Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum til Alicante. Sértiboð 24. júní. Takmarkaður fjöldi sæta á þessu verði. Allra síðustu sætin! Alicante 24. júní frá kr. 19.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina við Alicante 24. júní á hreint ótrúlegu verði. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á frábærum kjörum. DANSSÝNING, kennsla í hjólastóladansi og hjólastólarall var meðal þess sem í boði var á al- þjóðlega MND-deginum sem haldið var upp á í Hafnarfirði í gær. Keppt var í þremur flokkum í hjólastólarall- inu; rafmagnsstólum, handstólum og stjörnu- flokki. Fyrrnefndu flokkarnir óku 800 metra leið en í stjörnuflokknum voru þjóðþekktir Íslend- ingar látnir leysa þrautir sem fólk í hjólastól þarf að glíma við í sínu daglega lífi. Deginum lauk með tónleikum á Thorsplani þar sem úrval tónlistaratriða skemmti gestum. Haldið var upp á alþjóðlega MND-daginn í Hafnarfirði í gær Morgunblaðið/Jakob Fannar Vöktu athygli á baráttumálum félagsins Morgunblaðið/Jakob KÁRI Már Reynisson, 17 ára nem- andi við Menntaskólann Hraðbraut, var aðeins 12 ára þegar áhugi hans kviknaði á byggingu gervitaugar sem hjálpað gæti þeim sem orðið hafa fyrir alvarlegum tauga- skemmdum. Síðan þá hefur hann þróað hugmyndina og aukið við þekkingu sína. Hann lýkur stúdents- prófi í sumar og stefnir á nám í líf- efnafræði í Háskóla Íslands í haust. Á dögunum bar verkefni hans, Líkan að gervitaug, sigur úr býtum í Landskeppni ungra vísindamanna. Hann verður fulltrúi Íslands í Evr- ópukeppni ungra vísindamanna í París í haust en þar mun hann etja kappi við efnilega vísindamenn frá Evrópu, Ameríku og Asíu. Leiðbeinandi Kára Más við sigur- verkefnið var Hilmar Pétursson, kennari við Menntaskólann Hrað- braut. Líkan að gervitaug byggir á hugmynd um hönnun tækis sem geti lesið taugaboð í enda taugar sem hefur farið í sundur, flutt þau ákveðna vegalengd og komið boðun- um til skila til líffæris, s.s. vöðva eða inn í fjarlægari taugaenda. Lagðar eru fram hugmyndir að því hvernig tengja megi saman lifandi taugavef og dauðan hlut úr ólífrænum efnum og gerviefnum. Fullt af hugmyndaauðgi Í umsögn dómnefndar kemur m.a. fram að verkefni Kára sé fullt af hugmyndaauðgi og útfærsluhug- myndir hans frumlegar. „Hugmynd- ir eins og þessar hjá mjög ungum vísindamanni á að skoða gaumgæfi- lega og hvetja hann til frekari dáða á þessu sviði. Hver veit nema upp úr þeim hugmyndum vaxi raunverulegt tæki sem eigi eftir að bæta líf þeirra sem fást við alvarlegar tauga- skemmdir.“ ylfa@mbl.is 17 ára menntaskólanemi þróar líkan af gervitaug Tekur þátt í Evr- ópukeppni ungra vísindamanna Morgunblaðið/Ómar HÍ Þar fór Landskeppni ungra vísindamanna fram á dögunum. STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir við fréttavef breska blaðsins Telegraph í gær, að viðræður standi yfir við alþjóðleg matsfyrirtæki um endurmat, sem nú stendur yfir á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. „Við höfum aug- ljóslega áhyggjur og fólk í fjár- málaráðuneytinu og Seðlabank- anum hefur átt fundi með mats- fyrirtækjunum, ekki aðeins Fitch, og rætt þessa hluti,“ hefur Tele- graph eftir Steingrími. Fitch og Standard & Poor’s gefa íslenska ríkinu einkunnina BBB, sem er stigi fyrir ofan einkunn sem flokkar skuldabréf sem „ruslbréf“. Viðræður í gangi við matsfyrirtækin FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is HLJÓTI