Morgunblaðið - 22.06.2009, Page 6

Morgunblaðið - 22.06.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 Eftir Dag Gunnarsson og Halldóru Þórsdóttur FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi skoða nú hug sinn varðandi áfram- haldandi samstarf innan bæj- arstjórnarinnar í kjölfar yfirlýs- ingar bæjarstjóra um tímabundið leyfi. Gestur Valgarðsson, formaður Framsóknarfélags Kópavogs, segir að framsóknarmenn standi frammi fyrir tveimur kostum. Annar sé að mynda nýjan meirihluta með Sam- fylkingunni og VG og hinn að halda samstarfi með sjálfstæðismönnum áfram nú þegar Gunnar hefur vikið sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi. Gestur segir aðspurður að yfirlýs- ing Gunnars um tímabundið leyfi dugi á meðan kostirnir séu metnir. Ómar Stefánsson oddviti fram- sóknarmanna í Kópavogi kvaðst ekki myndu gefa út yfirlýsingu um málið fyrr en að loknum fundi í full- trúaráði framsóknarmanna sem fer fram í kvöld. Ómar tekur undir yfirlýsingu Flosa Eiríkssonar, sem sjá má brot úr hér að ofan. „Við lögðum áherslu á að við vissum að við fórum á svig við reglurnar og sóttum við um und- anþágu frá FME, þegar tekin var upplýst ákvörðun um að setja féð inn í bæjarsjóðinn. En þegar maður ber saman gögnin þá sér maður að verið er að leyna FME öllum stað- reyndum.“ Gunnar hafnar þessu og segir öllum stjórn- armönnum hafa verið fullkunnugt um málið. Það hafi verið rætt yfirleitt á hverj- um stjórnarfundi. Endurskoðandi hafi svo gert at- hugasemd við þetta og lánið verið greitt upp. Gunnar segir öll sam- skipti við FME hafa verið lögð fram í stjórninni. Aðgerðir FME komi á óvart því hann hafi talið sig hafa gert munnlegt samkomulag. Meta kosti í kvöld  Oddviti framsóknarmanna segir FME hafa verið leynt staðreyndum  Gunnar vísar í munnlegt samkomulag „VIÐ nánari skoðun mína á margvíslegum gögnum, sem ég hef undir hönd- um sem stjórnarmaður og hef einnig aflað mér sérstaklega, lítur út fyrir að gögn hafi verið matreidd sérstaklega fyrir stjórn sjóðsins en aðrar upplýs- ingar hafi síðan verið kynntar í lögbundnum skýrslum til FME. Afborganir og útborganir á lánum til bæjarins virðast hafa verið tímasettar sér- staklega til að villa um fyrir eða blekkja FME, án vitneskju almennra stjórnarmanna.“ Þetta segir í yfirlýsingu Flosa Eiríkssonar, stjórnarmanns í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar. Hann bendir á að sem stjórn- arformaður taki bæjarstjóri þátt í daglegum ákvörðunum um rekstur og honum sé að sjálfsögðu kunnugt um allar lánveitingar til bæjarins. Gögn matreidd fyrir stjórn sjóðsins Gunnar Birgisson Ómar StefánssonFlosi Eiríksson FRÉTTASKÝRING Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is SAMKVÆMT samþykktum Lífeyr- issjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er bæjarstjóri formaður sjóðsstjórnar og tveir af fimm stjórnarmönnum eru skipaðir af bæjarstjórn Kópavogs- bæjar. Samskonar reglur gilda um stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Ak- ureyrarbæjar. Þá eru bæjarstjórar í Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, Húsavík, Fjarðabyggð og Akranesi allir stjórnarformenn í viðkomandi líf- eyrissjóðum starfsmanna sveitarfé- lagsins. Reykjavíkurborg skipar einnig borgarfulltrúa í Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sitja báðum megin við borðið „Það getur skapað vanda að sömu menn séu bæjarfulltrúar og stjórnar- menn, að einn maður beri tvo hatta. Þeir sitja þá báðum megin við borðið ef t.d. sjóðurinn kaupir skuldabréf bæjarfélagsins eða lánar því fé með öðrum hætti,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Ennfremur sé undarlegt ef kveðið er á um í samþykktum sjóðs að kjörnir fulltrúar skuli sjálfir sitja í stjórn. Ólafur bendir á að lífeyrissjóðalög- in kveði skýrt á um áhættu vegna fjárfestinga hjá einstökum aðilum. Fjármálaeftirlitið hafi ekki heimildir til að veita undanþágur frá lögunum. Með því að kveða á um dreifða áhættu