Morgunblaðið - 22.06.2009, Side 12

Morgunblaðið - 22.06.2009, Side 12
Reuters Grimmd Borgarbúar við sundurtætt hús eftir tilræðið á laugardag. ÍBÚAR borgarinnar Taza Khar- matu, skammt sunnan við olíuborg- ina Kirkuk í norðanverðu Írak, leit- uðu enn í örvæntingu að ástvinum sínum í gær eftir blóðugasta tilræðið í landinu í 16 mánuði. Vitað er að lið- lega 70 manns létu lífið og um 200 særðust þegar vörubíll, hlaðinn sprengiefni, var sprengdur í borg- inni á laugardag. Djúp hola myndaðist þar sem bíll sjálfsmorðingjanna sprakk og um 80 hús jöfnuðust við jörðu. Lögreglan sagði að vitað væri að minnst 72 hefðu látið lífið, þar á meðal væri fjöldi aldraðra borgarbúa, kvenna og barna. Íraskir starfsmenn stofnana ríkisins og bandarískir hermenn hjálpuðu til við leitina í brakinu í gær. Alþjóða Rauði krossinn hefur sent eitt tonn af lyfjum og öðrum hjálpargögnum frá Kirkuk til Taza. Íbúar Taza eru aðallega úr þjóð- arbroti Túrkmena sem eru náskyldir Tyrkjum og eru flestir úr röðum sjía-múslíma eins og rösklega helm- ingur þjóðarinnar. Liðsmenn Al-Qaeda blekktu tvær þroskaheftar konur til að sprengja sig á útimarkaði í Bagdad í febrúar 2008 og féllu þá alls 98 manns. Sam- tökunum er einnig kennt um ódæðið á laugardag. „Þetta er hin sanna ásjóna hryðjuverkamanna,“ sagði íbúi á staðnum, Majid Shaker, sem er 58 ára. „Þeir ráðast á saklaust fólk á heimilum þess.“ Árásum hefur fækkað mjög í Írak en í næsta mánuði munu bandarískir hermenn byrja að yfirgefa að mestu borgir landsins. kjon@mbl.is Mannskæðasta tilræðið í Írak í meira en ár varð yfir 70 manns að bana  Al-Qaeda sagt á bak við ódæðið og fórnarlömbin einkum aldraðir, konur og börn 12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 Grænlendingar fullvalda þjóð Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TÍMAMÓT urðu á Grænlandi í gær þegar þjóðin hlaut fulla sjálfstjórn í innanríkismálum eftir að hafa lotið yfirráðum Dana í um 300 ár. Mar- grét önnur Dana- drottning, klædd grænlenskum búningi, afhenti við hátíðlega at- höfn forseta þingsins skjal með yfirlýsingu þar sem tilgreind voru hin nýju völd landsstjórnarinnar. Grænlend- ingar fengu takmarkaða heima- stjórn þegar árið 1979. Margrét verður áfram þjóðhöfð- ingi landsins. Fjöldi erlendra gesta var viðstaddur hátíðarhöldin í höf- uðborginni Nuuk í gær og voru for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, meðal þeirra. Um 57.000 manns, flestir þeirra inúítar, búa á Grænlandi sem er stærsta eyja heims. Kuupik Kleist forsætisráðherra er úr vinstri- flokknum Inuit Ataqatigiit sem vann stórsigur í þingkosningum fyrir skömmu, hlaut 44% atkvæða. Sium- ut, flokkur jafnaðarmanna, hafði verið við völd í 30 ár en galt afhroð. Ýmis spillingarmál og óstjórn hafa grafið undan flokknum. „Við vöknuðum í morgun með nýja von í brjósti,“ sagði Kleist í ræðu sinni í gær. „Frá deginum í dag hefst nýtt tímabil í sögu landsins okkar, nýtt tímabil sem er fullt af von og möguleikum.“ Margar þjóðir hefðu orðið að fórna miklu fyrir full- veldið en Grænlendingar hefðu náð sínu fram með samræðum við Dani þar sem „gagnkvæm virðing“ hefði ríkt. Landsmenn eru enn mjög háðir fjárhagsaðstoð Dana og félagsleg vandamál eru mikil í landinu. Sjáv- arútvegur er aðalatvinnugrein Grænlendinga og landsþingið ákvað nýlega að veita Royal Greenland, stærsta fyrirtæki landsins, liðlega 500 milljóna danskra króna framlag úr landssjóði. Það jafngildir um 12 milljörðum ísl. kr. Stjórnin taldi að veita yrði fyr- irtækinu, sem er mjög skuldugt, þennan stuðning vegna mikilvægis þess fyrir efnahag landsmanna. Kuupik Kleist Danir fara áfram með utanríkis- og varnarmál Scanpix/Keld Navntoft Sögulegt Margrét önnur Danadrottning afhendir Josef Motzfeldt þingforseta skjal sem staðfestir fullveldi Græn- lendinga og valdsvið innlendra ráðamanna. Grænlenska verður framvegis opinbert tungumál landsins. