Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 173. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Skólagjöld háskóla hækka  Skólagjöld við íslenska háskóla hækka um 8-12% í haust, þar sem þau eru innheimt. Skólagjöld næsta vetur hjá Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Bifröst og Listahá- skóla Íslands verða á bilinu 308-510 þúsund krónur. Skráningargjöld ríkisreknu háskólanna verða áfram 45 þúsund krónur. »2 Ökumaður olli stórtjóni  Ökumaður olli stórtjóni þegar hann keyrði á fimm útkeyrsluhurðir slökkvistöðvar höfuðborgarsvæð- isins í gærkvöldi. Ók hann einnig á bíl og var stöðvaður við lögreglu- stöðina við Hverfisgötu. »Forsíða Tryggja þarf atvinnu  Á fundi aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi kom fram að mikilvægt væri að halda dampi í verklegum framkvæmdum til að tryggja atvinnu og fjárfest- ingar. »2 Víkur úr sæti bæjarstjóra  Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, ætlar að víkja úr sæti bæjarstjóra og sem fulltrúi í bæj- arstjórn á meðan lögreglan rann- sakar málefni Lífeyrissjóðs Kópa- vogsbæjar. »6 17 ára vann vísindakeppni  17 ára menntaskólanemi, Kári Már Reynisson, mun keppa við unga vísindamenn í París í haust en hann vann á dögunum Landskeppni ungra vísindamanna með verkefni sínu Líkan að gervitaug. »4 Sjálfstjórn í Grænlandi  Grænlendingar hlutu í gær fulla sjálfstjórn í innanríkismálum en þeir hafa verið undir yfirráðum Dana í 300 ár. »12 SKOÐANIR» Staksteinar: Hetja eða ekki? Forystugreinar: Tiltekt á toppnum Forðumst meðalmennskuna Pistill: Af Víðgelmi, kúm og … Ljósvakinn: Sjónvarpsvænir UMRÆÐAN» Ábyrgðarleysi Guðmundar … Hækka þeir vextina? Helgur réttur Fullveldi, sjálfstæði, frelsi Heitast 16°C | Kaldast 8°C  Víða skúrir en þurrt að mestu og bjart veð- ur A-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austan til. »10 Sæbjörn Valdimars- son er vel sáttur við heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar um Óskar J. Sig- urðsson, vitavörðinn í Stórhöfða. »28 KVIKMYNDIR» Fróðleg og falleg KVIKMYNDIR» Sandra Bullock, hin eilífa þokkagyðja. »26 Safnplata með sautján lögum jafn- margra kvenna er verðugt framtak og vel það að mati gagnrýnanda. » 26 TÓNLIST» Í krafti kvenna SJÓNVARP» Simon Cowell er mannlegur!? »26 KVIKMYNDIR» Mickey Rourke er dottinn í það. »30 Menning VEÐUR» 1. Ronaldo útskýrir af hverju … 2. Flöskuskeyti frá 1946 fannst … 3. Hætt við öll útboð í vegagerð 4. Sakar Gunnar um blekkingar »MEST LESIÐ Á mbl.is Í EINA tíð var það giska algeng iðja að menn kæmu sér upp sæmilegasta bókakosti, margir tóku söfnunina al- varlega og skimuðu lengi og víða eft- ir fágætum kjörgripum fyrir safnið sitt góða. Árni Matthíasson gerir þessum heimi bókasöfnunar skil í ít- arlegri úttekt, þar sem hann m.a. skýrir út helstu hugtök safnaranna en fer jafnframt yfir sögu og þróun þessarar iðju, sem hefur tekið nokkrum stakkaskiptum á síðustu árum. „Á blómaskeiði íslenskrar forn- bókasölu, sem stóð frá sjöunda eða áttunda áratug síðustu aldar fram til aldamóta, var verð á öllum helstu bókum sem safnarar ágirntust þegj- andi samkomulag seljanda og kaup- anda,“ skrifar Árni m.a. Áhöld eru nefnilega um það í dag hvert raun- verulegt virði fágætra bóka sé, en verðgildið er ekki nærri því