Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Side 4

Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Side 4
2 NÝTT KVENNABLAÐ Guðlaug Narfadóttir húsfreyja Dalbæ í Flóa: Frá hellisbúum Það var í fyrstu viku nóvember 1941 að ég brá mér upp í Meðalholtahverfi eins og við hér i sveitinni orðum það. Þetta er um klukkustund- ar gangur heiman frá mér. i Meðalholtahverfinu eru 3 bæir, Austur- Mið- og Vestur-Meðalholt. Þegar ég kom að Austur-Meðalholtum var farið að skyggja og húðrigna. Húsfreyjan þar aftók með öllu að ég færi lengra, en ég kvaðst mundi fara að Mið- Meðalhollum og gisla þar. Á miðri vöku kom ég að Mið-Meðalholtum. Svo stóð á, að liús- bóndinn, Jón Þorvarðsson, var ekki heima. Þegar Iiúsfreyjan, Vigdís Helgadóttir, var búin að sinna um börn og bú, settumst við í eldlnis- ið og fengum okkur nú heldur en ekki kaffi- sopa. En þegar við vorum komnar í það skap, sem við konur komumst í yfir reglulega góðu kaffi, bað ég Vigdísi að segja mér Jjrot úr ævi- sögu sinni, en Vigdís er sú kona, sem eg hefi vilað lengst búa i Iielli af núlifandi konum. Það, sem hér fer á eftir, styðst mest við það, scm Vigdís sagði mér yfir kaffibollunum. Laugarvaln, þar sem nú er héraðsskóli Ár- nesinga, er landstór jörð. f landareigninni eru vellir, sem kallaðir eru Laugarvatnsvellir. Eru þeir um tveggja tíma gang frá Laugarvatni, og jafnlangt að Gjábakka í Þingvallasveit. Vellirn- ir liggja sunnan undir fjalli þvi, er Reyðarmúli heitir. Við rætur fjallsins er stór hellir. Reyndar eru hellamir tveir, en sá stærri kemur aðal- lega við þessa frásögu. Vorið 1910 reisli Indriði Guðmundsson, nii kaupmaður í Reykjavík, bú á Laugarvatns- völlum. Notaði hann stærri hellirinn til íbúð- ar. Bjó bann þarna eitt ár, en flutti svo út í Grímsnes. En vorið 1918 tók annar maður Laug- arvatnsvelli til ábúðar. Það var ungur maður, Jón Þorvarðsson, fóstur- og dóttursonur Magn- úsar á Laugarvatni, föður Böðvars á Laugar- vatni. Með Jóni var í þessari ráðagerð annar ungur maður, Símon Símonarson, og var ætl- unin að hafa tvíbýli. En með þeim fluttist þang- að um vorið konuefni Jóns, Vigdís Ilelgadótlir, æltuð úr Biskupslungum, en ólst upp lengst í Miðdal í Laugardal og fór þaðan, er hún reisti sjálf bú með manni sínum. Þeir Jón og Símon bjnggust nú um í hellinum eins og Indriði hafði áður gert, og gerðu þar sæmilega vistarveru. En ekki varð sambýlið langt, því að unnusta Símonar vildi ekki fara þangað, þegar til kom, né búa svo langt fjarri mannabyggðum. Símon var hjá þeim í hellin- um fram á vetur, en fór þá til sjávar, og var þar með sambýlinu lokið. Nú voru þau orðin tvö ein í hellinum, Jón og Vigdís, og kom það þá stundum fyrir að hún var ein heima, ef maður hennar varð að fara til aðdrátta; þau voru fátæk, en samhent um að bjarga sér. Tíðarfar var slæml þennan vetur, snjóasamt og um mánaðamótin mars og apríl liöfðu geng- ið stórhríðar og var ófærð orðin mikil. En svo stóð á i hellinum að barnsvon var, og var kon- an farin að vænta sín. Frænka Vigdísar og fóstra, Ástríður Einarsdóttir, var vinnukona í Miðdal i Laugardal. Var svo ráð fyrir gert, að hún yrði hjá Vigdísi meðan hún lægi á sæng. En vegna þess, hve líðin var vond komst Ást- ríður ekki úteftir, og liðu svo fram stundir. Aðfarnótt 3. apríl fjölgaði í hellinum og fædd- ist dóttir. Fæðingin gekk vel og hjálpuðust þau við að skilja á milli og annað sem gera þurfti, en fylgjan vildi ekki fæðast, og fcr nú að vandast málið. Það varð að ráði hjá þeim hjónum, að Jón freistaði að ná i ljósmóðurina, sem þá var Sigríður Bergsteinsdóttir í Útey, myndarkona og ágæt Ijósmóðir. Hund sinn lokaði hann inni hjá konu sinni, henni til skcmmtunar, og bað hún Jón að slökkva ljósið, ef hún kynni að geta sofnað. Jón hafði tvo duglega liesta, en ófærð var mikil og ferðin geklc seint. Kom hann að Laugarvatni og valdi upp, og er Böðvar Magn- ússon bóndi beyrði tíðindin, brá hann fljótt við og fór meo Ragnheiði dóttur sína með sér út í helli, en Jón hélt áfram eftir ljósmóðurinni. Það er af Vigdísi að segja, að eftir að Jón fór, seig á hana svefn og svaf hún eða mókti lengi, og vaknaði við að hún heyrði mannamál úti: var þar kominn Böðvar á Laugarvatni og Ragnheiður dóttir hans, og löluðust þau liátt við, til þess að lála Vigdísi elcki verða bilt við, ef hún væri lifandi, en ])að drógn þau í efa. Þeg-

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.