Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Síða 5
5. ápg. - 2. tbl.
MTY TT
KVENNABLAB
Febr. - 1944.
RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR:
Starf og staða konunnar
Nýtt kvennablaS hefir bebiS mig um útdrátt
úr fyrirlestraflokki þeim, sem ég flutti í útvarp-
iö á síöastliðnu hausti. Mér hefir þó ekki tek-
izt aö þjappa efninu svo saman aS ég væri á-
nægS meS þaS, og kýs því heldur aS birta hér
einn fyrirlesturinn, ekki vegna þess aS ég telji
hann þýöingarmestan, heldur hins aS hann þol-
ir helzt að vera slitinn úr samhengi.
Mál fjölslcyldunnar veröa vart rædd öðruvísi,
en að afslaða konunnar sem sjáll'stæðs einstak-
iings til hennar séu jafnframt alliuguð.
Eins og nú er komið málunum, virðist í fljótu
bragði liagur heimilanna vera mál kvennanna,
en allt annað, sem er á seiði út í þjóðfélaginu,
þeim algjörlega óviðkomandi. Þar ráðsmennsk-
ast karhnennirnir einir og óáreittir, en Iiafa
aftur á móti lítinn skilning á málum lieimil-
anna. Slík verkaskipting er hér af fleslum talin
svo sjálfsögð og eðlileg, að mér liggur við að
hiðjast lyrirgefningar á því efni, sem ég liefi
valið mér í kvöld. Ég veit varla hvorl eg á að
telja cfnið óvenju úrelt eða fáránlega forspátt,
Cn hitt veit ég, að það virðist vera algjörlega
ótímabært hér á landi.
Ég veit samt, að i sambandi við siðasta erindi
mitt (Húsmóðirin og tæknin) hafa margar kon-
Ur hugsað sem svo: Ég lield það væri heldur nær
að kenna ungum stúlkum hvað heimilisstörfin
eru mildu göfugri og veila meiri vinnugleði
heldur en önnur störf. Og ef það ekki dygði,
mætli koma á einhverskonar þegnskylduvinnu,
þannig að öllum ungum stúlkum yrði gcrt að
skyldu að vinna heimilisstörf um vissan tíma.
Annað ráð, sem fljótlega slcýtur upp kollinum
í sambandi við öngþveiti heimilanna, er að banna
giftum konum að vinna utan heimlisins. Þið
segið nú ef lil vill að störf giflra kvenna ulan
heimilisins séu svo sjaldgæf, að slíkt þurfi ekki
að, ræða, en þá vil ég minna á, að á Alþingi 1937
var rælt um að hanna giftum konum að vinna
úti. Þá var borin fram þirigsályktunartillaga um
hann við þvi, að fleiri en ein fyrirvinna sama
heimilis fengi vinnu hjá ríkinu. Tillagan náði
ekki fram að ganga, en einn liáttvirtur þing-
maður sagði, „að það bæri að athuga, hvort
ekki ætti að banna giftum konum að vinna
ulan heimilisins.“
Á atvinnuleysistimum hefir allsstaðar verið
rætt um liið sama og allsstaðar hefir því verið
mótmælt af stórum hópi kvenna. Þeim konum,
scm álíta að áhrif konunnar í þjóðfélaginu standi
í rétlu hlutfalli við þau arðbæru störf, er hún
vinnur, og að hún eigi að hafa sama rétt og
karlmaðurinn til þess að velja starf sitt.
Ýmsir þeir, er horið hafa saman félagslega
aðstöðu einstaklinganna innan fornra þjóðfé-
laga, liafa komizt að þeirri niðurstöðu, að staða
konunnar sé yfirleitt frjálsari og áhrif hennar
meiri meðal frumstæðra þjóða, sérstaklega þar
sem akuryrkja var aðalavinnuvegurinn, heldur
en siðar varð í menningarríkjunum. Það sé
því hinn mesti misskilningur að hugsa sér, að
konan hafi verið ófrjálsari þó að hún hafi unnið
ýms erfiðari störf.
Sænska skáldkonan Elin Wágner lýsir (i hók
sinni „Vekjaraklukkan“, sem kom út 1941) ferð
karls og konu gegnum aldirnar, eins og hún sér
þau í huga sér.
Fyrst sér hún karlmanninn fara á undan
konunni. Hann cr léttur á sér, skimar í allar
áttir, þvi að hann er í varnarstöðu gegn villi-
dýrum. Konan kemur á eftir, liá og þrelanikil,
með barn í bak og fyrir, ásamt hinum frum-
stæðu jarðræktaráhöldum, sem hún sennilega
sjálf hefir fundið upp og her i belti sínu. Það
er húu, sem ákveður hvar nema skuli staðar,
þvi að hún veit, hvar muni vera hezt til fanga
um jurtir og jurtarætur.
Á næsla sligi ganga karl og kona samstiga