Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is SKÓLAGJÖLD við íslenska há- skóla hækka í haust, þar sem þau eru innheimt. Kostnaðurinn við að stunda grunnnám í heilan vetur hjá Háskólanum í Reykjavík, Há- skólanum á Bifröst og Listaháskóla Íslands hækkar nú um 34 til 38 þúsund krónur. Það svarar til 8- 12% hækkunar frá fyrra ári. Skráningargjöld í Háskóla Ís- lands, Háskólanum á Akureyri og Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri verða áfram 45 þúsund krón- ur. HR er einkahlutafélag, en LHÍ er sjálfseignarstofnun, eins og Há- skólinn á Bifröst. Skólarnir hafa frjálsar hendur um fjárhæð skóla- gjalda. Skólagjöld fyrir veturinn 2009- 2010 verða 308 þúsund krónur í HR, og 320 þúsund krónur í LHÍ. Dýrasta grunnnámið er á Bifröst, nú mun kosta 510 þúsund krónur að stunda fullt nám þar. Hafa verið óbreytt í þrjú ár „Skólagjöldin hjá okkur hafa verið óbreytt í þrjú ár, nú hækka þau um 8%. Þegar litið er til hækkunar á verðlagi á sama tíma er því um raunlækkun að ræða,“ segir Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst. Þegar gjöldin hafi verið óbreytt svo lengi sé ekki óeðlilegt að hækka. Þá hafi húsaleiga á nemendagörðum á Bifröst verið lækkuð á móti um 20%. Skólagjöld í meistaranámi og frumgreinanámi séu svipuð eða lægri en hjá öðrum skólum. „Ástæða þess að grunnnámið er dýrara hjá okkur er sú að kennsl- an er með allt öðrum hætti. Við leggjum áherslu á verkefna- og hópvinnu í litlum hópum. Nám- skeið í grunnnámi eru ekki haldin í stórum fyrirlestrasölum og því er allt önnur nálgun við námsefnið, sem miðar að meiri virkni nem- enda í tímum.“ Þrátt fyrir að hart sé í ári virðist hækkun á skólagjöldum ekki hafa áhrif á aðsókn í háskólanám. „Við merkjum það ekki í aðsókn hjá okkur,“ segir Ágúst. „Lána- sjóðurinn lánar bæði fyrir fram- færslu og skólagjöldum og stuðn- ingur hans er forsenda þess að svo margir geta stundað nám, ekki síst nú.“ Skólagjöld hækka um 8-12% Skráningargjöld ríkisreknu háskól- anna verða óbreytt eða 45 þúsund krónur Skólagjöld fyrir grunnnám eitt skólaár Háskólinn í Reykjavík Háskólinn á Bifröst Listaháskóli Íslands 2008-2009 2009-2010 274.000 308.000 472.500 510.000 285.000 320.000 12% hækkun 8% hækkun 12% hækkun Morgunblaðið/Jim Smart Skólagjöld Hækka í haust, líkt og leiga á ýmsum stúdentaíbúðum. FJÓRAR langreyðar eru komnar á land í Hvalfirði, en þar vinna um 70 manns að hvalskurði og vinnslu hvalafurða. Þoka og lélegt skyggni er nú á miðunum þar sem Hvalur 9 var staddur í gærkvöldi, djúpt suður af Reykjanesi. Stefnt er að því að Hvalur 8 fari út í næstu viku. Nægur hvalur er á miðunum en sæmilega þarf að viðra til að hvalveiðimenn geti at- hafnað sig. Um 70 manns starfa í hvalstöð- inni í Hvalfirði þessa dagana, um 30 manns eru í áhöfn hvalbátanna og um 20 við frystingu á Akranesi. Samkvæmt reglugerð sjávar- útvegsráðherra má í ár veiða 150 langreyðar. Fjórir hvalir á land Morgunblaðið/Kristinn Hvalur Hvalskurður kominn á fullt. VERÐLAUNAHRYSSAN Pandra kastaði á laugardagskvöldið folaldi í haga skammt frá bænum Hjarðartúni í því sem ljósmyndari Morgunblaðs- ins kom aðvífandi. Um er að ræða merfolald sem líklega mun hljóta nafnið Sæborg en hún er komin undan stóðhestinum Vilmundi frá Feti. Verðlaunahryssan Pandra kastar folaldi sínu og Vilmundar frá Feti Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt líf lítur dagsins ljós í Hjarðartúni Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is MIKILVÆGT er að halda dampi í verklegum framkvæmdum til að tryggja atvinnu og fjár- festingar. Í því augnamiði er nú horft til líf- eyrissjóðanna um þátttöku og viðræður við þá vegna málsins hefjast væntanlega nú í vik- unni. Þetta kom fram á fundi aðila vinnumark- aðarins og ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. „Við þokumst alltaf nær markmiðinu. Hér hefur verið rætt um hvort menn geti á næsta sólarhring þroskað með sér samkomulag sem dugar til samstarfs,“ sagði Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, eftir fundinn. Þar sagði hann hafa verið þrýst á um ákvarðanir af hálfu rík- isstjórnar sem gætu stuðlað að því að Seðla- bankinn tæki fyrr og hraðar en ella ákvörðun um vaxtalækkun. „Með slíku væri komið til móts við atvinnulífið svo það axli þær byrðar sem okkar kjarasamningur felur í sér. Það er vilji til að vinna áfram á þessum nótum og sjá hvort við náum ekki til lands,“ sagði Gylfi. Einnig sagði hann að fjallað hefði verið um ráðstafanir í ríkisfjármálunum á árunum 2011 og 2012 sem ASÍ hefði þótt vanta inn í band- ormsfrumvarpið. Mikilvægt að hafa vonir „Okkur er mikilvægt að hafa vonir um að ná atvinnulífinu í gang. Starfsskilyrði fyrirtækja þurfa að vera þess eðlis að þau geti hafið fjár- festingar á nýjan leik og ráðið starfsfólk. Í við- ræðunum í kvöld var annars margt undir, svo sem ríkisfjármál, vextir, bankamál, gjaldeyr- ishöftin og fleira,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Einkaframkvæmd góður kostur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist að fundi loknum vænta þess að hægt væri að ná einhverskonar stöðugleikasáttmála. Aðspurður um hvort honum – af pólitískum ástæðum – hugnaðist einkaframkvæmd stór- verkefna almennt, það er með þátttöku lífeyr- issjóðanna, sagðist Steingrímur ekki vilja láta brjóta á slíku. „Þar sem við á tel ég einka- framkvæmd góðan kost,“ sagði fjármálaráð- herra og bætti við að við núverandi aðstæður þyrfti að nálgast mál með öðrum hætti en venj- an byði. Við þokumst alltaf nær markmiðinu  Ríkisfjármál, vextir, bankamál og gjaldeyrishöft í deiglunni á fundi aðila vinnumarkaðarins og SA  Fjármálaráðherra jákvæður um einkaframkvæmd verkefna og þátttöku lífeyrissjóðanna þar Morgunblaðið / Sigurður Bogi Samtaka Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA, og Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra eftir fundinn í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.