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HELSTI leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Íran, forsetaframbjóðandinn Mir Hossein Mousavi, hvatti stuðningsmenn sína í gær til að sýna still- ingu. Kom þetta fram í yfirlýsingu á vef dagblaðs Mousavis sem hefur krafist nýrra forsetakosn- inga og sagðist á laugardag vera reiðubúinn að deyja sem píslarvottur. Hann sagði í gær að vatnaskil hefðu orðið í sögu Írana, fólk spyrði hvað ætti að gera og „hvaða leið ætti að velja“. En Mousavi virtist ekki vilja svara þeirri spurningu sjálfur. Skothvellir heyrðust í sumum hverfum Teheran síðdegis í gær en ekki kom til neinna fjöldamót- mæla. Að mestu ríkti ró á götunum, verslanir voru opnar og einnig kvikmyndahús. Sjálfboðaliðar trúarlögreglunnar, Basij, og lög- reglumenn voru víða á ferli og leystu samstundis upp alla hópa. Ljóst er þó að klofningur er í röð- um klerkanna sem ráða öllu sem máli skiptir í Ír- an. Margir þeirra eru sagðir bíða átekta, þeir vilji sjá hvaða fylking sé líkleg til að sigra. En flest bendir til að ajatollah Ali Khamenei, voldugasti maður landsins, hafi ákveðið að berja mótmælin niður af hörku. Sjónvarpsstöð í eigu stjórnvalda, Press TV, skýrði frá því að 10 „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið í átökum við lögregluna á laugardag. Lögreglan notaði þá kylfur, táragas og há- þrýstidælur gegn fólkinu og bæði lögreglumenn og sjálfboðaliðar harðlínumanna beittu mikilli hörku. Yfir 400 voru handteknir. Kveikt var í tveimur bensínstöðvum og ráðist á varðstöð hers- ins á laugardag. Roger Cohen, fréttamaður The New York Tim- es í Teheran, segir lögreglumann hafa grátbeðið fólk um að slást ekki. „Ég á barn, ég á konu, ég vil ekki berja fólk. Verið svo væn að fara heim,“ sagði maðurinn. Einhver fleygði steini að honum og fólkið hvatti hann til að ganga í lið með sér. Alls hafa minnst 19 manns látið lífið undanfarna daga auk þess sem margir hafa særst, að sögn Press TV. Stöðin sagði ennfremur að Faezeh Hashemi, elsta dóttir hins áhrifamikla klerks og fyrrverandi forseta, Hashemi Rafsanjanis, og fjórir aðrir úr fjölskyldunni hefðu verið handtekn- ir í mótmælunum á laugardag. Kyrrt á götum Teheran  Forsetaframbjóðandinn Mousavi virðist vera ráðalaus og fullyrt er að ajatollah Khamenei hafi ákveðið að berja uppreisnina niður af fullri hörku Reuters Uppreisn Þátttakendur í mótmæl- unum á laugardag gefa sigurmerkið en liðsmenn trúarlögreglunnar Basij beittu mikilli hörku gegn fólkinu. Í HNOTSKURN »Breska ritið The Economist segir aðfyrir kosningarnar hafi fjendur Ahmad- inejads í innanríkisráðuneytinu lekið því að byrjað væri að undirbúa talningarsvik. »Rafsanjani sendi þá ajatollah AliKhamenei opið bréf, sagði að hann yrði að tryggja heiðarlegar kosningar, ella yrðu mikil vandræði. Rafsanjani hefur lengi ver- ið harður andstæðingur Ahmadinejads. MORGAN Tsvangirai, forsætisráð- herra Zimbabwe, ver þá stefnu sína að semja við Robert Mugabe for- seta til að fá að taka þátt í stjórn landsins. Tsvangirai er í heimsókn í London og hvatti þá landa sína sem flúið hafa frá Zimbabwe til að snúa heim og vinna að uppbygging- unni. Hann sagði aðspurður í viðtali við BBC að sú stefna Mugabe for- seta að hrekja hvíta bændur frá jörðum sínum hefði ekki heppnast vel. Matvælaframleiðsla hefur snarminnkað í landinu og efnahag- urinn er í rúst. Tsvangirai var spurður nánar út í þessi mál og svaraði þá að þessi stefna Mugabe hefði haft „skelfilegar afleiðingar“. kjon@mbl.is Ver sam- starfið ÞJÓÐVERJAR hafa lengi óttast verðbólgu meira en flestar þjóðir en þeir hafa sögulega reynslu af því hve illa hún getur leikið almenning. Kreppan hefur valdið því að tor- tryggnir Þjóðverjar festa nú sumir fé sitt í gulli og reyndar hefur smá- sala á gulli margfaldast á allra síð- ustu árum á Vesturlöndum. Fyrirtækið TG-Gold-Super- Markt hyggst nú bjóða fólki að kaupa gull í sjálfsölum. Verða þeir á flugvöllum og járnbrautarstöðvum á 500 stöðum í Þýskalandi, Sviss og Austurríki. kjon@mbl.is Bjóða gull í sjálfsölum SKURÐLÆKNAR við Monash- læknamiðstöðina í Melbourne í Ástralíu tengdu nýlega stóran hjartagangráð við litla stúlku, Tay- lor Gardner, sem fæddist fyrir tím- ann, að sögn The Times. Skoðun á móðurinni fyrir fæðinguna sýndi að hjartað gæti ekki starfað eðlilega. Barnið var aðeins níu daga gam- alt þegar aðgerðin var framkvæmd og vó 541 gramm, talið er víst að aldrei hafi jafnlítið barn verið tengt gangráð. Hjartað var á stærð við lítið kirsuber. Gangráðurinn er enn við hliðina á henni í vöggunni en tengdur við hjartað með vírum. Taylor er nú þriggja vikna og heils- ast ágætlega, er orðin 720 grömm. kjon@mbl.is Gangráður til bjargar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.