Morgunblaðið - 22.06.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 22.06.2009, Síða 23
Heiður Kundera tekur við verðlaununum. RITHÖFUNDURINN fransk- tékkneski Milan Kundera hlaut hin virtu Heimsverðlaun Simone og Cino del Duca stofn- unarinnar á dögunum og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Frönsku akademíunni í París. Sér- staka athygli vakti að höfundurinn veitti þeim viðtöku sjálfur (sjá mynd) en hann kemur afar sjaldan fram opinberlega. Verðlaunin eru veitt höfundinum fyrir að hafa haldið uppi merkjum nútímalegs húmanisma í verkum sínum. Verð- launaupphæðin nemur 300 þúsund evrum. Kundera hefur í gegum ár- in hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir ritverk sín, m.a. Medicis verðlaunin árið 1973 fyrir skáldsöguna Lífið er annars staðar, Jerúsalemverðlaunin í árið 1985 fyrir skáldsöguna Óbærileg- ur léttleiki tilverunnar, Aujo- urd’hui verðlaunin árið 1993 fyrir ritgerðasafnið Svikin við erfða- skrárnar. Auk þess hefur hann hlotið Herderverðlaunin árið 2000 og Grand prix frönsku akademí- unnar árið 2001 fyrir höfund- arverk sitt í heild. Milan Kun- dera verð- launaður Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 LANDSLAGSLOFT- MYNDIR Thomasar Graics verða sýndar í Listasafni Ísa- fjarðar frá og með deginum í dag og fram á haust. Sýningin ber heitið Waterscapes. Ljós- myndir Thomasar Graics á sýningunni eru allar teknar úr flugstjórnarklefa listamanns- ins. Bakgrunnurinn er mál- verkið og er nálgun ljósmynd- anna þaðan. Thomas hefur margoft komið til Íslands í leit að litum, formi og munstri í okkar margbreytilega landslagi. Hægt er að sjá sýningu Thomasar Graics á opn- unartímum Gamla sjúkrahússins. Ljósmyndir Thomas Graics sýnir á Ísafirði Eitt verka Graics. Í TILEFNI af útkomu plöt- unnar Papillions Noirs með Tríói Vadim Fyodorov verða haldnir tónleikar í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í kvöld. Tríó Vadim Fyodorov hefur þá lokið ferð sinni um landið og haldið tónleika á yfir ellefu stöðum á landinu. Á plötunni er samansafn af lögum sem tríóið hefur haft á efnisskrá sinni í gegnum tíðina auk nokkurra laga eftir hljómsveitarmeðlimi. Va- dim hefur verið búsettur í nær áratug á Íslandi og er í dag tvímælalaust einn af fremstu starfandi harmonikuleikurum á Íslandi. Tónlist Vadim Fyodorov í Gerðubergi í kvöld Tríó Vadim Fyodorov. ÁLFHEIÐUR Ólafsdóttir opnar sýninguna Hugarþel í Galleríi Ormi, Sögusetrinu á Hvolsvelli, á morgun. Sýn- ingin samanstendur af 24 ljós- myndum og olíumálverkum sem eru sprottin upp af lit- brigðum þeim sem listamað- urinn upplifði þann 20. maí, eina fallega vornótt. Ljós- myndirnar eru teknar með klukkustundarmillibili í heilan sólarhring. Álfheiður hefur unnið að list sinni frá 1997 er hún opnaði sína fyrstu sýningu. Þar á eftir hefur fylgt fjöldi einkasýninga og sam- sýninga. Myndlist Álfheiður Ólafsdótt- ir í Galleríi Ormi Sýn, verk eftir Álf- heiði. HRYÐJU- LISTAMAÐ- URINN Banksy hefur nú sett upp sýningu í helsta listasafni heima- borgar sinnar, Bristol, en verk hans hafa hingað til verið bundin við götur og torg – og söfn reynd- ar, en Banksy hefur þá lætt þeim inn óséður. Um hundrað verk prýða nú safn- ið, og fékk Banksy það í gegn að yf- irmenn þess