Morgunblaðið - 22.06.2009, Page 26

Morgunblaðið - 22.06.2009, Page 26
Aðskilin í æsku? Susan Boyle og Simon Cowell. HINN harðsvíraði hæfileika- keppnisdómari Simon Cowell hef- ur viðurkennt mistök vegna Sus- an Boyle, internetundursins sem gerði allt vitlaust með töfrum slegnum söng sínum í Britain’s Got Talent. Í lokakeppninni hafn- aði hún í öðru sæti og var lögð niðurbrotin inn á geðdeild í kjöl- farið. Í grein eftir Cowell, sem birtist í Daily Mail, segir hann að hann og meðdómarar hans hafi ekki höndlað mál Boyle nægilega vel. „Ég átti ekki von á því, frekar en nokkur annar, að þessi kona ætti eftir að verða frægasta kona heims á nokkrum dögum,“ segir Cowell. „ Ég hugaði ekki að því hvort hún þyldi þetta andlega, eftir á að hyggja. Tilgangur minn með þessu stússi mínu er a.m.k. ekki að gera skurk í sálarlífi sómakvenna eins og Boyle.“ Cowell sagðist hafa talað við fjölskyldu Boyle og hún var á því að Cowell og co bæru ekki sök á því hvernig fór. Boyle kemur fram á Wembley í kvöld. Ekki er svo með öllu illt... Cowell viðurkennir mistök AÐDÁENDUR Uxavaðskvintettsins Radiohead geta glaðst því að von er á fleiri endurútgáfum af eldra efni sveitarinnar. Nú liggja fyrir veg- legar endurútgáfur á þremur fyrstu breiðskífum sveitarinnar og nú skal lagt í næstu þrjár, Kid A (2000), Amnesiac (2001) og Hail to the Thief (2003). Útgáfa er áætluð í lok ágúst og verða plöturnar jafn pakkaðar og þrjár þær fyrstu, sem báru með sér stútfulla aukadiska, mynddiska og fleira. Jibbí!!! Thom Yorke „Guð gefi nú að þetta seljist eitthvað...“ Fleiri endur- útgáfur frá Radiohead MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 HEIMSFRUMSÝNING ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR Frábær teiknimynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. Þetta er hið klassíka ævintýri um Gullbrá og birnina 3 í nýrri og skemmtilegri útfærslu. 750 kr almennt 600 kr börn Stærsta mynd ársins - 38.000 manns! 75 0k r. Stærsta mynd ársins - 38.000 manns! 75 0k r. HEIMSFRUMSÝNING ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR 750kr. Frábær ævintýra gamanmynd í anda fyrri myndar! 750k r. 750kr. UPPLIFÐU FYNDNASTA FERÐALAG ALLRA TÍMA !! UPPLIFÐU FYNDNASTA FERÐALAG ALLRA TÍMA !! Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓI ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Year One kl. 5:50 - 8 - 10 B.i. 7 ára Ghost of Girlfriends past kl. 5:50 - 8 B.i.12 ára Terminator: Salvation kl. 10 LEYFÐ Year One kl. 6 - 8:30 - 10:40 B.i. 7 ára Gullbrá og birnirnir þrír kl. 6 LEYFÐ Ghosts of Girlfriends Past kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Angels and Demons kl. 6 - 8 - 10 B.i.14 ára Year One kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Terminator: Salvation kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Night at the museum 2 kl. 5:40 - 8 LEYFÐ X-Men Origins: Wolfe... kl. 10:20 B.i. 14 ára Angels and Demons kl. 5:30 - 8:30 B.i. 14 ára TRÚBATRIX eru samtök sem miða að því að koma tónlist kvenna á framfæri. Og það er nú bara einu sinni þannig, að í hinum mjög svo karllæga rokk- heimi þarf iðu- lega átak af þess- um toga til að koma tónlistinni eitthvað lengra. Nema þá að stúlkurnar séu tilbúnar til að fara úr öllum föt- um og flassa brjóstunum. Þá opnast mögulega einhver tæki- færi... Viðlíka verkefnum hefur verið hrundið af stað í gegnum tíðina en það er eftirtektarvert hversu vel Trixin hafa haldið á. Tónleikar hafa verið reglubundnir og nú í júní var farið í hringferð um land- ið. Og þá er komin út plata, sautján laga með jafn mörgum flytjendum. Eins og nafnið Trúbat- rix gefur til kynna eru þetta í flest- um tilfellum lágstemmdar laga- smíðar (allar frumsamdar NB), ein stúlka og gítar og möguleg smá skraut í kring. Lögin eru eðlilega eins mismun- andi og þau eru mörg. Engu að síður má greina heildaráferð, inni- lega og værðarlega. Reyndar renn- ur platan furðu vel í gegn og það eru engin handónýt lög innan um. Upp úr stendur framlag Heiðu Dóru, „Þynnkublús“, þar sem lífs- ins spil eru lögð kankvíslega á borð undir einföldu gítarspili. Ís- lenskur textinn er frábær, hnyttin lýsing á ævintýrum og ömurleika hversdagsins sem gefur Streets eða Lily Allen ekkert eftir. Elín Ey syngur líka eins og hún hafi fæðst á baðmullarakri í Suðurríkj- unum, af djúpri tilfinningu og einnig vil ég nefna framlag Pascal Pinon, einlægt mjög og hrátt. Uni og Songbird standa sig ennfremur með mikilli prýði. Nokkur laganna eru fremur óeftirtektarverð, verð- ur að viðurkennast en það er merkilegt hvað maður tekur mun betur eftir þegar sungið er á hinu ylhýra. Það allra besta er þó sjálf útgáf- an, það að það hafi verið ráðist í hana. Pakkningin er snyrtileg og ber með sér heimilislega natni, diskurinn er brenndur o.s.frv. Sjálfsþurftarbúskapur sem er til fyrirmyndar, og eitthvað sem verð- ur auk þess nauðsynlegt á næstu árum í þessu guðsvolaða landi. Hin svokallaða myspacevæðing hefur gert það verkum að ungir lagahöfundar út um allan bæ eru að pósta lögum upp á vefsetur sín. Að raka þess hæfileikafólki svona saman er þó nauðsynlegt og ég hafði svei mér þá ekki gert mér grein fyrir því að svo mikið væri af frambærilegum kvenkyns söngva- skáldum. Töku 2 takk, og það sem fyrst. Geisladiskur Trúbatrix – Taka 1 m ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Frábært framtak Áfram stelpur! Nokkrar Trúbat- rixur fagna safnplötunni. KVIKMYNDIN Bónorðið eða The Proposal var langvinsælasta mynd helgarinnar í Bandaríkjunum og Kanada, en þar fara Sandra Bullock og Ryan Reynolds með aða- hlutverkin. Er þetta í fyrsta sinn í áratug sem Bullock á mynd í efsta sæti aðsóknarlist- ans ameríska. Þetta er þá stærsta opnun sem Bullock hefur upplifað á löngum ferli. Síðast var Bullock á toppnum með myndina Forces of Nature en þar lék Ben Affleck á móti henni. Aðáendur hinnar þokkafullu Bullock, sem er nú orðin 44 vetra, hafa fagnað þess- um áfanga innilega og vonast að sjálfsögðu eftir því að þessi sterka innkoma beri með sér nýtt blómaskeið... REUTERS Enn með þetta Sandra Bullock er stórglæsileg kona. Bullock á toppinn eftir tíu ára bið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.