Morgunblaðið - 22.06.2009, Side 25

Morgunblaðið - 22.06.2009, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Við borgum ekki, drepfyndin sumarskemmtun Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 27/6 kl. 19:00 Fös 3/7 kl. 19:00 Lau 11/7 kl. 19:00 Fim 25/6 kl. 19:00 Ö Fös 26/6 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö Ísland er land þitt Njóttu þess í góðum gönguskóm HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 46 59 7 06 /0 9 Vakuum Men GTX Toppskór fyrir þá sem gera kröfur. Skór sem henta í lengri og krefjandi göngur. Vatnsvarið Nubuk leður. MFS sér til þess að skórnir passa. GTX vatnsvörn. Vibram sóli. Þyngd: 800 g. Verð: 49.990 kr. Fáanlegir í dömuútfærslu. Colorado Lady GTX Vinsælir, vandaðir og liprir skór. Meindl Multigriff sóli. GTX vatnsvörn. Nubuk vatnsvarið leður. Þyngd: 590 g. Verð: 39.990 kr. Einnig fáanlegir í herraútfærslu. TNF Mens Adversary Mid GTX Léttir, liprir og snaggaralegir göngu- og ferðaskór. Vatnsvarðir með GTX. Vibram sóli. Þyngd: 470 g. Verð: 25.990 kr. Fáanlegir í dömuútfærslu (Minx Mid GTX) BRÓÐIR leikkonunnar Miu Far- row, Patrick, fannst látinn í vikunni í galleríi sínu í Castleton í Vermont. Farrow var höggmyndasmiður og var 66 ára að aldri. Hann framdi sjálfsmorð með því að skjóta sig í höfuðið. Farrow var kunnur fyrir list sína og margverðlaunaður sem slíkur. Galleríið, sem áður var kirkja, rak hann ásamt konu sinni Susan sem er einnig listamaður. Lögregla kom á svæðið eftir neyðarkall og strax vöknuðu grunsemdir um ekki væri allt með felldu. Castleton er lítill háskólabær með rúmlega 4.000 íbúum og voru Patrick og kona hans svokallaðir góðborgarar. Íbúar bæjarins eru að vonum slegnir yfir fráfallinu og lögmaður Miu hefur sent frá sér formlega yfirlýsingu þar sem fram kemur að öll stórfjölskyldan syrgi hann sárt. AP Allur Patrick Farrow var kunnur höggmyndasmiður. Bróðir Miu Farrow látinn Framdi sjálfsmorð Sýning Ernu Ómarsdóttur,Teach us to outgrow ourmadness, var frumsýnd í LeQuartz-Scene National de Brest fyrr á þessu ári. Í dómum sagði m.a.: „Óðagot með fullkominni stjórn“ og „ofsafengin og frelsandi leikhúsupplifun.“ Þetta má taka und- ir. Í stuttu máli fjallar verkið um kon- ur og innri baráttu þeirra. Erna hefur áður fengist við innri baráttu í verk- um sínum, eins og í verki hennar og Jóhanns Jóhannssonar, Mysteries of love, sem fjallar um unglingaveikina og tilfinningasveiflur sem henni fylgja. Hér í Teach us to outgrow our madness er fjallað um líf eldri kvenna. Áhorfendur sjá nunnur, nornir, systur og vinkonur í trylltum dansi, nánast transi. Verkið sýnir hversu mikið ólíkindatól konan getur verið í samskiptum sínum við aðra; leyndardómsfull, svikul, góð og kær- leiksrík, en grimmdin er ekki langt undan. Erna er þekktur danshöfundur í Evrópu og hefur unnið töluvert með erlendum listamönnum. Hún hefur verið kölluð „enfant terrible“ dans- heimsins enda er hún einn frumleg- asti listamaður sinnar kynslóðar. Hún tengir saman dans, texta og tón- list og hefur alltaf skýr markmið með verkum sínum. Í Teach us to outgrow our madness bætir hún um betur og notar sönginn. Dansararnir flytja texta, syngja og stundum virðist sem einhver helgiathöfn sé í gangi. Einnig er gripið til míkrófónsins og sungið hástöfum, eða öllu heldur öskrað. Undirrituð gat ekki annað en hugs- að, þar sem hún sat í virðulegum sal Þjóðleikhússins, hversu frelsandi þetta verk væri fyrir dansarana sem þarna tóku þátt og fann skyndilega fyrir stolti fyrir hönd kynsystra sinna; kvenna sem brotist hafa úr ýmsum höftum sem samfélagið setur þeim og hefur sett þeim í gegnum aldirnar. Dansararnir stóðu sig mjög vel, voru gríðarlega kraftmiklir og leik- ræn tilþrif voru mörg skemmtileg. Sýningin er ákaflega ögrandi og skilur áhorfandann eftir í tilfinninga- uppnámi. Erna sýnir enn og aftur að hún á sannarlega erindi við leik- húsheiminn. Frumleiki og frelsi Ljósmynd/Roberto Flores Moncada Brautryðjandi „Hún hefur verið kölluð „enfant terrible“ dansheimsins enda er hún einn frumlegasti listamaður sinnar kynslóðar,“ segir gagnrýnandi um Ernu Ómarsdóttur, höfund verksins Teach us to outgrow our madness. Þjóðleikhúsið Teach us to outgrow our madness eftir Ernu Ómarsdóttur Dans og texti: Erna Ómarsdóttir, Sissel Merete Bjorkli, Lovísa Gunnarsdóttir, Riina Huhtanen, Sigríður Soffía Níels- dóttir og Valgerður Rúnarsdóttir, í sam- vinnu við Margréti Söru Guðjónsdóttur. Tónlist: Lieven Dousselaere og Valdimar Jóhannsson. Ljós: Sylvain Rause Þjóðleikhúsið, föstudaginn 19. júní. INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.