Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 LANG VINSÆLASTA MYNDIN! 28.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA „ÉG HEF EKKI SKEMMT MÉR BETUR Í BÍÓ SÍÐAN EINHVERN TÍMANN Á SÍÐUSTU ÖLD.“ „ÞÁ ER HANDRITIÐ MEINFYNDIÐ, UPPFULLT AF GEGGJUÐUM UPPÁKOMUM.“ „FLEST LEGGST Á EITT AÐ HALDA MANNI Í NÁNAST ÓSTÖÐVANDI HLÁTURSKASTI OG „GÓÐUM FÍLING“, ALLT FRÁ UPPHAFSMÍNÚTUNUM...“ S.V. - MBL „THIS IS SO FAR THE BEST COMEDY OF THE YEAR.“ PREMIERE / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI THE HANGOVER kl. 6D - 6:50D - 8D - 9D - 10:20D 12 DIGITAL MANAGEMENT kl. 6 - 8 - 10:20 10 L THE HANGOVER kl. 5:50 - 8D - 8:30 - 10:20D - 11 12 DIGTAL THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 10:20 16 THE HANGOVER kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 8 10 MANAGEMENT kl. 8 - 10:20 10 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 6 L ADVENTURELAND kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 HANNAH MONTANA kl. 5:50 L CORALINE 3D ísl. tal kl. 5:503D L 3D DIGTAL ROKRASS og veðravíti kemur sjálf- sagt fyrst í huga Íslendinga þegar þeir heyra nafnið Stórhöfði. Engin furða því þar hefur mælst mestur vindhraði á landinu, einir 67 metrar á sekúndu. Til að útskýra það betur má nefna að helmingurinn af þeirri veðurhæð er ósvikið manndráps- veður og ekki hundi út sigandi. Tiltölulega þröngur hópur þekkir hinsvegar til Óskars J. Sigurðs- sonar, mannsins sem gerði það að ævistarfi að taka við vörslu vitans á Stórhöfða af föður sínum og jafn- framt að stunda nákvæmar veð- urathuganir á þriggja tíma fresti ár- ið út og inn. Þá er ótalið eitt merkasta af mörgum verkefnum Óskars þar uppi í höfðanum, sem er margvíslegar umhverfisrannsóknir, m.a. á eiturefnum í úrkomu sem gefa mikilvægar upplýsingar um manngerða ógn sem steðjar að líf- ríkinu. Síðast en ekki síst er Óskar einn afkastamesti fuglamerk- ingamaður landsins, og heimsins (sbr. tilvitnun í Heimsmetabók Gu- innes í upphafi myndarinnar), hefur merkt tæplega 90.000 fugla, einkum lunda, fýl og snjótittling, algengustu nágranna þessa mæta náttúruunn- anda. Hann er hvergi nærri hættur og kæmi ekki á óvart þó hann nálg- aðist 100 þúsund fugla markið áður en hann leggur háf sínum til hlés. Starfsævi Óskars er orðinn löng og ströng, hann hóf veðurmælingar upp úr miðri síðustu öld og tók við vitvörslu af föður sínum skömmu síðar. Nú stendur hann á merkum tímamótum, hann er að ljúka far- sælu ævistarfi sem vitavörður því nú hefur tæknin útrýmt þessari mikilvægu og lífsnauðsynlegu ör- yggisgæslu. Óskar er að fylla kvót- ann í árum talið sem opinberir starfsmenn falla undir og þá mun síðasti vitavörður landsins leggja niður störf, en vitinn sjálfur er ald- argamall um þessar mundir. Veð- urathuganir og fuglamerkingar verða hins vegar áfram í hans hönd- um svo lengi sem hann sjálfur ákveður. Sá sem þessar línur skrifar var svo lánsamur að kynnast lífinu uppi á Stórhöfða sem starfsmaður við viðhald hjá Vitamálastofnun á sjö- unda áratugnum. Það var ógleym- anlegur tími á höfðanum, þessari náttúruperlu iðandi af fjölbreyttu lífi. Góðviðrisdagarnir eru minn- isstæðari en rokið og rigningin, sem þó hefur sjálfsagt verið meira áber- andi í veðurfarinu. Hvað sem því líð- ur var alltaf dúnalogn í kringum hæverska vitavörðinn sem vann