Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Blaðsíða 7
NÝTT KVENNABLAÐ
3
INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR:
■Hlu&tab á. sth.á.s^hÁttí>L.
í eldhúsinu dunda ég við snúninga og störf.
Ég staldra viö, er hugsi, og skil Ijaö eigi:
Öll veröldin í uppnámi, en svona er sviöið hér,
að sömu verkin bíöa á hverjum degi.
En hvaö er það, sem leggst íui 'á höfnð mitt og hug
svo heljarþungt, ég finn ég stenzt það varla,
lwort fyrirboði einhvers um stríð og straumhvörf ný,
að stórra tíma brimröst sé að falla?
Á stríðstímum, sem þessum, er allra veðra von,
svo viðkvæm taugakerfi og hjörtu titra.
Gegn holskeflum og sprengjuregni stendur allt jafn sterkt,
hver stórbggging og lítil, hrörleg kytra.
t annálum né fornsögunum ekkert líkt var skráð,
nei, engin sögn um heimsbyltingu slíka,
hve Ijós og sorti skiptast ört, já, líf og dauði á víxl,
og Lazarusar kröm við liefð hins ríka.
Sem stendur tign og ólióf, en annan daginn neyð,
í iðu steypast jafnt þeir minnstu og stærstu.
' Einn hvirfilbylur öllu getur kollvarpað og breytt,
að komi máiske upp hlutur þeirra smæstu.
' Því þátttakendur erum við í ægitrylltum leik;
i og aldrei fyr jafn nátengd viðburðunum.
I hlutaveltu þeirri, sem liáð í veröld er,
' við hlutum öll að varpa teningunum.
Lolcs finnst oss kljáð á enda vort fjárhættuspil,
og flest í leik þeim sé nú smáð og hatað:
i að svikja lit, cn leggja undir líf og æru og fé,
já, lán og frelsi, er öllu sýnist glatað.
Sjá! Andi tímans senn liefnr sópað slíku á burt.
1 svip hans má ei greina líkn né efa.
/ Við spilaborðið stendur lmnn með storkandi ró
og stokkar spilin. Hver á svo að gefa?
Við eldhúsbekkinn siyðst ég. 1 eyrum niðar rödd
með áherzlu og þunga í hverju orði:
Þú einskis metna kona, nú er í nánd sú stund,
er einnig þú fær loks þinn hlut frá borði.