Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Síða 7

Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Síða 7
NÝTT KVENNABLAÐ 3 að engri hjálp verði við komið á stund hætt- unnar, og að þess séu sorgleg og nærtæk dæmi, þá má sú staðreynd með engu móti letja eða draga úr áhuga á slysavörnum. Þvert á móti á hún að hvetja til meiri félagsskapar. Slysavarn- ir ættu að vera það alþjóðarátak, sem hver ein- asti landsins þegn, teldi sér skylt að leggja skerf, með því að greiða árstillag til næstu slysavarnadeildar, þótt ekki væri annað. Á þann hátt fengi félagsskapurinn aukið fjármagn, og næg eru verkefnin, sem bíða, vegna þess, að fé er ekki fyrir hendi. Kvennadeildin í Reykjavík var stofnuð að vor- lagi, rétt um sumarkomuna. Við erum nú enn á ný nýskeð búin að fagna nýju sumri, og hver er sá, er ekki setur mikla von á þetta nýbyrjaða sumar. Sú von er von um frið. Von um, að burtu falli sá mikli skattur, sem þjóðin okkar, sem þó er ekki ófriðarþjóð, hefur hlotið að greiða fyrir tilverknað þess, sem grimmari er en blind og tryllt náttúruöflin, mannsins ,er hann beitir hugviti sínu og tækni til tortímingar meðbræðra sinna. Það mætti ef til vill segja um starfsemi slysa- varnafélaganna, að hún sá ekki sumrinu háð, heldur vetrinum og er það að nokkru leyti satt. Á þeirri árstíð, vetrinum, þarf björgunarstarf- semi að vera betur á verði en á nokkurri annarri árstíð. En samt sem áður hygg ég, að það séu ef til vill fá félagssamtök, sem, þegar alls er gætt, eru jafn eindregið í þjónustu sumarsins og þessi. Því að sá félagsskapur, sem hefur það markmið, að bjarga lífum og vernda líf, er sannarlega þjónn þeirra afla, sem vér teljum öfl lífsins. Hann er þjónn sumars og sólar, enda þótt hann ynni starf sitt af hendi í svartnættismyrkri, vetrarhörkum og vetrarhríðum. Og þess vildi ég mega óska afmælisbarninu til handa, að yfir starfi þess verði jafnan sami vorhugurinn og yfir því var þann vordag fyrir 15 árum, er deildin var stofnuð. Inga Lárusdóttir. Híma stráin hélurennd, hretið sá um dóminn. Sveimar þráin klökkva kennd kringum dáin blómin. Guðrún Árnadóttir . frá Oddsstöðum Hugrún: Tvær svarfdælskar merkiskonur Á hljóðum stundum reikar hugurinn víða og þá ekki sízt til bernzkudaganna, þegar blóma- brekkan varð að helgidómi, söngur vorfuglanna lét í eyrum sem englasöngur, og ilmur sumar- dagsins var heill heimur af unaðssemdum. Á morgni lífsins fær maður að veganesti áhrif frá því, er fyrir augu og eyru ber, og frá sam- ferðamanninum, hvort sem hann er ungur eða gamall, og sæll er sá maður eða kona er skilur eftir í sál barnsins hugljúfar kenndir, sem skilja ekki við hana síðan, þótt árin líði, en vaxa og þroskast með henni. Það eru heppilegir upp- eldisfræðingar, sem með lífi sínu og framkomu sá góða sæðinu í hinn frjóa jarðveg. Skyldi nokkurn furða, þótt fáein orð í kveðjuskyni séu skrifuð, þegar einhver hverfur af sjónarsviði jarðlífsins, sem hefur skilið eftir varanleg áhrif, vakið eftirtekt og aðdáun hjá öllum hugsandi réttsýnum mönnum, sem til þekkja. í þetta sinn eru það tvær látnar merkiskonur, húsfreyjur í Svarfaðardal, sem mig langar að skrifa nokkur orð um. Það eru þær Halldóra Jónsdóttir frá Hnjúki og Guðrún Guðmunds- dóttir á Hálsi. Halldóra var bóndadóttir, fædd 28. ágúst 1845

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.