Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Qupperneq 10

Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Qupperneq 10
6 NÝTT KVENNABLAÐ Þórdís Súrsdóttir. „Hon var bæði væn ok vitr.“ Karlssynirnir þurftu að vinna margar þrek- raunir, áður en þeir fengju kóngsdótturinnar i æfinlýrunum. Þórdísi Súrsdóttur vildu margir ná í, þcgar iiún var heimasæta að Stokkum i Súrnadal i Noregi, en Gisli bróðir hennar varði þar garð- inn. Bárður, Kolbjörn, Skeggi, allir máttu þeir lífinu fyrir týna. — Reyk lagði um Súrnadai, enda milli, og brandar blikuðu, og heldur skyldi höfuð af hverjum bol, en þessir aðdáendur Þórdísar fengju hennar. Gísla þótti enginn henni fullkosta. — En er hátt á fjórða tug manna höfðu bana beðið í vopnaviðskiptum og eldi, út af heimsóknunum til Þórdísar, og fjölskyld- an á Stokkum nauðuglega af komizt, sigldi Þorbjörn súr skipi sínu til íslands. Þorbjörn er faðir þeirra systkina: Þórdísar, Þorkells, Gísla og Ara, en Þóra móðir. Björguðust þau fyrir sýruna á Stokkum úr eldi þeim, er óvinirnir bjuggu þeim, og báru æ síðan Súrsnafnið. Ari varð eftir í Noregi. Þorbjörn náði landi i Dýra- firði eftir meira en sjö vikna útivist. Fær liann land á sunnanverðri ströndinni, og byggja þeir feðgar bæ að Sæbóli í Haukadal. Þorbjörn súr og Þóra kona Iians deyja þvi næst og eru heygð, en Þorkell og Gísli Súrssynir laka við jörðinni. Þórdis, sem ollað hafði að nokkuru leyti bú- ferlum Stokkafjölskyldunnar, sat nú að Sæbóli, fögur, sem fyrr, og gerði hvað henni gott þótti. En þar kom loks, að Gísla þótti henni fullkosta og gifti hana Þorgrími goða, Þorsteinssyni Þorskabíts, er þá flutti að Sæbóli, þvi Sæból félck Þórdís í hcimanmund. Ilafa þau þar stór- bú og unnast mikið. Þctta er góð saga og fer vel, eins og í æfin- týrunum, þegar að siðustu karlssonurinn fékk kóngsdótturinnar og ríkið. En hún er bara ekld búin. Hún er lengri. Gísli byrlar Þórdísi nýjan bikar, vegur Þor- grim bónda í sænginni hjá konu sinni. Og hefst þá baráttan, hin mikla barátta fullorðinsáranna. — Þórdís vaknar við ofbeldisverkið og kallar: „Vaki menn í skálanum. Veginn er Þorgrimur bóndi minn.“ Niðingur er Gisli. En ekki lcomst upp hver banamaður Þorgríms var. í leikritinu „Gísli Súrsson“ er Gísli látinn endurtaka, er þau siðar hittast systkinin: „Allþung er sorg þín, systir.“ En Þórdís þá látin segja við þau Gísla og Auði konu lians: „Lálið það liugga yður, að sorg mín bíður eigi bóta.“ Að knattleik um haustið sat Þórdís í brekku úti og horfði á knattleika ásamt fleiri konum. Sá þaðan til liaugs Þorgríms. Gisli lítur þá til haugsins og lcveður vísu. Nemur Þórdís visuna og ræður, og veit þá fyrst liver er banamaður bónda síns. Börkur digri, bróðir Þorgríms goða, tólc við búi á Sæbóli með Þórdísi eftir vígið; gekk liann á liana seinna um veturinn, livers vegna liún hafi svo óglöð og niðurdregin orðið, er leikar féllu niður um haustið. Segir hún honum þá vísuna og ljóstar upp um Gisla bróður sinn. Tvö- föld, margföíd var heiftin til Gísla, heldur en það hefði verið einhver annar. Þó hafði hún þagað. Nú var teningunum kastað, Gísla búin bana- ráðin. Vísan, sem Þórdís nam, en Gísli mun hafa ætlað henni að þegja yfir, varð hans bana- biti að lokum. — Þvi þagði hann ekki sjálfur? — Sagan heldur með Auði og Gisla. Ilversvegna? -—- Um það má lesa í Gísla sögu Súrssonar. — í þrettán ár lifir Gisli eftir dauða Þorgríms, og enginn svíkur Auði, meðan aldirnar svíkja Þórdisi. Er Gísli var veginn og Börkur digri biður Þór- dísi að fagna Eyjólfi gráa, „þvi at hann hefir rek- it af höndum oss skömm ok svívirðing, ok lát þér nú í hug koma ást þá, er þú hafðir á Þorgrimi bróður mínum ok tak nú við þeim vel olc ger beint við þá“, segir Þórdís: „Gráta mun ek Gísla bróður minn, en fagna ek dauða Iians.“ Lagði hún sverði i Eyjólf, er hann sat undir borðum, svo af varð svöðusár. Börkur lýstur hana kinn- liesl fyrir tilræðið. — Þórdís brennur í skinninu, enn er henni misboðið af sínum nánustu, — hún nefnir sér votta og segir skilið við Börk, og býr með honum aldrei síðan. — Þórdís var sönn, eins og hefndin er sönn, og ástin er sönn. Hún tók elcki tilsögn af lifinu, -— því urðu svo mikil örlög hennar. Börn Þórdísar eru: Snorri goði Þorgrímsson, sem margir rekja nú ællir sínar til, (latti hann ekki móður sina að yfirgefa Börk, sagði ærnar hennar skapraunir, þó liún væri óbarin), og Þuríður á Fróðá, sem Björn Breiðvíkingakappi sendi hringinn úr fjarlægri heimsálfu, en vildi eklci láta nafns sins getið: „Seg, at sá sendi, er meiri vinr var húsfreyjunnar at Fróðá, en goð- ans al iHelgafelli, bróður hennar.“

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.