Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Page 11

Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Page 11
NÝTT KVENNABLAÐ / Nauðsyn alþjóðasamvinnu. Eftir frú J. Borden Harriman, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Noregi. Úr ræðu, sem hún hélt á landsfundi kvenna, á veg-um New York Times, þann 7. apríl 1943, sem hét, „Hverskonar veröld viljum við“. Einu sinni enn, stöndum við á þeim tímamót- um sögunnar, þegar þjóðin verður að taka ör- lagarikar ákvarðanir. — Framundan klofnar vegur- inn. Önnur leiðin liggur til alþjóðasamvinnu, hin til alþjóðaöngþveitis. Enn er ekki of seint að velja, en tíminn og rás viðburðanna, reka okkur miskunnar- laust áfram. Það er ekki liægt að kalla það sjónarmið, sem við nú horfumst í augu við, flokkslegt. Menn allra flokka, Roosevelt forseti, Wallace varaforseti, Well- es, aðstoðar-innanríkisráð- lierra, Slassen rikisstjóri. Wendell Willkie og marg- ir aðrir frægir menn, sem gcgna margvíslcgum störf- um í Bandaríkjunum, hafa bent á leiðina. Frumvarp Balls um alþjóðasamvinnu eftir stríðið, sem liggur nú fyrir utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar, var borið fram af tveim full- trúum Republikan-floklcs- ins og tveim fulltrúum Demokrata-flokksins. Við verðum að velja okkur þá stefnu, sem við álitum hentugasta. Við liöfúm lieyrt Woodrow Wilson, kallaðan óhagsýn- an hugsjónamann. En i raun og veru var liann raunsæismaður, sem sagði að þetta stríð myndi koma, ef ekki væru gerðar sam- eiginlegar öryggisráðstafanir, sem væru fram- lcvæmanlegar. Ástæðan lil þess, að honum mis- tólcst árið 1919, var fyrst og fremst sú, að þjóðin vissi ekki, hvað í liúfi var. Er ekki einmitt endur- reisnarstarfið, sem biður skjótrar úrlausnar oklcar, löng stefnuskrá um alþýðumenntun, fyrst og fremst? Enginn er andvigur al- þjóðasamvinnu eða al- þjóðafriði. En það eru til þeir menn, sem setja eigin- hafsmuni sína fyrst, og ekki fyrr en þar á eftir, þessi lifsnauðsynlegu vel- ferðarmál. Af eðlilegum ástæðum, getur ekki verið um, neina alþjóðasainvinnu að ræða, nema gei'ðar séu ráðstafanir, sem komi í veg fyrir, að gengið verði á rétt smáþjóðanna, og þeim verði tryggður frjáls aðgangur að hráefnum. Þetta vill segja, að afnema verður allsstaðar rétt einkaframtaksins, til að mynda stór alþjóðasam- bönd um þau efni, sem varða velferð þjóðanna, og hindra, að þau verði not- uð i eigin hagnaðarskyni. Þegar ég var í Norcgi, var „hinn betri heimur“, sem við öll tölum um, raunverulega að ryðja sér þar til rúms. Einstaklingar áttu minni hlutdeild i stór- fyrirtækjum, en annars- staðar. Ríkið átti járnbraut- irnar og rekstrarhagnaður var ekki greiddur hluthöf- um. En innan takmarka fjárhagsáætlunarinnar, var reynt að sjá um, að járn- hrautirnar gerðu sem mest til að borgararnir yrðu frjálsari, kynntust sínu eigin landi, og að þær flyttu afurðirnar á markaði, til hagnaðar Frú J. Borden Harriman var sendi- I herra Bandaríkjanna í Noregi 1940, þegar Þjó'ðverjar gerðu þar innrás. Hún hefir skrifað bók um dvöl sina þar, er hún nefnir „För mín til Norð- urlanda" (Mfssion to North). Frá- sögn hennar er þrungin samúð og vin- arhug til liinnar norsku þjóðar og hún er mjög hrifin af fegurð landsins. Atburðunum 9. maí og því, sem ger- ist þar fyrst á eftir, lýsir hún blátt áfram. Hún fylgist með frá upphafi og skilur kannske fyrr en nokkur annar hvað er að ske. Hún sér þegar þjóðin er að vakna til hins ægilega veruleika og hvernig hún æðrulaust býst til að verja föðurland sitt og sjálfstæði. Hetjudáðir verða hvers- dagsviðburðir, sem ekki eru höfö mörg orð um, en sem aldrei gleymast. Síðast í bók þessari kemst höf. svo að orði: „Hinn kristni heimur á sér enga framtíð nema hann virði í raun og sannleika hið æðra eðli allra manna og beiti sér vægðarlaust (ég nota með vilja þctta orð) fyrir því að jafnari lífsskilyrði verði sam- eign allra kynflokka og allra stétta.“ Frú J. B. Harriman lagöi sem ung stund á píanóleik en giftist síðar iðjuhöldinum J. B. Harriman. Eftir dauða hans gerðist hún atkvæðamikil í stórathafnalifi Bandaríkjanna. Átti sæti i ýmsum mikilsvarðandi nefnd- um og gegndi opinberum trúnaðar- störfum. Hún er önnur konan sem verður sendiherra i Bandaríkjunum. Sú fyrsta var frú Bryan Owen, sem var sendiherra í Kaupmannahöfn. En fyrsta kona í heirni sem gegnt hefir sendiherraembætti er rússneska kon- an frú Alexandra Kollantay, sem er sendiherra Rússlands í Stockhólmi.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.