Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Blaðsíða 13
NÝTT KVENNABLAÐ
'J
ip handleikur áhöldin án þess aS nota þau og höriir
órór og hryggur á auöan disk Raraónu andspænis
sér á boröinu. Svo rís hann snögglega á fætur og
fer út úr salnum, og fám raínútura síöar birtist hann
í herbergisdyrum Ramónu, raeö rjúkandi steikardisk
í hönd. „Ég gat ekki boðrað, Ramóna, meöan ég
vissi þig eina hér uppi svanga og hrygga“, segir
hann hlýlega. Og Ramóna gleymir sorg sinni, fagn-
andi klappar hún Philip á kinnarnar og kallar hann
bezta bróðurinn í heiminum. Og bróðurlega deila
þau réttinum, sem Philip kom með, því Ramóna
matar þau til skiptis, og máltíöin er krydduð barns-
hlátri Ramónu og einlægri systkinaást beggja.
Ár hafa liðið. Það er aftur vor. Philip situr á bekk
í hallargariðnum og leikur á gítar. Hann hefur vaxið
og þroskazt, er nú fulltíða maður, en sama hreina
mildin -skín úr svip hans nú sem áður. Hann horfir
með eftirvæntingu eftir trjágöngunum, og brátt sér
hann glytta í hvíta kjólinn hennar Ramónu milli
trjánna, og augnzlíliki síðai stendur hún á slétta
fletmum framan við hann. Jarpt hárið myndar
dökka umgerð um blómlegt, gyðjufrítt andlitið, og
sjálft vorið geislar úr Irrosandi augunum. Philip
lyftir gítamum og minnir hana á, að hún hafi lofað
að dansa fyrir sig. Og umsvifalaust byrjar hann að
spila valsinn, sem hann hefur tileinkað henni frá
fyrstu, og hlægjandi stígur Ramóna dans eftir
hljóðfallinu, ljós og létt eins og vorskýin yfir höfði
hennar. — Þjónustufólkið í höllinni heyrir spilið
og tínist út í garðinn. Eins og ölvað af vorgleði
og uppörvað af brosi unga herrans slær það hring
um Ramónu og dansar; jafnvel Marda gamla, tví-
breið af spiki, styður höndum á mjaðmir sér og
vaggar í takt brosandi og blóðrjóð af áreynslu.
En gleðin er skammvinn. Skrjáfið í silkikjól frú-
arinnar heyrist milli trjánna, hver hnippir í annan,
og hópurinn tvístrast. Frúin sér á eftir fólkinu sitt
í hvora áttina, þegar hún kemur fram á flötinn. —
Philip stendur upp á móti móður sinni. Svipur
hennar spáir engu góðu; samt strýkur hún kinn
hans móðurlega og segir: „Ég ásaka þig ekki,
drengurinn minn; það er Ramóna, sem gengur á
undan og kemur fólkinu til að óvirða mig og mín
boð, strax og ég hefi snúið við því bakinu.“ Röddin
er hörð, og Philip veit af gamalli reynslu, að skást
cr að þegja. Dapur lýtur hann höfði og gengur burt
með gítarinn undir hendinni.
Hallarfrúin er rík. Iijarðirnar, sem dreifa sér
hér og þar um sléttuna umhveríis, eru hennar eign.
Nú er vor, og smalarnir reka féð heim til rúnings,
og samkvæmt venju síðustu ára á frúin von á Alex-
andró, Indíánahöfðingja, með menn sína, til að
rýja féð. Það er hraustasti Indíánaflokkurinn í ná-
grenninu, <:g reiðubúinn lil að vinna hallarfrúnni
þegar hún þarfnazt þess. Ástsæli förumunkurinn,
af reglti liins heilaga Franz frá Assisí, sem nú er
gestur í höllinni, hefur snúið þeim og fleiri Indíán-
um til kristinnar trúar. I fátæklegum munkakufli,
en ríkur af kærleika og rnildi, ferðast hann hvíl'dar-
laust milli nýbyggja og Indíána um strjálbyggðar
sléttur Ameríku og boðar kærleikia Krists. I höll-
inni fagna þau Pliilip og Ramóna honuin með ást
og lotningu og frúin beygir höfuð sitt í auðmýkt
og þiggur blessun lians.
Yfir sléttuna kemur hópur ríðandi manna. Hest-
arnir hringa makkana ólmir af fjöri, en riddararnir
sitja vel með öruggt taumhald. Alexandró er á leið
til hallarinnar með menn sína.
Barnaleikföng
eiga að vera ó-
brotin, en sterk,
og auðvelt að þvo
þau og hreinsa.
(Mynd úr bókinni
Heilsufræði fyrir
húsmæður).