Morgunblaðið - 22.06.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 22.06.2009, Síða 1
SAMTÖK atvinnulífsins vilja að rík- isvaldið selji ríkisbankana til er- lendra aðila, svo bönkunum sé kleift að þjóna atvinnulífinu og þörfum þess. Þetta kom fram í viðræðum að- ila vinnumarkaðarins og ríkisstjórn- arinnar í gærkvöldi, þar sem rætt var um gerð stöðugleikasáttmála. Þar var einnig fjallað um stór- framkvæmdir og hugsanlega þátt- töku lífeyrissjóðanna í fjármögnun. Framkvæmdir eru taldar mik- ilvægar svo halda megi atvinnustig- inu. Vilhjálmur Egilsson formaður SA segist bjartsýnni nú en fyrir helgi um að lending náist í samningamálum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ tók í svipaðan streng og sagði fundinn í gærkvöldi hafa verið árangursríkan. „Nú hafa menn náð þræði, en spurn- ingin er sú hvort úr verði klæði,“ sagði Gylfi. sbs@mbl.is | 2 Hafa náð þræði í við- ræðunum Bjartsýni ríkjandi Morgunblaðið/Heiddi Umkringdur Uppnám varð hjá lögreglu og slökkviliði vegna málsins. Maðurinn reyndi einnig að keyra inn í Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. ÖKUMAÐUR á jeppa ók um níuleytið í gær að slökkvistöðinni við Skógarhlíð og þar í gegnum all- ar hurðir sem snúa að Skógarhlíðinni. Þær eru sex talsins og eru nú allar ónothæfar utan ein, en þar var opið. Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins segir þetta mikið tjón og áfall. Hann segir ómögulegt að vita hvað manninum gekk til. Slökkviliðsmenn reyndu að króa manninn af með því að keyra á hlið bílsins á sjúkrabifreiðum, án árangurs. Eltingarleiknum lauk við lögreglu- stöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtek- inn. Þangað hafði hann ekið, sýnilega til þess að keyra á lögreglustöðina. Tveir lögreglubílar eru stórskemmdir, annar sem kom að Skógarhlíð og hinn sem stöðvaði loks ökumanninn við Hverfis- götu. Auk þess ók hann á fólksbíl á leiðinni. Kristján Ólafur Guðnason, staðgengill yfirlög- regluþjóns, sagði að maðurinn yrði í haldi yfir nóttina og að rannsókn stæði nú yfir. Ekkert væri hægt að staðfesta um tildrög eða ástæður að svo stöddu. halldorath@mbl.is Ók í gegnum fimm hurðir Morgunblaðið/Júlíus Skemmdir Tveir lögreglubílar skemmdust verulega í eltingarleiknum. Morgunblaðið/Heiddi Náðist Maðurinn var loks króaður af við lögreglustöðina við Hverfisgötu.  Ökumaður olli stórtjóni hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins  Lögreglan elti manninn frá Skógarhlíð að Hverfisgötu  Tvær lögreglubifreiðar stórskemmdar M Á N U D A G U R 2 2. J Ú N Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 167. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «FLUGAN SVEIMAÐI UM BORGINA SÖNGUR, DANS OG KAFFI Í HLJÓMSKÁLANUM «HEILSUHÚS KATTA OG HUNDA DÝRIN FÁ HÓMÓ- PATAMEÐFERÐ ÓMAR Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í Kópa- vogi, kveðst ekki hafa átt von á ákvörðun Gunnars I. Birgissonar sem kom fram í yfirlýsingu bæjarstjórans í gær. Gunnar sendi fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hann kveðst munu víkja sæti sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi á meðan lögreglurannsókn fer fram á mál- efnum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Hann treysti því að rannsókninni verði flýtt eins og kostur sé. Gunnar segist ekki hafa tekið ákvörðunina vegna þrýstings frá framsóknarmönnum um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórn. Hann ítrekar að enginn glæpur hafi verið framinn og hafnar yfirlýsingum Flosa Eiríkssonar og Ómars Stefánssonar um að hann hafi vísvitandi borið rangar upplýsingar fyrir Fjármálaeftirlitið. Ómar sagðist ekki myndu gefa út neinar tilkynningar um samstarfið fyrr en eftir fund í fulltrúaráði flokksins sem haldinn verður í kvöld. | 6 Gunnar I. Birgisson í tímabundið leyfi Kom Framsókn á óvart Gunnar Birgisson  Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttardóm- ara þykir það að- alatriði í Icesave- málinu að fá úr því skorið hvort íslenska þjóðin skuldar inni- stæðueigendum fé að lögum. Með samningnum sem nú liggur fyrir sé verið að afsala Ís- lendingum rétti til að fá úrlausn dómstóla í málinu. Þennan rétt seg- ir Jón Steinar helgan í öllum sið- menntuðum ríkjum. Jón Steinar telur það skyldu ís- lenskra stjórnvalda að tryggja þjóðinni rétt til að fá úrlausn máls- ins fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum. »15 Skylda ráðamanna að láta dómstóla fjalla um Icesave Jón Steinar Gunnlaugsson Fjórir leikir fóru fram í Pepsideild karla í fótbolta í gær. Sigur Grind- víkinga gegn Fylki kom á óvart. Fram lagði KR örugglega. FH og Keflavík lönduðu sigrum. Grindavík lyfti sér af botninum Ísland og Eistland skildu jöfn í und- ankeppni EM í handknattleik í gær. Athygli vakti að Hreiðar L. Guð- mundsson markvörður lék með Man Utd derhúfu í síðari hálfleik. Hreiðar var með derhúfu í markinu Hermann Hreiðarsson hefur fengið tilboð frá enska 1. deildarliðinu Middlesbrough. Landsliðsmaðurinn ætlar að ákveða á næstu dögum hvar hann leikur næstu árin. ÍÞRÓTTIR Hermann er með tilboð frá „Boro“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.