Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Side 8

Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Side 8
4 NÝTT KVENNABLAÐ að Hólarkoti í Skíðadal, gengur dalur sá fram úr Svarfaðardal að austan, og er hann í dag- legu tali nefndur með Svarfaðardal. Þykja land- kostir góðir þar frammi, en þó hefur sá bær, þar sem Halldóra fæddist, lagzt í eyði ásamt fleiri jörðum fremst í Skíðadal, því mjög er þar erfitt til aðdrátta. Við baráttu lífsins í kyrrð dalanna ólst Hall- dóra upp, og lærði snemma öll hin venjulegu sveitastörf, sérstaklega mun hún hafa lagt stund á tóvinnu mjög snemma, því að hún var listakona i þeirri iðn, svo að fáar hafa þar staðið henni framar. Jafnvel eftir að hún var komin nokkuð á tíræðisaldur spann hún ágætis band bæði fyrir vandamenn sína og nágranna. Árið 1806 giftist hún Þórði Jónssyni frá Hnjúki, stórhuga atorkumanni. Pyrstu 6 árin bjuggu þau í Hólárkoti, en síðan allan sinn búskap á Hnjúki að undanskildum fáeinum ár- um, sem þau voru í Hlíð. Ég var nokkra ára gömul, þegar ég sá Hall- dóru fyrst, var hún þá orðin öldruð kona, þá var hún enn gjörfuleg og fríð, björt yfirlitum, með blá, djúp og glettnisleg augu, hárið ljós- gult og féllu flétturnar að beltisstað. Þegar ég kom í návist hennar, fann ég að þarna var kona, sem hafði djúptæka þekkingu á lífinu og gat frá mörgu sagt, mig langaði til þess að setjast við fótskör hennar og fræðast af henni um leyndardóma lífsins, en hún var óvenju þögul, sérstaklega tók ég eftir því að hún var þögul um annarra bresti og yfirsjónir. Það vakti hjá mér lotningu fyrir henni. Á tímabili æv- innar átti hún við óvenju mikla erfiðleika að búa í ströngum skóla lífsins, en prófið stóðst hún með ágætum, það var hennar metnaðarmál að láta ekki bugast, höfðingslund hennar, gáfur, trú og viljafesta, samfara drengskap og kær- leika mynduðu um hana óvinnandi varnarvirki gegn hvössum skeytum atburðanna. Ég hef náð í þrjár vísur, er hún orti á þessu tímabili og læt ég þær fylgja með þessum orðum: Þreyja, líða, þola, bíða, þó að stríða verði hér, engu kvíða, ævitíða und þó svíða kunni mér. Ekki dæmi ég auðarsprund, annars dóms má bíða, en marga hef ég mæðustund mátt fyrir hana líða. Þótt ég beri þröngan skó, þar af dvínar kæti, en ég vildi allvel þó umborið hann gæti. Eldskírn lífsins verður sárari þeim, er í kær- leika gera skyldu sína, verða tárin ekki dreyrug vegna hjartaþjáninganna? Þau eru máttur, er nema burt sorg og synd. Hamingjusólin rann upp á ný. Stórbóndakonan á Hnjúki var hóg- vær í sorg og gleði. Sem drottning í sínu ríki, með lítt þornaða hvarma rétti hún brosandi fram gjöfula hendi, hún var ekki einungis heyr- andi orða Krists, heldur einnig gjörandi. „Gjör- ið þeim gott, sem ofsækja yður“. Hún uppfyllti eitt hið erfiðasta boðorð. Hún var kristin kona. Þeim hjónum varð átta barna auðið, voru þau hvert öðru mannvænlegra og til sóma hvert í sinni stétt. Tvö þeirra eru dáin fyrir fáum árum síðan. Þau ólu þar að auki upp eina stúlku og gerðu við hana sem sitt eigið barn. Halldóra var góð móðir og er hann eigi lítill skerfurinn, er hún skilur fósturjörðinni eftir, ávöxtur erf- iðis hennar og fórnandi kærleika. Henni hlotn- aðist líka sú gleði, að geta hlynnt að barna-barna börnum sínum. Spunnið band í sokka, nærföt og vettlinga handa þeim, því rokknum og kömb- unum gaf hún ekki grið fram að því, er hún lagðist í rúmið, þá 95 ára að aldri, var þá sjón og heyrn tekin að daprast, en þó fylgdist hún vel með öllu er gerðist umhverfis hana, prjón- ana hafði hún þá í rúmshorninu og greip til þeirra, þegar kraftar leyfðu. Þórður maður hennar andaðist 1920, fluttist Halldóra árið eftir að Hofi til Gísla Jónssonar tengdasonar síns og Ingibjargar dóttur sinnar og naut umönnunar þeirra og annarra vanda- manna þar, fram að hinztu stund. Hún and- aðist 22. maí 1943, þá komin hátt á nítugasta og áttunda árið. Þann dag ræddi hún við heim- ilisfólkið eins og hún var vön, og síðustu orð hennar voru þessi: „Guð gefi ykkur öllum góða nótt.“ Það færi vel, ef íslenzka þjóðin ætti marg- ar slíkar konur sem Halldóra frá Hnjúki var. Guðrún á Hálsi var fædd 17. nóvember 1857 á hinu þjóðkunna heimili, Fagraskógi í Möðru- vallasókn. Ung að aldri fluttist hún með for- eldrum sínum að Haga, og síðan að Stærra-Ár- skógi á Árskógströnd. Mun hún hafa fengið gott uppeldi, því að brátt varð hún orðlögð fyrir flest það, er prýðir unga heimasætu.

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.