Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Qupperneq 5

Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Qupperneq 5
6. árg. — 3.-4. tbl. MÝTT KÝEMMABLAÐ marz — apríL - 1945 Kvennadeild Slysiivarnafélags ÝslamlN í Beykjavík 15 ara Fimmtán ár eru liðin frá því, er fyrsta kvenna- deildin innan Slysavarnafélags íslands var stofn- uð. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að líta yfir það skeið, sem runnið er, og athuga, hvort þessi félagsstofnun hafi verið nauðsynleg eða hvort hún hafi oröiö að nokkru gagni. Þegar kvennadeildin hér í Reykjavík var stofnuð, voru liðin um tvö ár frá því er fyrsta slysavarnadeildin var stofnuð hér á landi, í Reykjavík. í þeirri deild var yfirgnæfandi meiri hluti karla, en mjög fáar konur. Það leit því ekki út fyrir, að hér væri á feröum málefni, sem ætti sérstaklega erindi til kvenþjóðarinnar, og mátti í því sambandi spyrja: Eru karlar ekki einfærir um aö halda uppi slíkum félags- skap? Þessari spurningu lá beinast við að svara játandi. Og þó. Það sakaði að minnsta kosti ekki, þótt kvenfólkið yrði þátttakendur í þessu starfi. Var því stofnuð þessi fyrsta kvennadeild, 28. apríl 1930, og skyldi nú framtíðin sýna, hvort hennar væri þörf, og hver yrðu not hennar. Það sýndi sig, að deildin var ekki stofnuð að þarflausu, því að brátt bættust æ fleiri félagar við þá eitthundrað er voru stofnendur deildar- innar. Tvöfaldaðist og þrefaldaðist félagatalan bráðlega og hefur hún á þessum 15 árum nálega tífaldast — svo að ekki mun annar félagsskapur fjölmennari, að fráteknum fjölmennustu stétt- arsamtökum. Þetta sýnir, aö þær voru ekki fáar, konurnar, sem þessu málefni vildu sinna. Þá voru að tilhlutun þessarar deildar bráðlega stofnaðar kvennadeildir í Hafnarfirði og Kefla- vík, og síðan komu á fót kvennadeildir víðs veg- ar um landið, í kaupstöðum og kauptúnum. Hygg ég að þetta sýni, að þörf hafi verið sérstakra kvennadeilda til þess aö fá konur almennt til að vinna fyrir slysavarnir hér við land. En hver hafa þá orðið not kvennadeildanna og starfs þeirra? Ég hygg, að ekki sé of mikið sagt, þótt sagt sé, að með þeim hafi slysavarna- starfsemi landsins bætzt sá kraftur, er orðið hefur notadrjúgur, og að starfsemi kvenna verð- skuldi þökk allra þeirra, sem annt er um þetta nauðsynjamál þjóðar vorrar. En hér er ekki tóm til að fara frekar út í þetta atriði. Margt má um það lesa í ársskýrsl- um Slysavarnafélags íslands og nægir að vísa til þess. Það var um þessa deild, 15 ára afmælisbarnið, sem þessi fáu orð áttu að fjalla. Fjarri er mér, að bera á hana nokkurt oflof, en skrumlaust hygg ég, aö segja megi, að málefni því er hún er tengd, hafi orðið hennar þó nokkur not. Starfsaðferðir kvenfólksins í félagsmálum eru mest í því fólgnar að sýna mikla natni í öflun fjár til félagsþarfa sinna. Þessa natni — þessa ástundun, hefur þessi deild alla jafna átt. Þær hafa sannarlega ekki legiö á liði .sínu, konurnar, sem á þessum 15 árum hafa safnað á 3. hundrað þúsund krónum til slysavarna. Fyrstu árin var fjársöfnunin í smáum stíl, sam- Strandmannaskýliö á Skarðstjörn í Meðallandi.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.