Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Qupperneq 6
2
NÝTT KVENNABLAÐ
Hinni grimmúðugu styrjöld í Norðurálfu er lokið. í hérum bil 6 ár hefur hinn
miskunnarlausi hildarleikur varað. Aldrei í sögu mannkynsins hefur verið beitt
jafn stórkostlegri og viðbjóðslegri grimmd, aldrei þjáning og kvalir, tortíming og
sorg orðið hlutskipti jafn margra á jörðunni. En aldrei hefur heldur verið sýnt
meira þrek, fœrðar dýrmætari fórnir og drýgðar fleiri hetjudáðir.
Frœndþjóðir okkar á Norðurlöndum og aðrar þœr þjóðir, sem kúgaðar hafa ver-
ið undir oki og siðleysi nazismans, fagna nú frelsi sínu, og öll íslenzka þjóðin sam-
fagnar þeim af heilu hjarta.
Nú bjarmar fyrir nýjum degi. Degi friðar og friðsamlegrar uppbyggingar■ Það
mikla hlutverk bíður forustumanna þjóðanna og kynslóðarinnar, sem nú lifir, að
vinna f riðinn. Yfir öllum hörmungum styrjaldarinnar hefur Ijómað sú von,
að takast muni að henni lokinni, að skapa réttlátari og betri veröld. Heim, þar
sem ofbeldinu er útrýmt, en réttur og öryggi einstáklingsins virt og metið. Þar,
sem hungur og skortur, hatur og kúgun er bannfœrt, en friðsamleg samvinna og
samábyrgð lœtur hvers konar menningu, góðvild og bróðurþel vaxa og dafna manna
og þjóða á milli. Þá hafa blóðfórnir stríðsins ekki verið fœrðar til einkis. í þeirri
trú, að þetta megi takast, skulum við horfa móti framtíðinni.
anborið við síðar, t. d. árið 1944, en það ár urðu
tekjur deildarinnar kr. 77.877,99,00.
Á þessu tímabili hefur framlag deildarinnar
til slysavarna numið rúmum kr. 100.000,00 Lagt
hefur verið til björgunarskipsins Sæbjargar kr.
30.000,00, byggð tvö strandmannaskýli á sönd-
um Skaftafellssýslna, sem með öllum útbúnaði
kostuðu nálega kr. 40.000,00 og lagt fram fé til
kaupa sjúkrabifreiðar af fullkomnustu gerð og
öllum útbúnaði. Auk þess nokkur smærri tillög.
Það, sem þessi deild hefur gert, er ekkert eins-
dæmi. Hinar kvennadeildirnar vinna að sínu
leyti alveg eins gott starf — og eigi þessi deild
nokkra þökk skilið, þá eiga þær það vissulega
líka. En hvað þökkina til þessarar deildar á-
hrærir, þá ætti hún sérstaklega að beinast til
þeirra góðu starfsmanna innan deildarinnar,
sem ár eftir ár leggja fram mesta starfið til
fjáröflunar, alltaf með hinu sama Ijúfa geði.
og svo til þeirra mörgu utan deildarinnar, sem
sýnt hafa henni velvild og stuðning.
Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að tjá
öllum þeim, sem þar eiga hlut að máli, kærar
þakkir frá kvennadeild Slysavarnafélags ís-
lands í Reykjavík.
Siglingar eru nauðsynlegar. Þótt langt sé síð-
an þau orð voru töluð, og margt breytt í sam-
göngum, eru þau orð enn í fullu gildi. Og engum
ætti að vera ljósari sannindi þeirra, en þeim,
er eyland byggja. Enda munu þau standa ó-
mótmælt enn um skeið.
En séu siglingar nauðsyn, þá eru slysavarnir
og nauðsyn. Þetta tvent verður að fara saman,
eigi vel að farnast. Mun nú svo komið, að þjóðin
sé orðin þess vitandi, að það er alþjóðar skylda að
tryggj a þá, er halda uppi siglingum og sjósókn,
fyrir þeim hættum, sem því er samfara, svo vel,
sem kostur er. Slysavarnafélag íslands hefur
tekið að sér forgöngu í þessu mikla starfi.. Það
verðskuldar því stuðning allra landsmanna,
kvenna sem karla. Og þótt svo geti að borið,