vissu ekkert hvað hann ætlaði að gera. Margir aðdáendur Banksy fögnuðu því að þessi and- ófsmaður væri nú kominn alla leið að hjarta „stofnunarinnar“ en sum- ir vilja meina að þessi stræt- islistamaður hafi slegið verulega af hugsjónagildinu með sýningunni. Banksy sjálfur lýsti því yfir að þetta væri í fyrsta skipti sem skatt- greiðendur greiddu fyrir uppheng- ingu verka hans í stað útþurrkunar, en mörg af graff-listaverkum hans í kringum Bristol voru fjarlægð, þrátt fyrir hörð mótmæli. Ekki er enn vitað með vissu hver Banksy er. Sumir vilja meina að nafn hans sé Robin Gunningham, en það hefur ekki verið staðfest. Banksy segir sjálfur að hann sé rík- asti graffari heims og á sæmi- legasta tilkall til þess titils enn múr- aðar stórstjörnur á borð við Brad Pitt og Angelinu Jolie hafa greitt himinháar upphæðir fyrir verk hans. Hinn brjálaði Banksy Eitt verka Banksy á sýningunni. Engin furða því þar hefur mælst mestur vindhraði á landinu, einir 67 metrar á sekúndu. 28 » Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Á VERÐBÓLGUÁRUM síðustu ald- ar gat verið erfitt að ávaxta fé. Ekki dugði að geyma það undir koddanum og lítið betra að hafa það í banka því vextir höfðu ekki við verðbólgunni. Sumir festu það í steinsteypu, en aðr- ir keyptu annað það sem hlyti að hækka jafnt og þétt, til að mynda listaverk eða gamlar bækur. Þannig komu margir sér upp virðulegum bókasöfnum, tíndu saman í þau af natni og alúð, skiptu út lélegum ein- tökum af Sýslumannaæfum fyrir góð eintök (og glæsilegum fyrir stór- glæsileg) og smám saman urðu til svo mikil bókasöfn að menn setti hljóða þegar þeir börðu þau augum (nema þá sem spurðu: „Ertu búinn að lesa þetta allt?“). Ósamhverfar upplýsingar Í ljósi þess að engin opinber verð- lagning er til á fornbókum, sem eru að auki til í takmörkuðu magni eðli málsins samkvæmt, hlýtur verð að ráðast að mestu leyti af eftirspurn. Takmarkað magn segir þó ekki alla söguna því viðskiptin byggjast á ósamhverfum upplýsingum – erfitt er fyrir kaupandann að meta hve mikið er til af viðkomandi bók (eru bara til örfá eintök af Á refaslóð, eða er fullur bílskúr einhversstaðar útí bæ?). Verðlagningin hlýtur því að byggjast á trausti, þ.e. að kaupand- inn geti treyst því að þegar seljand- inn segir bók nauðafágæta sé það rétt. Á blómaskeiði íslenskrar forn- bókasölu, sem stóð frá sjöunda eða áttunda áratug síðustu aldar fram til aldamóta, var verð á öllum helstu bókum sem safnarar ágirntust þegj- andi samkomulag seljanda og kaup- anda. Kaupandi sættist ekki síst á að kaupa bók háu verði því hann treysti því að bókin myndi hækka í verði og hann fengi fjárfestinguna til baka og ríflega það. Stjórn á verðlagningu var að mestu leyti í höndum seljenda, fornbókasala, sem voru yfirleitt sam- mála um það hvað hvert eintak af til að mynda Íslenskum sagnablöðum ætti að kosta; þeir voru allir dýrir á því, bara mis-dýrir. Spjaldskráin góða Seljandinn þurfti þó ekki bara að vita á hvað viðkomandi bók hafði selst síðast, heldur þurfti hann líka að vita hvenær það var og geta fram- reiknað verðið til dagsins í dag og leggja síðan hæfilega á (stundum með tilliti til þess hvað kaupandinn væri tilbúinn til að borga eða hvað hann gæti borgað). Á áttunda ára- tugnum