Nýtt kvennablað - 01.12.1944, Side 12
8
NYTT KVENNABLAÍ)
A ungmennaeftirlitið og kvenlögreglu-
embættið að leggjast niður ?
Viðtal við Jóhönnu Knudsen löggæzlukonu.
Snemma í desembermánuði liitti eg ungfrú
Jóhönnu Knudsen löggæzlukonu og spurði liana
tíðinda. Sagði hún þá þær fréttir^ að húið væri
að segja henni upp starfinu frá áramótum og
yrði ungmennaeftirlitið og kvenlögregluem-
bættið lagl niður frá þeim tíma. Kom mér þetta
mjög óvænt, en í það sinni ræddum við ekki
meira um þetta mál, en ákváðum að hittast
siðar og skildi hún þá gefa blaðinu upplýs-
ingar.
Um jólaleylið varð svo úr þvi að við töluð-
umst við, og fer viðlalið liér á eftir:
Þú segir, að búið sé að segja þér upp.
Var þér gefið eitthvað að sök?
Nci, það var aldrei fundið að neinu við mig.
En rétt áður en Einar Arnórsson fyrrv. dóms-
málaráherra fór úr ríkisstjórninin, lagði liann
svo fyrir að mér yrði sagt upp, með ])vi að
dómsmálaráðuneytið liefir ákveðið að leggja
ungmennaeftirlitsdeild lögreglunuar niður“,
eins og það er orðað í uppsögninni. Fyrir
ákvörðuninin færði hann þau rökt að grund-
völlur starfseminnar væri að engu orðinn. Það
var liverju orði sannara. Ungmennaeftirlitið
var ekki annað en nafnið tómt þetta síðasta ár.
En grundvöllinn eyðilagði dómsmálaráðherr-
ann sjálfur.
Fyrst lokaði liann uppeldislieimilinu í Borgar-
firði. Svo lagði liann ungmennadómslólinn nið-
ur. Siðan lokaði liann upptökuheimili harna-
verndarnefndarinnar. Loks skerti liann starfs-
svið ungmennaeftirlitsins svo að öruggt var að
það gat ekki komið að neinum notum.
Hvað kom til? Var uppeldis-
heimilið svona afleitt?
Vist var margt að því að finna, sérstaklega
var ])að illa í sveit sett og vinnuskilyrði slæm.
En þetta var fyrsta tilraunin, sem hér á landi
var gerð í þessa átt, svo ekki var ástæða til þess
að kippa sér upp við það þótt eitthvað bjátaði á
fyrst í stað. Og allt stóð þetta til bóta. Eg hefði
t. d. talið nauðsynlegt að flytja heimilið á hent-
ugri stað. En til þess kom ekki. Því var lokað
fyrirvaralaust þegar það var 10 mánaða ga m
alt. Eg frétti á skotspónum að lnisbændurnir
væru komnir með telpurnar til bæjarins. Ung-
mennadómstóllinn hafði enga vitneskju um
þetta fvrr en eftirá. Eftirlitsmaður heimilisins
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Ingimar Jóhann-
esson, hafði helctur enga hugmynd um þella fyrr
en það var um garð gengið.
Hvað var um stúlkurnar?
Til allrar hamingju voru |iær ckki orðnar
eftir nema fjórar. Ein þeirra týádist strax, og
fannst eftir 8 sólarhringa. Hún hafði verið hjá
hermönnum. önnur var liöfð í stofufangelsi
heima hjá sér, en eftir rúma viku hvarf hún,
og kom ekki í leitirnar fyrr cn eftir 9 sólar-
hringa. Hún hafði lika verið hjá hermönnum.
Aðstandendur heggja voru ráðþrota og eru enn.
Þriðja slúlkan var úr kaupslað sunnanlands.
Ilún var ekki fliitl heim, heldur hingað lil
Reykjavikur á heimili aðstandenda, sem ckki
treyslusl lil að taka ábyrgð á henni. Ilún var
þrettán ára gömul, og hefir siðan verið gersam-
lega óviðráðanleg. Mér þykir ótrúlegt að héðan
af verði mögulegt að bjarga licnni. Fjórða
slúlkan var af Norðurlandi og eg veit ekkert
um afdrif hennar.
En hvers vegna Iagði ráðherrann ungmenna.
dómstólinn. niður? — Reyndist hann óþarfur?
Síður en svo. Ilann hafði geysimikið verk-
efni. En hann gat ekki starfað að gagni, Jiegar
búið var að loka heimilinu. Og þegar upptöku-
heimilinu var líka lokaðt var fyrir það girl að
barnaverndarnefndin gæti unnið skynsamlega
að málefnum vegviltra unglinga, jafnvel þó hún
hefði verið öll af vilja gerð. Þar með voru öli
sund Iokuð. Það var lilgangslausl fvrir eftirlilið
að rannsaka mál ])egar engin var til að sinna
þeim. Enda var sýnilega ekki ætlast lil að það
væri gert. Því einn góðan veðurdag kom bréf
upp á það frá dómsmálaráðuneytinu, að eftirlitið
mætti ekki rannsaka mál. Þú sérð að hér var
gengið hreint til verks.
En samt var þetta ekki nóg. Því um Jeið og
Einar Arnórsson lagði ungmennadómstólinn
niður, þá gekk hann svo frá að aUar þær telpur,