eins fastmótað og í öðrum söfnunar- geirum. Árni varpar jafnframt fram þeim vangaveltum hvort raunvirðið sé fremur í ástúðinni sem lögð er í söfnunina sem slíka, en í einhverjum aurum. | 23 Eru gamlar bækur verðlausar? Bókasöfnun tekur stakkaskiptum Gildi Er virði bóka á fallanda fæti? Sýning Ernu Ómarsdóttur í Þjóð- leikhúsinu, Teach us to outgrow our madness, er kröftug og kemur áhorfendum í tilfinningalegt upp- nám segir gagnrýnandi Morgun- blaðsins, Ingibjörg Þórisdóttir. Innri barátta kvenna er miðjan í frelsandi verki þar sem stuðst er við leik, texta, dans, tónlist og ösk- ur. | 25 „Gargandi“ snilld Snilld Úr verki Ernu Ómarsdóttur. LANDINN var á faraldsfæti um helgina og gönguhópar víða á ferð. Í gærkvöldi, á lengsta degi ársins, var farin sólstöðuganga um Öskju- hlíð í Reykjavík þar sem Þór Jak- obsson veðurfræðingur var leið- sögumaður. „Við köllum þetta meðmælagöngu með lífinu og menningunni. Mótmæli geta vissu- lega verið ágæt en það léttir lund- ina að vera úti í náttúrunni, sjá eitt- hvað fróðlegt og hitta mann og annan,“ segir Þór sem nú fór í 25. sinn fyrir sólstöðugöngu. Göngu- ferðir undir sömu formerkjum voru farnar víðar á landinu í gær, svo sem austur í Skálholti og norður í Þingeyjarsýslum. Rúmlega 250 manns gengu með Ferðafélagi Íslands á Snæfellsjökul á föstudagskvöld. Lagt var á bratt- ann við rætur jökulsins síðla kvölds og efsta hjalla náð um klukkan eitt um nóttina. Í áfangastað kom hóp- urinn til baka á óttunni, síðari hluta nætur. „Þetta var stórkostleg upplifun. Við urðum vitni að því hvernig kyrrð færðist yfir allt um miðnæt- urbil og síðan hvernig landið vakn- aði sem úr dvala þegar sólin kom aftur upp í stórkostlegri sinfóníu lit- brigða jarðarinnar,“ segir Páll Guð- mundsson framkvæmdastjóri FÍ, sem var meðal fararstjóra. Páll segir að líkast til hafi aldrei jafnstór hópur gengið í einu á eitt af hæstu fjöllum landsins svo sem Snæfellsjökul, sem er 1.446 metrar á hæð. Mikla þátttöku segir hann endurspegla áhuga landans á úti- veru og fjallaferðum. Þátttaka í ferðum FÍ hafi sjaldan verið jafn- mikil og einmitt nú í sumar. Um 140 manns tóku þátt í árlegri Jónsmessugöngu Útivistar yfir Fimmvörðuháls aðfaranótt laugar- dags. Fararstjórar og björgunar- sveitarmenn fylgdu hópnum, sem í það heila var um 200 manns. Veður og aðrar aðstæður í ferðinni voru allar hinar ákjósanlegustu. „Fyrstu göngugarparnir komu hingað um klukkan fimm um morguninn og þá tókum við á móti fólki með lýsiss- nafsi eða Gammel Dansk. Fleiri völdu lýsið, því fæstir þurftu áfengi. Bros var á sérhverju andliti og ekki ofsagt að fólk hafi verið ölvað af náttúruvímu eftir ferðina,“ segir Ingi Bragason, skálavörður Útivist- ar í Básum. sbs@mbl.is Fjölmenni Í kringum 250 manns á aldrinum 12 til 72 ára tóku þátt í sólstöðugöngu Ferðafélags Íslands á Snæfells- jökul á föstudaginn og er það líklega stærsti hópur sem nokkru sinni gengur á jökulinn í einu lagi. Heilluð af náttúrunni  Hundruð manna í göngu- og fjallaferðum um helgina  Meðmælaganga, litasinfónía og brosandi andlit Morgunblaðið/Jakob Fannar Mæltu með Þór Jakobsson veðurfræðingur leitaði ekki langt yfir skammt að sumarsólstöðum og fór fyrir sólstöðugöngu um Öskjuhlíð í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.