varð til spjaldskrá sem varð einskonar biflía í þessum efnum, þó ekki færu allir eftir henni, þar sem tiltekinn fornbókasali, sem naut mik- illar virðingar, skráði söluverð á helstu bókum og síðan var það notað sem grunnur verðlagningar í fram- tíðinni. Þannig má segja að til hafi orðið einskonar hálf-opinber verð- lagning sem menn voru almennt sátt- ir við – fornbókasalar gátu flett upp í spjaldskránni (leitað til skrásetjara) með verðlagningu og kaupendur sáu að bækur þeirra urðu æ meiri dýr- gripir eftir því sem árin liðu. Smám saman urðu til geipidýr bókasöfn, peningaseðlar í skinnbandi, sem voru rædd í hálfum hljóðum safnara á milli. Á níunda áratugnum fór aftur á móti að fjara undan bóka- söfnun, gömlu mennirnir, kaupmenn og kaupendur, tóku að týna tölunni. Þegar svo erfingjarnir ætluðu að koma milljónasafninu í verð kom á daginn að það var eiginlega ekki svo mikils virði eftir allt saman, jafnvel nánast einskis virði þegar upp var staðið. Verðmæti eða sýndarverðmæti Málið er nefnilega að þegjandi samkomulag um verð á fornum bók- um, fornum dýrgripum, hefur lítið að segja þegar aðilar þess eru fallnir frá. Eftir því sem bókasafnarar safn- ast til feðra sinna og fornbókasalar týna tölunni fara verðmætin, sýnd- arverðmæti, forgörðum. Fleira hefur komið til, fólk fer sjálft með bækur í Kolaportið eða Góða hirðinn eða setur þær í nytja- gám uppi í Sorpu. Annað sem skipt hefur miklu máli er að markaðurinn er að stórum hluta horfinn, menn safna ekki bókum í dag eins og forð- um, bókavinir eru horfnir að mestu og líka þeir sem forðum festu fé í bókum og listmunum enda er það ekki góð ávöxtun. Hvers virði er það sem enginn vill eiga? Í stað þess að horfa á bókasafnið hans pabba eða afa eða langafa með söluverðmæti í huga ættu menn frek- ar að líta til gleðinnar sem viðkom- andi hafði af því að nurla bókunum saman; hin rétta afstaða til bókasafns felst nefnilega ekki í fjárgildi þess heldur þeirri natni og alúð sem safn- arinn lagði í það, eins og Walter Ben- jamin segir í frægri ritgerð um bóka- safn sitt (í íslenskri þýðingu Jóns Bjarna Atlasonar): „[A]fstaða safn- arans gagnvart munum sínum er orðin til af tilfinningalegri skuldbind- ingu eigandans við eigur sínar. Hún er sem sagt í æðsta skilningi afstaða erfingjans. Göfugasti eiginleiki bóka- safns mun því ætíð verða fólginn í erfðagildi þess.“ Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Fornrit Mikil verðmæti eða myglað dót? Sýslumannaæfir, Fornbréfasafnið, Safn til sögu Íslands, Paradísarmissir, Íslensk sagnablöð, Sunnanfari, Ármann á Alþingi; hljómar þetta ekki fornlega og forvitnilega? Hvað þá með óræðari heiti eins og Hrappseyjarprent, Leirár- garðaprent og Beitistaðaprent? Allt er þetta lykilorð í orðabók bókasafnarans; þannig var enginn maður með mönnum, safnari meðal safnara, nema hann ætti gott ein- tak af Sýslumannaæfum og Safn til sögu Íslands er líka meðal hornsteina í almennilegu bókasafni. Það sem enginn vill eiga ... SUMAR bækur verða alltaf dýrar og þá helst fræðirit og bækur sem geyma fróðleik sem ekki er til annars staðar, til að mynda Safn til sögu Íslands og rit Lærdómslistafélagsins. Að sama skapi eru sumar bækur svo sérstakar að þær halda verðgildi sínu hvað sem á gengur, til að mynda tíu eintaka prent- araútgáfan af Heimsljósum Halldórs Laxness – bækur sem eru til í svo fáum eintökum að kaupendurnir bíða eftir dánarbúinu. Aðrar hafa lækkað í verði, sem dæmi má nefna þessar: Hálfir skósólar, fyrsta ljóðabók Þórbergs Þórðarsonar sem kom út 1915, er gott dæmi um það hvernig fornbókamarkaður hefur breyst. 