Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Síða 8

Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Síða 8
4 NÝTT KVENNABLAÐ Framh. frá bls. 2. dottið í liug að biðja um rétt til þess að vinna, því að nauðsynin að sjá fyrir fjölskyldunni liafði þegar frá fyrstu byrjun vélaiðnaðarins knúð þær úl í atvinnulífið. Enginn liafði iieldur bannað þeim að vinna, því að vinnukraftur þeirra vaL' ódýr. En þegar hinar menntuðu konur kröfðusl þess, að fá aðgang að embættum og betur laun- uðum störfum, fóru karlmennirnir fyrst að hugsa sig um. Þær hafa þó fengið réttindi þessi í orði kveðnu, en mörgum brögðum hefir verið Iieitl til þess að liindra konurnar frá því, að nota sér þau, sérstaklega að því er hina giftu konu snertir. Á atvinnuleysistímum hefir réttur giftr- ar konu til atvinnu mjög verið dreginn í efa, þar scm maðurinn þegar sœi henni farborða, eins og sagl er. Einnig liafa menn reynt að réttlæta slíkt hann með þvi, að það væri nauðsynlegt, lil jiess að hindra upplausn fjölskyldunnar. Hvorugt er hægt að réttlæta, ef menn ganga úl frá hugsjónum lýðræðisins. En Hitler liefir neilað tilverurétti konunnar sem vitsmunaveru. Samkvæm kenningum nazista er hið eina hlut- verk konunnar að vera fögur og fæða börn. „Konan er sá skjöldur, sem liinn þreytti her- maður hvílist á“, liefir von Papen sagt. — Lcnin sagði aflur á móti, að það mætti kenna hverri einustu eldabusku að stjórna rikinu, og Sovétríkin eru líka einu löndin í heiminum, sein gera konum og körlum algjörlega jafnliátt undir höfði. En þar er einnig tekið tillit til þess, að konan þarf að fæða börn. Henni er þvi tryggður viss timi fyrir og eftir fæðingu, sem hún ma vera fjarvistum frá starfi sínu gegn fullum launum. 1 Sviþjóð var rætt ákaft um það fyrir nokkr- um árum, að banna giftum konum starf utan heimilisins, í þeim lilgangi, að auka fæðingar barna (fækkun fæðinga hefir verið eilt af aðal- vandamálum þjóðarinnar um nokkurt skeið). En nefnd sú, er sett var í málið, koinst að þeirri niðurstöðu, að slíkt mundi hafa þver- öfug áhrif við það, sem ætlazt var til. Og i staðinn fyrir bann voru sett lög um það, a'ð engri konu mætti segja upp atvinnu af þeim orsökum, að hún trúlofaðist, giftist eða ætti von á barni. Eins og ég drap á í fyrsta erindi mínu skap- aðist ný verkaskipting milli karls og konu, um leið og framleiðslufyrirkomulag þjóðfélagsins breyttist. Karlmaðurinn varð fyrirvinna heimil- isins sem kallað er og vann hin arðbæru slörf utan fjölskyldunnar, en konan liélL áfram að vinna innan vébanda heimilisins. Þetla á þó ein- ungis við um neytendafjölskylduna, því að á sveitalieimilinu starfa lijónin ennþá bæði að framleiðslunni. Sveitahúsmóðrin telcur ennþá mikinn þátt i búskapnum og heldur honum oft áfram, þó að bóndans missi við. Ef hún er dug- leg og kjarkgóð er hún þvi ekki alveg á flæði- skeri slödd. Kaupstaðarkonan er hér í meiri vanda. Konan og börnin lifa af launum fyrir vinnu mannsins. Ef liann deyr hljóta konan og börnin að deyja lika þ. e. a. s. ef konan heldur áfram húsmóðurstörfunum einum saman. Þessu gleyma þeir sem halda því fram, að hinn cini og rétti staður konunnar sé heimilið. Menn ganga þannig út f”á því að verkaskipting sem ríkt Iiefir aðeins nokkra áratugi eða í mesta lagi eina til tvær aldir sé eitthvað eðlisbundið fyrir karl og lconu, en gæta ekki að þvi að framleiðslu- hættir Jijóðfélagsins hafa breytzt til muna og veikt öryggi konunnar sem liúsmóður. Til gamans skulum við alhuga ofurlítið hið eðlisbundna í verkaskiptingunni milli karls og konu. Við athugun aðstæðna i nútíma þjóðfé- lagi og gagnrýningu sögunnar sjáum við, að það veltur á ýmsu um störf karls og konu og að ýmsar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður ráða þar jafnmiklu og eðlið sjálft. Eins og ég minntist á í fyrsta erindinu, þekkist það að karl- inn býr til matinn. Iljá sumum frumstæðum þjóðum eru konurnar leirkerasmiðir, hjá öðr- um lcarlmennirnir. Vefnaður er víða talinn kven- mannsverk, en það hefir þó verið algengt hér á landi að lcarlar sætu í vefstól. í kolanámum Englands unnu jafnt konur sem karlar. Það lítur ekki út fyrir að léttari störfin hafi ætíð fallið eða falli i lilut konunnar. Eða liversvegna er það talið kvenmannsverk að raka blautt hey og lilaða á vagn, en karlmannsverk að aka því í gryfju eða að slá með sláltuvél. Ilvorttveggja hið síðarnefnda reynir mun minna á likams- kraftana. Framh. Vetrarkvöld. ó, vetrargrund, sem frið og fegurð ber á fannatinda, er mánageislar blika, með sctjörnukranzinn hnýtta að höfði þér, þar hýrblikandi norðurlogar kvika. Þú nemur andann hryggðum frá og harm og himingleði fyllir sérhvern barm. Birgitta Tómasdóttir.

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.