Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Page 9

Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Page 9
nýtt kvennablað 5 Islensk hjúkrunarkona stundar háskólanám. Þorbjörg Árnadóttir frá Skútu- stöðum Starfs- og námsferill ungfrú Þorbjargar Árna- dóttur er svo margbreytilegur og einstakur i sinni röð, að blaðið hefir sérstaka ánægju að segja frá honum. Hún er fædd að Skútustöðum í Mývatnssveit 8. febr. 1898, dóttir Árna Jónssonar prófasts og konu hans Auðar Gísladóttur. |Úr Verzlunarskóla Islands útslcrifaðist hún 1916 og vinnur að skrifstofustörfum þar á eft- ir i 4 ár, hér heima og i Danmörku. Byrjar lijúkrunarnám og útskrifast frá Bispebjerg sjúkrahúsi i Kaupmannahöfn eftir 3 ár. Fer lil Kanada til framhaldsnáms og vinnur þar á spilala i eitl ár. Stundar síðan heilsuverndar- nám i New York í 2 ár. Lauk prófi sem lieilsu- verndarhjúkrunarkona, en innritaðist eklci sem reglulegur stúdent, vann jafnl'ramt við berkla- hæli i sömu borg. Eftir það kemur liún heim og er yfirhjúkrunarkona á Vífilsslöðum i 2% ár. I starfrækslunefnd Landsspítalans er hún á því timabili, þangað til bann tók til starfa. Síð- an fer hún til Frakklands og Englands, til að kynna sér heilsuvernd og er i því ferðalagi eitt ár. Kemur heim á ný og verður forstöðukona dagheimilisins í Grænuborg fyrsta sumarið, sem það er starfsrælct. Fer til Noregs lil að lcynnast heilsuvernd þar. Iíemur aftur heim og vinnur hjá hjúkrunarfélaginu Likn i 3 ár, siðasta árið, 1936—1937, við berklastöðina, sem þá er slækk- uð og endurskipulögð. Ritstjóri Hjúlcrunar- kvennablaðsins er hún 1935—1937. Það ár fer hún til Vesturheims og stundar nám í Seattle í 2 ár, til undirbúnings innritunar í liáskóla, eða með öðrum orðum, hún tekur stúdentspróf þar 1939, en á þessu tímabili vinnur liún fyrir sér við berklahjúkrun. Stundar síðan nám við há- skólann i Wasbington í 2 ár og telcur þar próf 1941 sem Bachelor of Science. Svarar það lil heimspekiprófs hér við háskólann, en mun þó noklcuð meira. Árið 1941—42 kennir hún við sania skóla, en hafði jafnframt eftirlit með heilsuverndarstöð þar í borginni. Nú dvelur liún 1 New York við hjúkrun og heilsuvernd. Heilsuvernd er nú orðin merlcileg visinda- grein,, enda er þvi spáð, að starf lækna í fram- tíðinni muni meira verða i þá átt að fyrirbyggja sjúlcdóma, heldur en gefa meðöl við lcvillum. Ungfrú Þorbjörg er langmenntaðasta hjúkr- unarkonan sem við eigum. Eins og sjá má af framansögðu er áhugi hennar og löngun til að fullnuma sig i starfi sínu alveg óþrjótandi. Og hvar sem væri í heiminum þætli það óvenju- legt afrek af konu, sem orðin er það sem við köllum miðaldra, að byrja reglubundið nám til að ljúka stúdentsprófi, og það eftir að liafa starfað í 20 ár. Við óskum lienni allra heilla, og vonum að hún komi sem fyrst heim, svo gamla landið fá að njóta hinnar miklu starfshæfni liennar og elju. Samkvæmt Heilbrigöisskýrslum fyrir 1940, sem kornu út í haust, eru heilsuverndarstöövar á eftir- töldum stööum : Reykjavík, ísafiröi, Siglufiröi, Ak- ureyri, Seyðisfiröi og Vestmannaeyjum. Sjúkrasamlög voru þá 18 í landinu, þar af tvö, er ekki voru lögskráð. Af þeim eru 12 í bæjum og kaupstöðum, en 4 í sveitum og 2 í héraösskólum. Meölimatala hinna lögskráðu sjúkrasamlaga er 35.868, eða 29.7% af íhúatölu landsins. 13 kvenfélög hafa, samkv. heilbrigðisskýrslunum, hjúkrunarstúlkur á vegum sínum, eða sinna hjúkr- unarmálum. * Viljirðu verulega gleðja karlmann, þá segðu hon- um að hann vinni oí mikiö, aö hann eyði of miklum peningum, aö hann sé misskilinn, eða aö hann sé öðru- vísi en allir aörir. Hann verður áreiðanlega hrifnari af þessu heldur en þó þú segir að hann sé skarpur, göfugur, vitur eða góöur. (Þýtt.)

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.