1979 seldust Hálfir skósólar á því sem nam mánaðarlaunum iðnaðarmanns en í dag fást þeir fyrir brotabrot af þeirri upphæð. Svo er því farið með fleiri bækur, til að mynda voru frumútgáfur af bókum Halldórs Laxness og Davíðs Stefánssonar á gríðarlega háu verði, en fást nú fyrir mun minna og nánast ekki neitt sumar. Árbækur Ferðafélags Íslands gengu kaupum og sölum á geipiverði en kosta lítið sem ekkert í dag ef þá hægt er að selja þær. Fyrstu ábækurnar, 1931-1932, kostuðu á annan tug þúsunda fyrir fimmtán árum eða svo en selj- ast ekki í dag nánast sama hvað á þær er sett. Þær bækur sem enn dýrar seljast, til að mynda Guðbrandsbiblía, seljast á hærra verði í krónum talið en fyrir þrjátíu árum, en borið saman við verð- lagsþróun hefur verðið lækkað umtalsvert. Sýslumannaæfir Boga Benediktssonar, sem getið er hér til hliðar og komu út á árunum 1881 til 1932, voru taldar meðal hornsteina í góðu safni og kost- uðu ríflega mánaðarlaun iðnaðarmanns, en þær myndu kosta 50.000-60.000 krónur í dag. Breyttir tímar ORÐ eins og tvítak og þrítak eru bókasöfnurum töm, en þá er átt við bók sem safnari á í fleiri en einu eintaki, jafnvel mörgum eintökum. Oft er það vegna þess að viðkomandi á tiltekna bók innbundna án kápu, en kemst síðan yfir annað eintak með kápu (í sumum tilvikum eru kápur tiltekinna bóka dýrari en góð eintök af bókinni kápulausri). Síðan eignast viðkomandi jafnvel eintak með öðruvísi kápu, þ.e. prentaðri í öðrum lit, eða hreinni og þá er hann kom- inn með þrítak og svo má áfram telja. Annað sem fjölgar eintökum af tilteknum bókum hjá safnara er ef hann rekst á mjög ódýrt eintak af bók sem hann keypti jafnvel háu verði á sínum tíma. Þá er erfitt að standast að kaupa eintakið, hugsanlega með það fyrir augum að selja það síðar eða til að réttlæta fyrri kaup (enginn skal fá bókina á lægra verði en ég greiddi fyrir ...) nú eða bara til að eiga það. (Ekki má gleyma því að safnarar eru sífellt að liðsinna öðrum söfnurum, tína til bækur sem þeir hafa verið spurðir um eða þeir vita að tiltekinn er að leita að.) Á undanförnum árum hefur Kolaportið haft mikil áhrif á bókasöfnun, því þangað kemur kannski fólk með kompudót og selur sjaldgæfar bækur á spottprís. Yfir því gína harðir safnarar, fara í Kolaportið um hverja helgi í leit að kjörgripum. þeir fara líka reglulega í Góða hirðinn, því þangað berst mikið af bókum og þá er um að gera að vera kominn snemma til að geta kló- fest gersemarnar. Í Góða hirðinum verður oft handagangur í öskjunni þegar góðir gripir ber- ast og fræg er saga af því að fyrir nokkru hafi tveir fastagestir komið auga á fágæti samtímis. Þeir settu öxl í öxl við að komast að bókinni, komu höndum á hana að segja samtímis og toguðust á um hana þar til bókin hrökk í sundur. Ekki fylgir sögunni hvort þurfti að greiða fyrir slitrurnar. Eintak, tvítak, þrítak ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.