er komið í veg fyrir að lífeyrir sjóð- félaga glatist ef bakhjarlinn, t.d. sveit- arfélag eða fyrirtæki sem hefur feng- ið lán hjá sjóðnum, lendir í fjárhagsvanda. Slíkar aðstæður sköp- uðust t.a.m. þegar bandaríska fyrir- tækið Enron varð gjaldþrota, þá misstu starfsmenn bæði atvinnu sína og lífeyri sinn, sem hafði verið undir hatti fyrirtækisins. Viðmælendur Morgunblaðsins bentu á að við venjulegar aðstæður á fjármálamarkaði væri þetta, lánveit- ingar lífeyrissjóða sveitarfélaga til sveitarfélaganna sjálfra, ekki endi- lega líklegt vandamál. Ýmsir aðrir og jafnvel betri ávöxtunarmöguleikar væru þá í boði. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir þetta fyrirkomulag um skipanir í stjórnir hafa verið við lýði um ára- raðir. Jafnan sitji í stjórnum annars vegar fulltrúar vinnuveitenda og hins vegar fulltrúar launþega. Hann bend- ir á að lífeyrissjóðir séu undir mjög ströngu eftirliti og rekur ekki minni til að mál líkt og það sem komið er upp í Kópavogi, hafi komið upp áður. Þá hafi ekki verið rætt um að breyta þyrfti fyrirkomulaginu. Skipun stjórnar í Kópavogi alls ekki einsdæmi Getur skapað vanda að bera tvo hatta Morgunblaðið/Valdís Thor Átök Mikið gengur á í Kópavogi, nú síðast um lífeyrissjóð starfsmanna. Í HNOTSKURN »Lífeyrissjóður starfs-manna Reykjavíkurborgar tekur ekki við nýjum félögum, sem og sjóðir Húsavíkur, Nes- kaupstaðar og Akraness. »Þeir eru nú undir hatti Líf-eyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. » Í stjórnum hvers og einssitja kjörnir fulltrúar. Í samþykktum ýmissa lífeyris- sjóða starfsmanna sveitarfélaga segir að kjörnir fulltrúar skuli sitja í stjórn. Fyrirkomulagið hef- ur verið við lýði um árabil og ekki verið talin ástæða til breytinga. „NEI, það er enginn þrýstingur frá framsóknarmönnum sem veldur þessari ákvörðun, ég hef ekki rætt við þá í dag,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. „Ég taldi bara best að ég myndi stíga frá tímabundið til að það gæti fengist vinnufriður í þetta mál.“ Gunnar sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann myndi víkja úr sæti bæjarstjóra og sem fulltrúi í bæjarstjórn á meðan lögreglurannsókn fer fram. Gunnar hafði áður ákveðið að víkja sem bæjarstjóri og taka sæti sem bæjarfulltrúi. Hann kveðst að rannsókninni lokinni að minnsta kosti munu snúa aftur sem bæjarfulltrúi og ítrekar að enginn glæpur hafi verið framinn. „Það tekur nú ekki nema tvo daga að fara í gegnum bókhaldið, þetta er lítill og lokaður sjóður. Ég geri þetta [vík sæti] til að pressa á að rannsóknin verði gerð sem fyrst.“ Yfirlýsing Gunnars: „Ég undirritaður vík sæti sem bæjarstjóri í Kópavogi og bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Kópavogs á meðan lög- reglurannsókn fer fram á málefnum Lífeyrissjóðs starfs- manna Kópavogsbæjar. Slík rannsókn ein og sér vekur tortryggni sem gerir mér ókleift að sinna störfum mín- um eins og málum er að öðru leyti háttað. Ég treysti því að rannsókninni verði flýtt sem kostur er enda liggur málið ljóst fyrir í gögnum lífeyrissjóðsins en fjár- málaráðuneytið hefur samkvæmt tillögu Fjármálaeft- irlitsins skipað honum umsjónaraðila. Ég vísa að öðru leyti í yfirlýsingu kjörinna stjórn- armanna lífeyrissjóðsins frá 19. júní sl. og árétta að stjórnin var samstiga í því efni að vernda hagsmuni sjóð- félaga og var reglulega upplýst um allar aðgerðir hans. Gunnar I. Birgisson.“ Gunnar segist ekki víkja vegna þrýstings frá framsóknarmönnum Morgunblaðið/RAX Oddvitarnir Ómar Stefánsson og Gunnar Birgisson. LEIKGLEÐIN var í fyrirrúmi á hinu árlega Skagamóti Kaupþings í fótbolta fyrir drengi á aldrinum 6-8 ára. Metþátttaka var í mótinu og rúmlega 1.100 keppendur spörkuðu í tuðruna frá morgni til kvölds alla helgina í íslensku sumarveðri. Nánar verður fjallað um mótið á íþróttasíðum Morgunblaðsins í vikunni. TAKTAR OG TILÞRIF Á AKRANESI Morgunblaðið/Sigurður Elvar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.