Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Page 9

Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Page 9
NÝTT KVENNABLAÐ 5 Um tvítugsaldur fór hún í Kvennaskólann á Laugalandi og fékk þar orð fyrir að vera sómi skólans. Mun það hafa verið hennar gæfa, að dvelja þar undir handleiðslu ágætra kennara. Þá var Kristjana, móðir Hannesar Hafsteins kennslukona þar, og dáði Guðrún hana mjög. Bar heimili það, er hún sjálf setti á stofn litlu síðar, órækan vott um frábæra hagnýtslu þeirra námsgreina, er skólinn starfrækti. Rúmlega tvítug að aldri giftist Guðrún Jóni Jónssyni skipstjóra frá Litlu-Hámundarstöðum. Dvöldu þau um tíma í Stærra-Árskógi, en fluttust síðan að Hálsi í Svarfaðardal. Er það nyrzti bærinn i dalnum austan Svarfaðardalsár. Gerðist Jón skipstjóri þar búhöldur mikill, enda naut hann stuðnings sinnar glæsilegu, stjórnsömu og ungu konu. Háls er í þjóðbraut og var þar oft gest- kvæmt, enda var þar gott að koma. Þegar móðir mín var ung og ógift, dvaldi hún á Hálsi um 5 ára skeið og þótti mikið til koma að fá að njóta tilsagnar og handleiðslu Guðrúnar, er mér líka óhætt að segja, að hún unni henni sem móður sinni og hélzt vinátta þeirra alla tíð síðan. Guðrún var trygglynd og vinföst svo að af bar, og gerði sér far um að gleðja þá, er gleðja þurfti og á vegi hennar urðu. Þótti mér, sem lítilli telpu, mikið vera um dýrðir, þegar ég fékk að fylgjast með móður minni í heimsókn að Hálsi, enda stendur Guðrún mér fyrir hugskot- sjónum sem fyrirmynd fullkominnar konu, staf- ar frá þeim minningum eins konar töfraljóma: Sá arineldur innst við hjartarætur, aldrei fölna minningarnar lætur. Ekki hlotnaðist Guðrúnu sú gleði að verða móðir, en sjö börn ólu þau hjón upp, og fleiri dvöldu þar svo árum skipti. Gagnvart þeim börnum braust móðurkærleikur Guðrúnar fram Ilalla I<of tHilóttir: Sumar < Bráðum lifna blöð á kvist, : býr sig fold í skart. : Sumarið, er ég sá þig fyrst : var sólríkt og bjart. : • • Sumarið, er ég sá þig fyrst : var sungið í lund, : yndi hvíslaði andvarinn : um aftanstund. : Sumarnóttin mig signdi hljóð, j heyrði ég huldulag, : þá söng ég mitt fyrsta sumarljóð, : og syng það enn í dag. : • Húmar um fold og hljóðnar lag, hverfa vonir og menn. : Eg sá þig fyrst um sumardag, j það sumar varir enn. j Þó að blikni blöð á kvist og björkin felli skart, j sumarið, er ég sá þig fyrst : er sífellt bjart. ‘ : eins og lind í vorleysingum, návist hennar og umhyggja bræddi klakafjötur einstæðingsskap- ar og vanmáttarkenndar; umhverfis hana var gróandi líf. Jafnan var mannmargt á Hálsi, og því var þar umsvifamikið heimili. Mikið var unnið að tóvinnu á vetrum og munu bæði karlar og kon- ur, er þar dvöldu, minnast með söknuði löngu kvöldvakanna, þegar rokkarnir, kambarnir, prjónarnir og vefstóllinn þreyttu kapphlaup, knúið áfram af ötulum höndum með áhuga og

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.