Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Side 10
8
NÝTT KVENNABLAÐ
Misrétti eða misskilningur.
Við framtal manna á tekjuin til skatts kem-
ur til frádráttar viss persónufrádráttur. Sam-
kvæmt núgildandi reglum nemur sú uppliæð
fyrir livern einstakling kr. 900.00, fyrir barn-
laus hjón kr. 1800.00 og fyrir hvert barn, innan
16 ára, sem er á framfæri viðkomandi manns,
kr. 700.00 í Reykjavík, en kr. 600.00 annarsstað-
ar á landinu.
Við átagningu úlsvars er einnig gerður tilsvar-
andi fnádráttur, þótt um hann gildi aðrar reglur.
I fljótu bragði virðisl þetta ofur einfalt mál.
Hver heilvita maður veit að vísu að þessi frá-
dráttur er atlt of lágur og svarar hvergi nærri
til hins alla lægsta framfærslukoslnaðar, með
þvi verðlagi, sem nú er á öllum nauðsynjum
til daglegra þarfa. Jafn augljóst er, að ungling-
ar sem stunda nám, geta í fæstum tilfellum, þótt
þeir hafi náð 16 ára aldt i, innunnið sér svo mik-
ið yfir sumarmánuðina að það hrökkvi fyrir
námskostnaði að vetrinum. Þvert á móti munu
þcir undir flestum kringumstæðum þurfa að
fá all-ríflegan styrk frá heimilum sínum. Öll
sanngirni mælir því með að taka mætti þann
kostnað til greina eigi síður en framfærslu
þeirra Ijarna, sem yngri eru en 16 ára. Flestir
munu á einu máli um þetta tvennt, enda skal
ekki farið nánar út í það hér.
En það er annað i þessu sambandi, sem er
furðulega ótrúlegt, en þó satt.
Kona sem skilin er við mann sinn og stundar
einhverja atvinnu, fær ekki frádrátt vegna
barns eða barna, sem henni fylgja. Föðurnum
aftur á móti reiknast allur frádráttur barnsins
vegna og það jafnt þótt hann greiði einungis
hið tilskilda meðlag með því.
Móðirin aftur á móti, sem elur önn fyrir
barninu eða börnunum, að öðru leyti, verður
að greiða skatta og skyldur af tekjum sínum á
sama hátt og hún væri ómagalaus manneskja.
Hennar hluti i framfærslu barnsins er talinn
einskis virði.
Sama gildir ef um ógifta móður er að ræða.
Þó deltur visl engum í hug að framlag föðursins
sé fullt meðlag með barni, hcldur er það að-
eins hans hluti.
Mér er ekki Ijóst hvar villan liggur. Hvort
sjálf ákvæði laganna eru þannig, að feðrum ein-
um sé ætlaður barnafrádráttur, eða að skiln-
ingi þeirra, sem framkvæma lögin, er eilthvað
ábótavant. En þannig er það i framkvæmd.
Eg hefi gert eina tilraun til að fá upplýsingar
um þetta atriði lijá skatlstofunni i Reykjavík,
en fékk ógreið svör. Hefir mér svo. ekki unn-
ist tími til að ganga frá einum til annars með
fyrirspurnir. Það skiptir líka minna máli lrvar
sökin liggur. Hitt er aðalatriðið, að hér er um
stórfellt misrétti og misskilning að ræða. Mis-
rétti, sm kemur hart niður á einstæðum mæðr-
um, sem hafa fyrir börnum að sjá, og þann
brapalcga en nærri broslega misskilning, að
réttur skatlgreiðenda sé háður því, hvort karlar
eða konur eiga í hlut.
Það misrétti og sá misskilningur verður að
liverfa. M. J. K.
17. júní nefndin.
5 manna nefnd til að sjá um hátíöahöld á Þing-
völlum 17. júní 11. l'. í tilefni af stofnun lýöveldisins
er nú tekin til starfa. Ríkisstjórnin skipaöi dr. Alex-
ander Jóhannesson, en hinir 4 þingflokkar tilnefndu
einn rnann hver: Gunnar Thoroddsen alþrn. (Sjálf-
stæðisfl.), Ásgeir Ásgeirsson bankastj. (Alþýöufl.),
Einar Olgeirsson alþm. (Soc.) og Guðlaugur Rósin-
kranz kennari (Framsóknarfl.). Mundi ekki nefndin
vera enn betur starfhæf og hátíðahöldiu enn glæsi-
legri, ef hinir háu herrar vildu minnast þess, að
ísland á dætur eigi síður en syni og bættu 2 konum
í nefndina, t. d. formönnum Ivvenfélagsambands ís-
lands og Kvenréttindafélags íslands?
Landsfundurinn.
'Blaðinu er mikil ánægja að slcýra frá því, að
eitthvert hið síðasta verk hins nýfrestaða Alþingis
var, að samþykkja heimild handa ríkisstjórninni til
að veita Kvenréttindafélaginu 5000 króna viðbótar-
styrk, til landsfundarhalda á sumri komanda. Var
þetta gert samkvæmt tillögu fjárhagsnefndar, sem
að lokum hefir talið það fullsannað mál, að K.R.F.Í.
væri ekki að fullu liðið undir lok.
í desember-blaðinu var vísa eftir Magðalenu
Tómasdóttur, móður Ólafar á Hlöðum. Sú missögn
slæddist inn í frásögnina, aÖ hún hefði gjört vísuna
í æsku. Það er ekki rétt. Magðalena var orðin öldruö
mjög, þegar vísan varÖ til. Að öðru leyti var rétt
með íarið.
Margir menn eru svo gerðir, að þeir vita ekkert
til hlítar fyrr en þeir reka sig á það, og fá stundum
að vita meira en þeim líkar.
Vér notum aðeins lítinn hluta heila vors ennþá.
Ónotaði hlutinn er ótakmarkaður.
Dr. Charles Mayo.