Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Qupperneq 10
6
NÝTT KVENNABLAÐ
jJtferk ftona íáíin
Hólmfríður Gísladóttir, forstöðukona lézt að
heimili sínu, Þingholtsstræti 28, 14. apríl s. 1.
90 ára að aldri. Fædd 9. júlí 1854.
Frk. Hólmfríðar var getið í jólablaði Nýs
kvennablaðs 1942. Um þær mundir gaf hún
Húsmæðraskóla Reykjavíkur húseign sína o. fl.
Nemendahópurinn aldamótaárið. — Fremsta röð (frá
vnistri): Alla, Metta, Puríður, Jónína. Önnur röö: Pál-
ína, Valborg, Ástríður, forstöðukonan frk. Hólmfríður,
Jóhanna, Þórunn. Þriöja röð: Margrét, Helga, Branddís.
— Nú að henni látinni hafa dagblöðin flutt
ýtarlega æviminningu hennar, og betur hefur
vart verið ritað um aðra konu á þessari öld.
Frk. Hólmfríður var líka ljúfmannleg höfðings-
kona og drenglunduð vel. Brautryðjandi sem
kennari í heimilis- og matreiðslustörfum. Hús-
freyja á stóru heimili, svo borðgestir hennar
skipta þúsundum.
Til þakklætis fyrir gott starf og af kærleika
svellandi starfsgleði, á meðan húsmóðirin sagði
fólki sínu sögur, er hún hafði lesið í erlendum
bókum í frístundum sínum frá heimilisstjórn-
inni.
Allt er breytingum háð, nú verða veslings
rokkarnir að víkja fyrir tækninni, og raul þeirra,
hefur kafnað í jassmusik viðtækjanna. Tilveran
er eins og hjólið. Allt líður undir lok, menn-
irnir verða einnig að lúta því lögmáli. Blessuð
sé minning þeirra, sem blessunarinnar eru verð-
ir. Guðrún á Hálsi er ein af þeim, um það eru
allir sammála, er hana þekktu. Hún andaðist
29. okt. 1943 á Hálsi hjá Þorsteini Þorsteinssyni
fóstursyni sínum og hans ágætu konu, Jófríði
Þorvaldsdóttur. Önnuðust þau og börn þeirra
Guðrúnu með mikilli nærgætni og kærleika til
hinztu stundar.
hafa unnendur hennar og nemendur hafið
fjársöfnun til herbergis í Hallveigarstöðum, sem
beri nafn hennar.
„Hún átti alltaf áhugamál, sem héldu sál
hennar ungri,“ segir í minningargrein um hana.
Nú hefur hún afhent okkur áhugamálin. Og
engan veginn betur getum við sýnt aðdáun okk-
ar á hæfileikum hennar og mannkostum, en
sameina minningargjafir okkar í þann bauta-
stein, sem þegar hefur verið áformaður: Her-
bergi er beri hið farsæla nafn hennar.
Morgunblaðið tekur á móti minningargjöfum
í þessu skyni. Einnig frú Hulda Stefánsdóttir,
forstöðukona Húsmæðraskóla Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 12, og undirrituð.
Guðrún Stefánsdótir,
Fjölnisvegi 7, Reykjavík.
Alþjóðlegí kvennadagurínn
s:
Hinn alþjóðlegi kvennadagur, 8. marz, er hald-
inn hátíðlegur af konum víðsvegar um heim.
Koma þær þá fram með réttindakröfur sínar
og ræða áhugamál sín á svipaðan hátt og við
hér heima höfum gert 19. júní að baráttudegi
okkar.
Á afar fjölmennum fundi, sem enskar konur
héldu í London 8. marz s. 1., þar sem mættir voru
fulltrúar frá öllum kvennasamtökum landsins,
var samþykkt eftirfarandi réttindaskrá kvenna,
(charter), sem síðan var borin fram fyrir stjórn-
arvöld landsins:
„Nýjar vonir varðandi framtíð heimsins vakna
meðal fólks í öllum löndum. Milliríkjasáttmálar
— Teheran, Dumbarton Oakes — sem stjórnir
hinna sameinuðu þjóða hafa gert sín á milli,
hafa lagt traustan grundvöll að bættum fjár-
hag, aukinni heilbrigði og hamingju alþýðunnar.
Stríðið hefur leitt hræðilegar þjáningar yfir
konur. í vörn sinni fyrir frelsi hafa þær orðið
að þola pyntingar og horfast í augu við vissan
dauða. Þær hafa með festu staðizt þá hræði-
legustu af öllum þjáningum — að horfa á börn-
um sínum misþyrmt á villimannlegasta hátt.
En konur hinna lýðfrjálsu landa hafa ekki
aðeins sýnt mikið hugrekki og þolgæði. í iðnaði
og í her, í opinberum störfum og í tækni- og