öll sín verk af fumleysi og yfirvegun vísindamannsins. Óskar hefur allt til að bera sem prýtt getur slíkan mann en aðstæðurnar réðu því að hann var þegar á unglingsaldri orð- inn ómissandi við ýmsar vísinda- legar athuganir sem voru óvenju bindandi. Þegar maður sér Óskar áratugum síðar er þessi sama frið- sæla og ábyrga vísindamannsára yf- ir manninum, hann hefur lítið breyst eins og höfðinn. Heims- methafinn í vitanum er fróðleg og falleg heimildarmynd um stór- merkilegt ævistarf æðrulauss manns sem hefur kosið að fást við þau í friði fyrir áreiti umhverfisins. Afköst hans við fuglamerkingar eru með ólíkindum og eru og verða hornsteinn í rannsóknum á lífríkinu þar sem uggvænleg teikn eru á lofti um snarpa sviptivinda. Lífræna gagnasöfnunin eru síst ómerkari, sama má segja um fjölmörg önnur störf þessa hægláta manns sem löngu var orðið tímabært að kynna fyrir alþjóð. Háskólabíó Heimsmethafinn í vitanum bbbmn Íslensk heimildarmynd eftir Jón Karl Helgason. Myndataka, hljóð, klipping og framleiðsla: Jón Karl Helgason. Handrit: Kristín Jóhannsdóttir. Tónlist: Arnar Ólafsson og Birgir Hilmarsson. Hljóð- setning: Gunnar Árnason. 60 mín. JKH kvikmyndagerð. Ísland 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Hægláti heimsmethafinn Stórhöfðaviti „Fróðleg og falleg heimildarmynd um stórmerkilegt ævistarf æðrulauss manns,“ segir Sæbjörn Valdimarsson um heimild- armynd Jóns Karls. NÝJASTA kvikmynd grínleikarans Sacha Baron Cohen, Bruno var frumsýnd í vikunni í Eng- landi. Eins og sjá má á myndunum fylgdi honum heil lúðrasveit til frumsýningarinnar sem fór fram í kvikmyndahúsi við Leicester Square en fjöldinn allur af aðdáendum grínleikarans mætti til að berja hann augum. Cohen mætti að sjálfsögðu í karakter hins samkynhneigða Aust- urríkismanns sem fyrst kom fram í sjónvarpsþætti árið 1998 en kvikmyndaspekúlantar ytra eru strax byrjaðir að spá myndinni gríðarlegum vinsældum og slá því föstu að hún muni hala inn mun meiri tekjum en síðasta mynd Cohens. Sú er fylgdi eftir fréttamanninum óheflaða frá Kasakstan, Borat. Áætlaður frumsýningardagur á Bruno hér á landi er 8. júlí. Bruno í broddi fylkingar Reuters Myndarlegur Bruno var ánægður með athygl- ina og leyfði aðdáendum að mynda sig. EITT af mörgum og merkum rannsóknarverkefnum Óskars á Stórhöfða eru markvissar athuganir á þrávirkum efnum í umhverfinu. Þau eru mæld í úr- komu sem fellur til jarðar. Sýnin tekur Óskar vikulega og sendir til Reykja- víkur. Þrávirk lífræn efni er samheiti yfir efni sem bindast lífverum og eyðast mjög hægt eða ekki og safnast þess vegna fyrir í umhverfinu. Þessi efni eru orðin til fyrir tilstilli manna. Þau efni sem einkum finnast í sýnum Óskars eru PCB og DDT, þau eru fituleysanleg og leysast því ekki vel í vatni. Þau geta borist í lífverur með fæðu og hafa meiri tilhneigingu til að safnast fyrir eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjunni. Helstu áhrif uppsöfnunar þrávirkra líf- rænna efna í lífverum eru neikvæð áhrif á viðkomu og ónæmiskerfi þar sem efnin geta líkt eftir hormónum og raskað hormónabúskapnum. Mikilvægar rannsóknir á þrávirkum efnum Hissa Ertu að horfa á bossann minn! Blásið í lúðra Bruno gleymdi magavöðvunum heima. Stafaganga Br uno pósar í gön gunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.