. Má vel vera að svo sé. En
þá hlýtur sú spurning að vakna: Ef það er rök-
vísi og kaldhyggja, sem komið hefir mannkyn-
inu á ])á vonarvöl, sem það nú cr á, mundi þá
saka þó m,inna gætti þeirra eiginleika og meira
umburðarlyndis og kærleika, sem hvorttveggja
er talið kvenlegar dyggðir.
Hlédrægni er eiginleiki, sem flestar konur hafa
fengið í vöggugjöf og sem sízt má lasta. En
hlédrægni getur verið um of. Orsakist hún af
minnimáttarkennd, hlýtur hún að vera Þránd-
ur i Götu konunnar til jafnrar stöðu við lcarl-
manninn. Og sé það af lilédrægni að konurnar
eftirláta hræðrum sínum að ráða flestum þjóð-
félagsmálum, þá er liún liæltuleg, því að við
verðum að skilja, að um leið og við höfum
öðlazt stjórnmálalegt jafnrétti við karlmenn-
ina, þá berum við einnig ábyrgð á því hverjir
stjórna og hvernig stjórnað er.
Þótt útlitið sé nú svart megum við ekki ör-
vænta.
Ef lífið á þessari jörð á að vera þess virði,
að því sé lifað, verðum við að vona, að jafnvel
upp af þjáningum mannanna og ógnum styrj-
aldarinnar geti vaxið eitthvað gott, sem kon-
urnar hafi djörfung og dug til að vera með í
að skapa. María J. Knudsen.
Stór fjársöfnun mun hefjast í bænum næstu
daga á vegum nefndar þeirrar, er á að skipu-
leggja og sjá um að sem flest Reykjavíkur-
börn fái að dvelja í sveit einhvern tíma af sumr-
inu. Nefndina skipa fulltrúar frá ríki og bæ og
Rauða Krossinum.
Mörg kvenfélög bæjarins liafa gengið sem
sjálfboðaliðar inn í starfið.
Konur skipta a<5 öðru jöfnu við þá, sem auglýsa
í blaði þeirra.
Munið
handsápuna
de
/Daría.
Félagsprentsmiðjan h.f.