Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Síða 14
12
NÝTT KVENNABLAÐ
björgu trú um, að Dísa gæti kennt hálfsystrum
sínum þegar lieim kæmi. Aðalathvarf Disu var
samt litla húsið hennar Siggu frænku; þar átti
liún að sofa og hafa hækistöð sina, það var löngu
fyrirfram ákveðið. Þennan sama velur fékk
Björn í Múla sér skiprúm á togara. Yngri bræð-
ur hans voru lcomnir til hjálpar heima, og liann
langaði til að vinna sér dálitið inn.
Einlivern daginn rétt fyrir páskana er barið
að dyrum hjá Siggu frænku, og Dísa vindur sér
inn. Hún var rjóð og heit, hún fleygði sér á slól,
auðsjáanlega mikið niðri fyrir. „Hvað er þér á
höndum, barnið golt?“ spyr Sigríður. „Viltu
kaffi?“ „Nei, takk, eg ætla að bíða hérna augna-
blik eftir Stellu og Diddu, þær ætla með mér á
hárgreiðsluslofu, eg ætla að láta klippa á mig
drengjakoll.“ Dísa liristi út úr sér orðin með á-
herzlu og óþægilega. Sigríður leit á hana, og sá
fljótt að þarna voru ekki glettur einar á ferð.
„Það er þó alveg ómögulegt,“ svipurinn lýsti
undrun og hryggð. — Dísa stökk á fætur og
bjóst öll til varnar frá hvirfli lil ilja: „Það cr nú
ekki einasta mögulegt, heldur alveg ákveðið.
ég er búin aö panta kliþpingu og liinar slclp-
urnar höfuðþvott. Ég álti svo sem von á hinu og
þessu frá öðrum, en alveg hefði ég svarið fyrir
að þú létir svona, Sigga frænka.“ Sigriður gerði
þá athugasemd að hún hefði nú elcki sagt margt
eða raikið, það væri Dísa sjálf sem léti mest
fara. „Ég lield ég sjái á þér svipinn. Nei, það er
ekki nokkur manneskja til sem skilur marin,
það er eins og þið hafið aldrei verið ung. Það
er ekki nóg með það að ég standi á hausnum
heima í öllu því versta, þið viljið hafa mann
eins og útskryppi alla líð, ekki eins og annað
fólk.“ „Þú veizt vel, Þórdís, að þelta er ekki
rétt, ég hef aldrei viljað að þú værir eins og
útskryppi,‘‘ sagði Sigríður með hægð. Dísa
hljóðnaði við — „Ég verð bara að ráða þessu
sjálf.“ Og hún taldi upp1 alla þá kosti, sem snoð-
kollavinir eru vanir að færa máli sínu til sönn-
unar. „Guðbjörg syslir mín verður náttúrlega
vitlaus líka, mér datt bara ekki í hug að láta
hana vila fyr en allt er búið og gert. „En pabbi
þinn og stjúpa, hvernig heldur þú að þeim liki
þetta?“ — „Ilvcrnig held ég? Ég vcit upp á eitt
hár hvernig þau verða. Pabbi setur upp þreylu-
svip og labbar út, eins og hann gerir daglega
út af einhverju. Ingibjörg stynur og andvarpar,
en verður fegin með sjálfri sér, hún hefir þá
sögu i viðbót, hvað ég sé baldin og ómöguleg.
Niðurl.
Tvær ungar blómarósir í nýju vorkjólunum. Snúru-
leggingar og ásaumaS skraut er í tízku.
Enskur vellingur.
120 gr. smjör]., 120 gr. hvelii, 3 1. mjólk, salt,
svol. sykur, ávaxta- eöa rabbarbaramauk.
Smjörl. og hveiti er bakaS saraan, þynnt út me'S
mjólkinni. Svol. salt og sykur látiö i. Ávaxta- eöa
rabbarbarmaúk boriö meö. Sé mjólk af skornum
skammti, veröur aö blanda bana vatni.
NÝTT KVENNABLAÐ
Kemur út mánaðarlega frá október—maí, —
Gjalddági í júní ár hvert. Verð árg. kr. 8.50.
8 sinnum á ári, — fellur niður sumarmánuðina.
Afgreiðsla:
Fyrir Reykjavík: Framnesveg 38.
Fyrir sveitirnar: Fjölnisveg 7.
Utanáskrift: Nýtt k'vennablað.
Pósthólf 013, Reykjavík.
Ritstjórar
og
útgefendur
Prentað í
Guðrún Stefánsdóttir,
Fjölnisveg 7. Sími 2740.
María J. Knudsen,
Framnesveg 38. Sími 5516.
Félagsprentpsmiðjunni h.f.