væntanlegt frumvarp um ríkisábyrgð á innistæðum Ice- save-reikninganna ekki meirihluta á Alþingi þýðir það endalok núver- andi ríkisstjórnar að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fyrir í vikunni en á þingflokksfundi Vinstri grænna fyrr í mánuðinum greiddu þrír þing- menn flokksins atkvæði gegn samn- ingnum. Auk þess hefur Atli Gísla- son lýst sig andvígan samningnum. Leggist öll stjórnaraðstaðan auk þessara fjögurra stjórnarliða gegn frumvarpinu fellur það með einu at- kvæði. „Ég get ekki séð að stjórnin sé starfhæf ef hún kemur ekki í gegn jafnmiklu grundvallarmáli og þessu,“ segir Gunnar Helgi. Standi stjórnarliðar ekki sameinaðir að málefnum stjórnarinnar hefur stjórnin ekki traustan þingmeiri- hluta og verður þar með ekki fær um að sinna hlutverki sínu, að mati Gunnars Helga. Verði það raunin sé óhjákvæmilegt að stjórnin falli og sér hann ekki fyrir sér að hún myndi sitja áfram nema ef til vill sem bráðabirgða- stjórn. „En hvað nákvæmlega tæki við er ekki auð- velt að sjá.“ Öfugsnúið, segir Bjarni „Forsætisráðherra var með það sem sitt helsta kosningamál að koma Sjálfstæðisflokknum frá völd- um, það er eitthvað öfugsnúið ef hún ætlar núna að fara að halla sér að honum,“ segir Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins en Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra, sagðist nýlega ekki trúa því að flokkurinn myndi greiða atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Bjarni telur samninginn slæman og ekki í samræmi við væntingar sem til hans voru gerðar. Hann reiknar ekki með að þingmenn Sjálfstæðisflokks greiði atkvæði með frumvarpinu. Hann segir þó rétt að ríkið standi við sínar skuld- bindingar en fyrst þurfi að útkljá ágreining um hverjar þær eru ná- kvæmlega. „Það er erfitt að finna réttlætingu fyrir því að við föllumst á að taka á okkur skuldbinding- arnar að fullu í samningum án þess að botn hafi fengist í þann ágrein- ing.“ Engar getgátur um framhaldið „Ég ætla nú ekki í neinar getgát- ur um slíkt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, inntur eftir því hvað gerist verði frum- varpið fellt. Hann segist munu leggja frumvarpið fram sem stjórn- arfrumvarp og reiknar með stuðn- ingi þingmanna stjórnarinnar. Steingrímur leggur áherslu á að enn hafi ekki öll gögn verið lögð fram. Þau muni fylgja frumvarpinu og á grundvelli þeirra muni þing- menn geta tekið upplýsta afstöðu til málsins. Icesave gæti fellt ríkisstjórnina  Stjórnmálafræðingur segir stjórnina verða óstarfhæfa felli þingið væntanlegt frumvarp um Icesave  Trú forsætisráðherra á að sjálfstæðismenn samþykki frumvarpið um samninginn reist á sandi Efni Icesave samningsins var í síðustu viku birt almenningi. Stjórnarfrumvarp um málið verð- ur að öllum líkindum lagt fyrir í vikunni en ekki er ljóst hvort þingmeirihluti er fyrir því. Gunnar Helgi Kristinsson Bjarni Benediktsson Steingrímur J. Sigfússon LÖGREGLAN á Suðurnesjum lýsir eftir 17 ára gam- alli stúlku, Alek- söndru Rós Janko- vic. Ekki er vitað hvar hún heldur sig en talið er að hún sé á höfuð- borgarsvæðinu. Aleksandra er um 160 cm á hæð, grannvaxin með dökkt sítt hár. Hún var klædd í gallabuxur og í gráa hettupeysu. Lögreglan biður alla sem geta gefið upplýsingar um ferðir Aleksöndru eða dvalarstað hennar að láta lögreglu vita í síma 420-1800. Lýst eftir 16 ára stúlku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.